árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Bloggblogg Toshikis

17.28 23/6/07 + 1 ath.

Toshiki Toma, sem er prestur innflytjenda, er farinn að blogga á blog.is. Í nokkrum nýlegum færslum hefur hann beint kastljósinu að blogginu, siðferði og bloggborgunum:

ECIC: Samantekt

13.52 19/6/07 + 5 ath.

ECIC ráðstefnunni er núna að ljúka og við erum að draga saman þræðina. Það er margt sem hér má heyra.

Áfram…

ECIC: Juha og Habbobannið

13.23 19/6/07 - 0 ath.

Juha Kinanen segir sögu af Habbo-hotel þar sem hann var búinn að setja upp kirkjurými. Fyrirtækið sem á og rekur Habbo skipti sér ekki af þessu til að byrja með, en nokkru eftir að kirkjan var sett upp höfðu þeir samband við Juha og lokuðu fyrir aðgang hans (á grundvelli þess að það væri bannað að boða skoðanir (s.s. trúar- og stjórnmálaskoðanir þarna). Áfram…

ECIC: Kortin og kirkjuvefirnir

10.21 19/6/07 - 0 ath.

Miklós er að kynna okkur hvernig má nota Google Maps í kirkjulegu starfi og kirkjuvefjum. Vefurinn Vernetzte Kirche geymir nokkur dæmi um þetta. Þau hafa sett upp kerfi sem nýtir Google Maps og upplýsingar úr öðrum gagnagrunnum til að sýna fólki í hvaða sókn þau eru. Þeir hafa líka sett upp innranet þar sem prestar skrá upplýsingar um athafnir og fleira. Það er margt mjög snjallt við þetta.  Þeir nota Google Maps líka í tengslum við atburðadagatal sóknanna. Þetta eru áhugaverð verkefni (þótt sum séu aðallega sýnileg á innraneti þessarar tilteknu kirkju).

ECIC: Hvar er Revfülop?

10.18 19/6/07 - 0 ath.

Við höfum aðeins verið að skoða Google Maps, þar má t.d. finna bæinn Revfülop (þar sem ECIC ráðstefnan er haldin).

ECIC: Netverkefni IKON

09.59 19/6/07 - 0 ath.

Marloes frá IKON er að kynna ýmsa vefi sem þau halda úti. IKON eru samtök sem standa fyrir mikilli sjónvarpsframleiðslu og senda út efni í hverri viku. Þau hafa sett upp vefi fyrir einstaka þætti og ýmsa fleiri trúarlega vefi.

Áfram…

ECIC: Einfaldur vefur fyrir flókna stofnun

09.20 19/6/07 - 0 ath.

Olivier frá WCC er að kynna nýja vefinn þeirra. Þau hafa verið að endurskoða hann upp á síðkastið. Einn mikilvægur þáttur af vefnum þeirra eru skjöl, það nær yfir allar yfirlýsingar sem WCC sendir frá sér og ýmislegt annað sem þau hafa sent frá sér.

Áfram…

ECIC: Ein kirkja, einn vefur

07.17 18/6/07 + 2 ath.

Ingrid og Johan eru fulltrúar sænsku kirkjunnar hér í Revfülop. Þau ætla að kynna okkur nýjan kirkjuvef sænsku kirkjunnar og flétta saman við það kynningu á hugmyndum þeirra um samskipti á vefnum. Sænska kirkjan er ein af stóru kirkjunum á Norðurlöndunum, það eru 1837 sóknir í Svíþjóð, 45 sóknir erlendis, 13 stifti, starf innanlands og alþjóðastarf og ýmis verkefni. Og þessu þarf öllu að koma fyrir á einum vef. Það er áskorunin.

Áfram…

ECIC: Trúarlíf á netinu

14.13 17/6/07 - 0 ath.

Finnski hópurinn er með áhugaverða kynningu á trúarlífi á netinu. Þau ætla m.a. að kynna skýrslu sem var unnin um þetta efni, kynna vefinn pod.fi og ræða hugmyndir finnskra vefstjóra um samfélagið á vefnum.

Áfram…

ECIC: Framtíðarsýn

12.25 17/6/07 - 0 ath.

Í framhaldi af málstofunni áðan þar sem við vorum kynnt fyrir fyrirbærinu sem fjalla skal um er kastljósinu beint að kirkjunum og framtíðarsýn m.t.t. vefs og kirkju 2.0. Okkur verður skipt í hópa til að ræða þessi mál, en fyrst bað Juha alla þátttakendur að skrifa á blað þrjár áskoranir sem kirkjan stendur frammi fyrir þegar kemur að vefnum 2.0 (hvernig í ósköpunum á maður að skrifa þetta svo að fallegt sé á íslensku).

Áfram…

ECIC: Vefurinn 2.0

09.46 17/6/07 + 1 ath.

Þema ECIC ráðstefnunnar í ár er Vefurinn 2.0 og Kirkjan 2.0. Ralph Peter Reimann sem stýrir vefstarfi EKD er að kynna þetta fyrirbæri fyrir okkur. Hann byrjar á að vitna í Tim O’ Reilly sem er maðurinn á bak við hugtakið og áhugaverða grein eftir hann sem heitir What is Web 2.0. Hann sýnir okkur einnig stutt myndband á YouTube sem endurspeglar þetta:

Áfram…

ECIC og Leifsstöð og samfélagið á vefnum

07.20 15/6/07 - 0 ath.

Pétur Björgvin bloggaði um daginn um þráðlausu nettenginguna í Leifsstöð. Ég ákvað að prófa þetta líka og sit hér í brottfararsal stuttu áður en flugið fer í loftið. Ferðinni er heitið til Ungverjalands þar sem ECIC ráðstefnan hefst á morgun. ECIC stendur fyrir European Christian Internet Conference, en samnefndur hópur heldur árlega ráðstefnu um kirkju og kristni og net. Hana sækir fólk sem vinnur að netmálum kirkna og kirknasamtaka í Evrópu.

Áfram…

Hinn krossfesti Guð og Moltmann og Háskóli Íslands

20.09 30/5/07 - 0 ath.

Jürgen Moltmann er einn þekktasti guðfræðingur mótmælenda á síðari hluta 20. aldar. Hann kemur hingað til lands í vikunni til að halda opinberan fyrirlestur við guðfræðideild HÍ og námskeið í Skálholtsskóla. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verður fluttur á föstudaginn kl. 12 og þar ætlar Moltmann að ræða um hinn krossfesta Guð og guðfræði krossins. Ég hitti Arnfríði Guðmundsdóttur, dósent við guðfræðideild, fyrr í dag og átti við hana stutt spjall um Moltmann og guðfræði. Afraksturinn má sjá í vefvarpinu á kirkjan.is.

Víðsjá, net og siðferði

23.33 29/5/07 - 0 ath.

Ég hjólaði upp í útvarpshús í hádeginu í dag. Þar hitti ég Hauk Ingvarsson sem er einn af umsjónarmönnum Víðsjár (sem er reyndar einn af mínum uppáhaldsútvarpsþáttum, en það er önnur saga). Við áttum gott spjall um net og siðferði og sitthvað fleira. Tilefnið var morgunverðarfundurinn um net og siðferði á nýjum tímum sem verður haldinn í Neskirkju í fyrramálið. Hægt er að hlusta á spjallið á vef Rúv.

Ps. Þeir lesendur annálsins sem ekki hafa skráð sig á fundinn og vilja sækja hann geta að sjálfsögðu skráð sig á staðnum.

Weinberger og þekking og samfélag

07.23 29/5/07 + 1 ath.

Ég er að lesa bókina Everything is Miscallaneous eftir David Weinberger. Sjöundi kaflinn fjallar um þekkingu sem verður til í samfélagi – samfélagslega þekkingu (e. social knowing). Þar fjallar hann m.a. um w og vefi eins og Digg og Reddit. Kaflanum lýkur á þessari málsgrein:

For 2500 years, we’ve been told that knowing is our species’ destiny and its calling. Now we can see for ourselves that knowledge isn’t in our heads: It is between us. It emerges from public and social thought and it stays there, because social knowing, like global conversations that give rise to it, is never finished (p. 147)

Hvítasunnan er þjóðahátíð kirkjunnar

12.43 28/5/07 - 0 ath.

Þegar Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var sóknarprestur í Hallgrímskirkju var það haft fyrir sið að fá lesara af ólíkum þjóðernum til að lesa pistil Hvítasunnudags (Post 2.1-4). Hver lesari las versin á sínu móðurmáli. Þannig fengu messugestir fengu tilfinningu fyrir hvítasunnunni sem þjóðahátíð. Nú hefur biskup hvatt presta kirkjunnar til að gera slíkt hið sama.

Til að sýna hvernig útfæra má þetta útbjuggum við Adda Steina stutt myndband þar sem pistillinn er á íslensku, serbísku, japönsku, rússnesku, kínversku og búlgörsku. Afraksturinn má skoða hér að ofan (og í meiri gæðum á kirkjan.is).

Netið og siðferði á nýjum tímum

00.01 28/5/07 - 0 ath.

Á miðvikudaginn kemur verður morgunverðarfundur um netið og siðferði í Neskirkju. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð um netið og siðferði. Þarna tala nokkrir fyrirlesarar sem hafa mjög mikla innsýn í þessi mál. Fréttatilkynningin fylgir hér að neðan og þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í umræðunni sem án efa verður mjög spennandi.

Áfram…

Hjólað á Laugaveginn

19.40 18/5/07 + 3 ath.

Það hefur verið mikið hjólastemning á Biskupsstofu upp á síðkastið. Við hjólum nefnilega – eða göngum – í vinnuna þessa dagana. Kristín Arnardóttir, liðsstjóri, heldur vel utan um hópinn og hvetur okkur áfram. Margir hafa keypt sér ný hjól, aðrir hafa smurt þau gömlu. Og allir taka þátt!

Við Adda Steina tókum Kristínu og nokkra öfluga hjólreiðamenn tali í dag. Afraksturinn má skoða á kirkjan.is eða hér á annálnum. Mér finnst þetta alveg frábært framtak hjá ÍSÍ og ég er viss um að þetta skilar heilmiklu. Og ef marka má fólkið á Biskupsstofu þá verður hjólað áfram í vinnuna þótt hinni formlegu keppni ljúki.

Kosningablogg og vefirnir og úrslitin

10.55 13/5/07 - 0 ath.

Ég verð að taka undir með Pétri Björgvini, það er eitthvað skrýtin forgangsröðun hjá blog.is á kosninganótt þar sem VIP-bloggarar prýða forsíðuna og lítið sem ekkert er talað um kosningar, en þeim mun meira um kosningadaginn. Vissulega er hægt að skruna aðeins niður og sjá þá að bloggsamfélagið er að ræða þessi mál af krafti. Mbl setti kosningarnar efst á forsíðu fréttavefsins – það hefði líka átt að gera á blogginu.

Annars fannst mér stóru vefirnir ekki vera að virka eins vel og ég hafði vonast til. Nema hvað beinu vefútsendingarnar virkuðu vel! Mér fannst vera ósamræmi milli talna á mbl og rúv/stöð 2 og þær bárust líka seint, ég komst ekki inn á kosningavefinn á Vísi og fann tölurnar ekki á Rúv. Ég held að Vísir og Rúv hefðu átt að fylgja fordæmi Mbl og taka forsíðuna undir kosningarnar í nótt. Það hefði líklega verið frábært.

Svo er auðvitað spennandi að sjá hvað gerist í dag og næstu daga. Stjórnin heldur velli vissulega velli, en hún er samt löskuð og spurning hvort menn vilja halda áfram við þessar aðstæður. Það er spurning hvort Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-Græn eða Samfylking ná saman. Svo er líka möguleiki að Reykjavíkurlistaflokkarnir gömlu freisti þess að ná saman. Við sjáum bara til …

Blogg/manna/siðir

20.29 12/4/07 + 1 ath.

Það hefur verið heilmikið rætt um bloggsiðferði upp á síðkastið. Meðal annars hafa þessir lagt orð í belg:

Fleiri vísanir gætu bæst í þennan sarp eftir því sem frá líður.

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli