árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Gran Torino og ofbeldið

Árni Svanur @ 19.56 11/1 + 10 ath.

Þorkell benti mér á kvikmyndina Gran Torino um daginn. Þetta er nýjasta mynd meistara Eastwood og Keli sagði hana vera afbragðs endurlausnarsögu sem ég þyrfti að kynna mér. Fyrr en síðar. Gareth Higgins fer líka fögrum orðum um myndina í bloggfærslu. Hann segir meðal annars:

This film knows that the future of humanity depends on people being able to live together in diversity, putting up with cultural difference, and defending vulnerable members of the community. But it also knows something that the Man with No Name and Dirty Harry didn’t: violence begets violence; and only non-violence is powerful enough to neutralise its opposite.

Draumurinn um betri heim og vanvirtu gildin

Árni Svanur @ 07.54 9/1

Við eigum vonandi öll okkar draum um betri heim og viljum leggja okkar af mörkum að svo gerist, þar sem sanngirni, samstaða, lítillæti og hógværð eru verðug gildi að lifa eftir, svo aðeins fá að þeim góðum gildum séu nefnd sem hafa verið vanvirt á undanförnum árum. — Vonarauður

Er lögfræðingurinn spámaður?

Árni Svanur @ 21.36 8/1

Sjónvarpsþættirnir um lögfræðinginn Eli Stone og sýnirnar hans og kúvendinguna sem hann upplifir í eigin lífi eru hreint afbragð. Ég sá þá í haust og ætla nú að rifja þættina upp þegar þeir eru sýndir á rúv. Þeir bregða upp áhugaverðum siðferðis- og trúarstefjum og spyrja spurninga sem ég held að séu mikilvægar í dag.

Ps. Í þætti kvöldsins eru Móses og Google spyrt saman. Ég man ekki eftir öðru dæmi um það í sjonvarpsþætti ;)

Biskup og vígsluþegar

Árni Svanur @ 17.24 6/1

Ég tók nokkrar myndir í prests- og djáknavígslu á sunnudaginn var. Þessi sýnir biskup og vígsluþegana tvo.

Hagsmunatengslaskurðgoð

Árni Svanur @ 16.24 6/1

Hagsmunatengsl og haggildi hafa orðið sem skurðgoð sem skyggt hafa á nauðsyn þess að vera í einlægum tengslum þar sem manneskjan skiptir máli og manngildið er skilið í samhengi náungakærleika og þess að bera skyldur til annarra. — Fáum við að gróa til einingar

Átta akademísk áramótaheit

Árni Svanur @ 13.56 6/1

Mark Goodacre setur sér átta akademísk áramótaheit við upphaf ný árs. Það fjórða er sérstaklega áhugavert: Ekki vera eins almennilegur og undanfarin ár.

Tíu bestu bandarísku bíómyndirnar

Árni Svanur @ 22.49 5/1

Á vef NY Times er að finna lista yfir tíu bestu bandarísku bíómyndirnar. Á listanum má meðal annars finna meistaraverk eins og Sunset Boulevard og Vertigo og Double Indemnity.

Þurfum við nýja leiðtoga?

Árni Svanur @ 21.59 4/1 + 2 ath.

Þurfum við nýja leiðtoga, sem geti leitt þjóðina út úr ógöngum? Við þurfum ekki fleiri kónga, en við getum alveg tekið á móti raunverulegum vitringum. [...] Viskan, gullið, allt hið vellyktandi og salvi þjóðarlíkans er til. Allt það, sem við sem einstaklingar og þjóð þurfum er fyrir hendi, innan í okkur, innan í menningunni. Siðferðisviðmiðin eru til, ríkidæmið er í fólki og auðlindum okkar. — Skuld, ráðleysi og firra

Er naprir vindar næða …

Árni Svanur @ 19.40 4/1

Það er svo mikið af fallegum bænum í Bænabók barnanna. Við feðgin höfum átt góðar stundir með þá bók í hönd, flett síðum, skoðað fagrar myndir, lesið og lært fallegar bænir. Eins og til dæmis þessa:

Er naprir vindar næða,
nísta merg og bein,
dagar eru dimmir
og drungalegt um heim,
við kærar sjáum stjörnur
skína í dimmum geim.
Þær segja að Guð sé góður
og góðir englar hans
vaki yfir og verndi
alla vegu manns
og lýsi okkur heim. — Bænabók barnanna.

Hvatning kristinna, hvatning til kristinna

Árni Svanur @ 13.43 3/1 + 18 ath.

Sigurður Árni hvetur í áramótaprédikun sinni:

Í því upplausnarástandi sem nú ríkir geta kristnir menn ekki setið hjá. Guðfræðin, hin hugsandi trú, hefur mikið að segja um eðli manna og samfélags. Guðfræðingar hafa safnað um aldir þekkingu á þáttum sem nú koma að gagni. Kirkjan hefur hlúð að fólki í allt haust og nú er komin tími til opinberrar orðræðu og uppgjörs. Krafa til starfa varðar trúfélög ekki síður en aðrar stofnanir samfélagsins, ekki síst þjóðkirkjuna. Trúmenn umlíða gjarnan en kristnin hefur ríkulegu spádómshlutverki að gegna. Nú er komið að því að við eflum samfélagsrýni okkar, verðum rödd viskunnar – til að tréð deyji ekki heldur lifi.

Hann heldur áfram:

Sannleiksleitendur ættu að efna til samræðu um gildi og grunn samfélags og vefs þjóðfélagsins. Við prestar heyrum harmahróp fólks, sem hefur orðið ómaklega fyrir barðinu á vitleysum skammsýnna manna. Þið, sem heyrið, þið sem lesið, þið sem elskið fólk, megið gjarnan gegna kallinu einnig og leggja lið nýrri sókn til gæða íslenskrar þjóðar.

Og segir svo:

Ég hvet guðfræðinga og trúmenn til starfa í þessum garði þjóðfélagsræktar. Ég hvet guðfræðinga til opinnar gagnrýni. Ég hvet þennan söfnuð til umræðu um hvers konar samfélag við viljum. Ég kalla þig til starfa. Við eigum þjóðfélagið saman, við berum sameiginlega ábyrgð sem enginn axlar fyrir okkur. Við þurfum að ræða saman.

  • Nú er komin tími til opinberrar orðræðu og uppgjörs.
  • Eflum samfélagsrýni.
  • Efnum til samræðu um gildi og grunn.
  • Sinnum þjóðfélagsræktun.
  • Ræðum hvers konar samfélag við viljum.

Tíminn er núna.

Fólkið er fjársjóður

Árni Svanur @ 07.55 3/1

Nýársávarp Rowan Williams var sent út á BBC í fyrradag. Hann segir þar meðal annars:

But it set me thinking – what would our life be like if we really believed that our wealth, our treasure, was our fellow-human beings? Religious faith points to a God who takes most seriously and values most extravagantly the people who often look least productive or successful- as if none of us could really be said to be doing well unless these people were secure.

Áfram…

Ps. Ég elska þig

Árni Svanur @ 23.27 2/1

Fyrsta kvikmynd ársins á heimilinu er gerð eftir skáldsögu Cecilu Ahern og heitir því frumlega nafni Ps. Ég elska þig. Hún kom mér sannast sagna svolítið á óvart, ekki síst af því að hún passar ágætlega inn í tvö rannsóknarverkefni sem ég er að vinna. Í henni er stutt atriði þar sem prestur kemur við sögu og þarna er sögð saga af uppgjöri við sorg og einhvers konar endurlausnarferli.

Áfram…

Ekki blóm

Árni Svanur @ 23.00 2/1

Við eyddum áramótunum í faðmi fjölskyldunnar í hinu ágætasta áramótaboði. Ég var með myndavélina með mér og tók nokkrar myndir.

Slumdog Millionaire, ein af bestu myndum ársins?

Árni Svanur @ 16.52 2/1

Gareth Higgins segir Slumdog Millionaire eina af bestu myndum ársins 2008. Þetta er nýjasta mynd Danny Boyle sem áður hefur sent frá sér myndir eins og Trainspotting og Millions. Higgins segir um SM:

‘Slumdog’ is an astonishing array of Bollywood parody/homage mingled with a story of childhood trauma that bears comparison with ‘City of God’ or ‘Schindler’s List’ and one of the most interesting treatments of ‘money doesn’t conquer all but love might’ I’ve ever seen.

Ég hlakka til að sjá myndina.

Það var þetta með völvuspárnar …

Árni Svanur @ 15.19 2/1 + 13 ath.

Ég held að ástæðan fyrir þessum völvuspám sé þörf okkar fyrir því að einhver geti gefið okkur fyrirheit um að árið verði allt í lagi. Við þurfum á því að halda að einhver segi okkur að við þurfum ekki að vera áhyggjufull, að við þurfum ekki að vera hrædd. Þetta verður allt í lagi. — Að spá í framtíðina

Örblogguð prédikun í 23 liðum

Árni Svanur @ 21.19 1/1

Ég hlustaði á útvarpsmessuna í Dómkirkjunni í morgun. Datt í hug að freista þessa „örblogga“ prédikun biskups meðan ég hlýddi á hana. Þetta var niðurstaðan (flutt hingað af öðrum vettvangi og endurbirt án þess að lesa það yfir eða bera saman við prédikunina sjálfa). Áfram…

Gleðilegt nýtt ár!

Árni Svanur @ 19.22 31/12

Lesendum annálsins, til sjávar og sveita sendi ég allra bestu kveðjur við áramót. Þakka ykkur fyrir allt gamalt og gott. Megi nýja árið bera í skauti sér spennandi tíma, grósku og gleði í ykkar lífi.

Flugeldasýning

Ps. Það hefur nú ekki verið gríðarleg virkni á þessum annál, þótt reynt hafi verið að bæta fyrir það með smá spretti við lok árs. Engin áramóta-annáls-heit verða heldur gefin fyrir árið 2009 ;)

Íslendingarnir og púðrið

Árni Svanur @ 18.30 31/12

Gamlárskvöld á Íslandi er lexía í því, hvernig á að meðhöndla púður. Fyrst eru keyptar púðurbirgðir til landsins, sem í öðrum löndum væru settar í stórar fallbyssur sem brjóta niður hús og drepa fólk. Við seljum þessar birgðir landsmönnum. Svo fær almenningur að nota púðrið, setur upp fjölskylduveislu og skýtur öllu saman upp í loftið til að minnast liðins árs og sjá framtíð hins næsta sem í skuggsjá. Við kveðjum hið liðna og fögnum komandi tíð. Svo söfnum við saman gróðanum og sendum hann til björgunarsveitanna, sem í öðrum löndum eru hersveitir. — Örlítil söguskoðun

Veðraður engill

Árni Svanur @ 17.29 31/12 + 3 ath.

Margir englarnir sem prýða legsteina í kirkjugarðinum við Suðurgötu eru orðnir nokkuð veðraðir. Þar með talið þessi.

Engill

Viðvörunarbjöllurnar

Árni Svanur @ 16.30 31/12 + 2 ath.

Heyrum við í viðvörunarbjöllunni hvað okkur sjálf varðar? Heyrir sá sem er í viðjum vímu eða fíknar í bjöllunni? Vinnusjúklingurinn sem er við það að fá hjartaáfall? Foreldrið sem vanrækir börnin sín? Makinn sem vanrækir ástina sína? — Takk og já

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli