árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Friðarljós í kirkjugarði

Árni Svanur @ 15.25 31/12

Margir leggja leið sína í kirkjugarða þessa dagana, gera stutta bæn við leiði ástvinar, kveikja jafnvel á kerti, minnast, syrgja. Ég fór í garðinn við Suðurgötu fyrr í dag og tók nokkrar myndir.

Friðarljós I

Blítt augnatillit

Árni Svanur @ 14.24 31/12

Vökul augu

Hvað kosta sms skeytin?

Árni Svanur @ 12.14 31/12 + 2 ath.

John Gruber vísar á grein í NY Times sem fjallar um farsímaiðnaðinn í Bandaríkjunum, kostnað og tekjur símafélaganna vegna sms skeytasendinga. Þar segir meðal annars:

But text messages are not just tiny; they are also free riders, tucked into what’s called a control channel, space reserved for operation of the wireless network.

That’s why a message is so limited in length: it must not exceed the length of the message used for internal communication between tower and handset to set up a call. The channel uses space whether or not a text message is inserted.

Þetta vissi ég ekki.

Það væri annars fróðlegt að vita hvernig hlutfallið er milli kostnaðar og tekna íslensku símafyrirtækjanna af svona skeytum. Ætli einhver hafi kannað þetta?

Árið í ljósmyndum

Árni Svanur @ 11.15 31/12

Árið í ljósmyndum skv. NY Times. (Vísun frá kottke)

Nostalgía III

Árni Svanur @ 10.30 31/12

Maxipopp

Þetta er áhyggjuefni. — Kvíðabörn 10.22 31/12 + 1 ath.

Í jólaprédikun sinni talaði erkibiskupinn af Kantaraborg um holdtekju og hjálpræði. Þetta er ágætis lesning. — Jólaprédikun erkibiskups 09.32 31/12

Nýársnæturhvatning

Árni Svanur @ 09.22 31/12

Þegar unnið er með missi og áföll er gott að ganga út í bjarta nótt, horfa á stjörnurnar á festingunni og ímynda sér þau sem látin eru sem augu á himnum. Farðu út þegar hamagangur gamlárskvölds, drama sprenginganna, hasar ungviðisins er búinn og horfðu upp í himininn. Talaðu og tjáðu. Eigðu þína kyrrðarstsund til góðs. Hún getur orðið í nótt, á morgun, aðra nótt eða þegar þú hefur möguleika til. — Athvarf

Á gamlársdegi

Árni Svanur @ 07.15 31/12

Enn líður ár,
hjálpa okkur að horfa ekki um öxl
í söknuði og reiði,
og fram fram á við
í kvíða og áhyggjum,
heldur horfa í kringum okkur,
hér og nú,
í árvekni,
eilífi Guð og faðir.
Amen. (Bænabókin)

Nostalgía II

Árni Svanur @ 00.50 31/12

Appelsin

Árdegismessa að morgni gamlársdags

Árni Svanur @ 23.50 30/12

Hvernig væri að byrja gamlársdag á messu í Hallgrímskirkju? Árdegismessur eru alla miðvikudaga – líka á morgun. Margir koma að messunni, ég þjóna fyrir altari, Kristján Valur prédikar. Það er gott að taka daginn snemma og eiga notalega stund í kirkjunni áður en haldið er af stað í ys og þys síðasta dags ársins.

Nostalgía I

Árni Svanur @ 23.00 30/12

Það er ósköp eitthvað nostalgískt að maula Hraunbita, a.m.k. á þessu heimili.

Hraunbiti

Rætt um ríki og kirkju

Árni Svanur @ 21.30 30/12 + 1 ath.

Í færslunni Þjóðkirkja eða ríkiskirkja kallaði ég eftir rökum þeirra sem vilja nota orðið „ríkiskirkja“ um Þjóðkirkjuna. Þrír hafa lagt orð í belg í umræðunni. Fleiri mega gjarnan segja sína skoðun. Ég ætla að safna þessu saman í upphafi nýs árs og fara yfir það í annarri færslu.

Í umræðunni var meðal annars nefnd bókin Ríki og kirkja. Uppruni og þróun þjóðkirkjuhugtaksins eftir Sigurjóns Árna Eyjólfsson. Hún kom út fyrir tveimur árum. Þar er fjallað um samband ríkis og kirkju og þjóðkirkjuhugtakið. Bókin er guðfræðileg úttekt sem leitast við að setja þetta í sögulegt samhengi.

Ég tók þetta viðtal við Sigurjón Árna þegar bókin kom út.

Þarf að endurskilgreina góðærið?

Árni Svanur @ 20.55 30/12

Í framhaldi af síðustu færslu: Þurfum við kannski að endurskilgreina hugtakið góðæri? Aftengja hagstærðirnar og/eða skapa nýjar tengingar við fólk og velferð og vellíðan.

Spáð er góðæri, ef …

Árni Svanur @ 20.05 30/12 + 1 ath.

Svavar Alfreð spáir góðæri, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum:

Efnahagslífinu verður að stýra. Um það verða að gilda skýrar reglur. Það er ekki bara tæknilegt úrlausnarefni. Það hefur markmið. Það hefur siðræna vídd – og hún er reyndar sú mikilvægasta.

Efnahagslífið er ekki bara verkefni hagfræðinga eða sérfræðinga í fílabeinsturnum.

Það hvernig takmörkuð heimsins gæði útdeilast er á ábyrgð okkar allra.

Fatti þjóðin það leyfi ég mér að spá spennandi góðæri framundan.

Hyski og stofnanir

Árni Svanur @ 19.33 30/12

Við þurfum öll að standa okkur í stykkinu hvort sem það eru trúfélög, menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir, fiskvinnslufyrirtæki, löggæslan, Veðurstofan, fjölmiðlar eða hverjar aðrar stofnanir samfélagsins sem njóta krafta okkar. Okkur ber öllum að vanda okkur. — Biskupinn og allt hans hyski

Verstu bíómyndir ársins

Árni Svanur @ 18.03 30/12 + 2 ath.

Í nýjasta pistli sínum gerir Mark Kermode upp bíóárið 2008 og telur upp nokkrar af verstu myndum ársins (ein þeirra er í bíó á Íslandi núna).

Ásta og Gunnar og þjónustan

Árni Svanur @ 17.06 30/12

Á nýju ári verða þau Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Gunnar Einar Steingrímsson vígð til þjónustu í Þjóðkirkjunni. Ásta sem sóknarprestur á Bíldudal og í Tálknafirði. Gunni sem djákni í Grafarvogi. Þau eru bæði afbragðs fólk og það er fengur að þeim í þjónustunni. Til hamingju bæði tvö!

Ljós í myrkri

Árni Svanur @ 14.40 30/12

Ljós

Að morgni 30. desember

Árni Svanur @ 11.45 30/12

Áramót nálgast. Í bænabókinni er að finna ágætar ágæta morgunbæn sem má lesa á þessum degi. Hún er á þessa leið:

Við þökkum þér Guð,
fyrir mynstur og hrynjandi lífsins,
fyrir árstíðirnar,
fyrir undur endurfæðingarinnar,
fyrir kraftaverk upprisunnar,
fyrir fæðing, vöxt og þroska til uppskeru aldurs og elli.
Veit okkur skilning og þroska
til að skynja þig á verki á lífsferð okkar,
og finna handleiðslu þína gegnum dauða
til lífs og eilífrar gleði,
þú gjafari allra góðra hluta.
Amen.

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli