árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Smellnar kosningar

21.58 1/4/08 - 0 ath.

Smellnar kosningar skv. David Weinberger.

Ósammála? Hvernig?

20.12 31/3/08 - 0 ath.

„If we’re all going to be disagreeing more, we should be careful to do it well. What does it mean to disagree well? Most readers can tell the difference between mere name-calling and a carefully reasoned refutation, but I think it would help to put names on the intermediate stages. So here’s an attempt at a disagreement hierarchy …“— Paul Graham

Meira en viðbrögð

20.26 11/3/08 - 0 ath.

Á Wikipedia segir í dag um hugtakið / fyrirbærið Web 2.0:

Web 2.0 websites allow users to do more than just retrieve information. They can build on the interactive facilities of “Web 1.0” to provide “Network as platform” computing, allowing users to run software-applications entirely through a browser. Users can own the data on a Web 2.0 site and exercise control over that data. These sites may have an “Architecture of participation” that encourages users to add value to the application as they use it. This stands in contrast to very old traditional websites, the sort which limited visitors to viewing and whose content only the site’s owner could modify. Web 2.0 sites often feature a rich, user-friendly interface based on Ajax, Flex or similar rich media. The sites may also have social-networking aspects.

Datt í hug að halda þessu til haga.

Sítengd(ur)

18.51 4/3/08 - 0 ath.

Veldur hver á heldur er eiginlega inntak viðbragða Merlin Mann við greininni I Need a Virtual Break. No, Really sem birtist í New York Times á dögunum. Ég er bæði sammála honum og ósammála. Líklega meira sammála þó ;)

Sex stafræn verkfæri

10.57 3/2/08 - 0 ath.

Mary Hess bloggar um skýrslu þar sem fjallað er um nokkur mikilvæg stafræn verkfæri sem má nota í kennslu.

Netsvar

08.00 23/11/07 - 0 ath.

„[L]ifandi vefur þar sem almenningi gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist öruggri netnotkun og fá svör frá sérfræðingum.“

Framtíð NT Gateway

11.04 17/11/07 - 0 ath.

Mark Goodacre ræðir um framtíð New Testament Gateway í nokkrum bloggfærslum. Goodacre er öflugur guðfræðibloggari sem ég les reglulega og NT Gateway er að mörgu leyti áhugaverður vefur.

90% barna

16.57 2/11/07 + 1 ath.

90% barna hafa tamið sér umgengnisreglur á netinu segir í frétt á mbl.

Hlaðvarpsspjall

09.25 3/10/07 - 0 ath.

SVEF stendur fyrir spjallfundi um hlaðvarp á fimmtudagskvöldið. Ég myndi mæta ef ekki væri fyrir kvikmyndahátíðina. Vonandi verður þetta tekið upp og gert aðgengilegt á vefnum.

Snögg viðbrögð

15.53 1/9/07 - 0 ath.

Mogginn birti í dag frétt um nýja vefsíðu barnastarfs kirkjunnar. Í fréttina vantaði upplýsingar um það hvar þennan vef væri að finna og vísun á hann. Ég sendi ábendingu (í gegnum ábendingarkerfi Mbl.is) og örfáum mínútum síðar hafði vísuninni verið bætt við. Þetta er til fyrirmyndar. Mbl.is fær því hrós dagsins.

[nordkom] Morgunbænir

07.14 31/8/07 - 0 ath.

Í morgun kom það í hlut Íslands að sjá um morgunbænir hér á ráðstefnunni. Irma Sjöfn tók það að sér og hún er svo hugmyndarík! Bænirnar voru fluttar úr dimmum sal yfir í bjart anddyri og þar var hugvitssamlega komið upp altari. Altaristaflan var útsýnið af hótelinu, rammað inn af stórum glugga. Þar mættust sköpunin – himinn og skógar – og mannfélagið – bílar og vegir og hús. Bænirnar voru fengnar úr sænsku bænabókinni, en sálmurinn var sóttur í sarp sálmabókarinnar okkar: Þú Guð sem veist og gefur allt – einn af okkar mögnuðustu sálmum.

Þetta var notaleg stund sem leiddi okkur vel inn í daginn. Og nú er komið að Peter Kenny sem ætlar að ræða um samstaf við fjölmiðla.

[nordkom] Vefsamskipti og nýir miðlar: Nýjar áskoranir

09.06 30/8/07 + 1 ath.

Nú er að hefjast dagskrárliður sem ég er afar spenntur fyrir, Johan Mansfeldt og Gunnar Westermoen sem stýra vefmálum hjá sænsku og norsku kirkjunni ætla að kynna þetta stóra og mikilvæga svið fyrir okkur. Þetta verður bloggað í beinni.

Þeir ætla að vinna þetta sem e.k. Mash-up, setja þetta upp sem sameiginlega kynningu þar sem dregnir eru saman þræðir úr nokkrum áttum. Þeir byggja þetta svona upp:

1. Samskipti á vefnum
2. Markhópavinna og efnisgerð
3. Nýir miðlar og framtíðarpælingar

Áfram…

[nordkom] Þjóðkirkjur í breyttu samfélagi

07.46 30/8/07 + 1 ath.

Nú stendur yfir seminar um þjóðkirkjur og sjálfsmynd og fjölmenningarsamfélagið. Ingmar Lindkvist, sem er fráfarandi yfirmaður upplýsingamála og samskipta hjá finnsku kirkjunni, leiddi okkur inn í umræðuna með flottu erindi um breytingarnar sem hafa orðið á undanförnum áratugum. Við höfum færst frá einsleitu samfélag til aukinnar fjölbreytni. Hann nefndi tvennt sem var áhugavert fyrir kirkjurnar í þessu sambandi:

  • Kannski er áherslan á að binda starfseiningar kirkjunnar við tiltekna staði ekki alveg að ganga upp vegna þess að fólkið sjálft hugsar ekki þannig (sóknavitundin er frekar bundin við það hvert við viljum sækja þjónustu en hvar við búum).
  • Við erum ef til vill að horfa á ákveðna tilfærslu frá stóru miðlunum þar sem ein skilaboð eru send til stórs hóps (útvarp, sjónvarp, stóru dagblöðin) til netsins þar sem vissulega er hægt að ná til marga en jafnframt til smærri hópa. Og þar liggur framtíðin kannski, í smærri hópum sem safnast saman um efni sem vekja áhuga þeirra og kveikja í þeim.

Ég tók hluta af erindinu upp og ef Ingmar gefur leyti sitt ratar það á netið. Umræðan heldur svo áfram, nú er Povl frá Danmörku að ræða um ástandið þar (stuttlega) og svo kemur sænskur fulltrúi.

[nordkom] Að tilheyra kirkjunni

14.40 29/8/07 + 2 ath.

Bo Larsson frá sænsku kirkjunni er núna að flytja erindi um sjálfsmynd sænsku kirkjunnar og þjóðkirkjuna. Hann vitnar meðal annars í Anders Bäckström sem hefur fjallað um ólíkar ástæður fólks fyrir því að tilheyra kirkjunni. Hann setur þetta upp í kassa og fjögur horn hans lýsa ólíkum ástæðum:

  • Tilheyrir því að vera Svíi
  • Rýmin (sérstaklega kirkjubyggingarnar)
  • Siðirnir (skírn, ferming, hjónavígsla, útför)
  • Félagsleg ábyrgð og hjálparstarf kirkjunnar

Hann kemur líka inn á sýn sænsku kirkjunnar á samskipti sín, þar segir meðal annars: „Guds närvaro i världen föregår allt annat. Det är i Gud som vi lever, rös oss och är til. Kyrkans uppdrag är att ge rum för den närvaron i livets alla skeden.“ Það gerist bæði í hversdeginum og á hátíðsdögum.

Önnur lykilorð í stefnunni eru öppenhet og hopp (að vera opin og von), áhersla er lögð á sístæða sköpun Guðs, því trúað er á Guð sem „i varja ögonblick vill befria, förändra och skapa – på nytt.“ Guð er með öðrum orðum ekki Guð sem skapaði og skildi svo eftir heldur Guð sem vill mæta manneskjunni þar sem hún er, hér og nú. Og það má hafa í huga í öllu okkar starfi að við erum borin, á hverju augnabliki, af Guði.

Þetta var Bo, en nú er komið að mér, meira síðar.

[nordkom] Upplands Väsby

13.27 28/8/07 + 3 ath.

Ég er kominn til Upplands Väsby þar sem Nordkom ráðstefnan verður haldin. Þetta er ráðstefna þess starfsfólks kirknanna á Norðurlöndum sem sinnir upplýsingamálum. Tema ráðstefnunnar er að þessu sinni „þjóðkirkja í fjölmenningarsamfélagi“ og ég er nokkuð spenntur að heyra hvernig tekið verður á því. Við Irma Sjöfn verðum fulltrúar íslensku kirkjunnar og við ætlum að fjalla um efnið kirkja og menning á fimmtudag. Nánar tiltekið ætlum við að ræða um kirkju og kvikmyndir og m.a. segja svolítið frá Deus ex cinema. Hér er ágæt nettenging og því er ekki ósennilegt að eitthvað verði fært til annáls – þið sjáið það þá fyrst hér ;)

Best og verst við Vefinn 2.0

20.06 3/8/07 - 0 ath.

Á Wallstrip blogginu er að finna viðtal við Toni Schneider stjórnarformann Automattic (sem rekur Wordpress.com) þar sem rætt er um það besta og versta við vefinn 2.0.

Endurbættur Deus ex cinema vefur

22.58 2/8/07 - 0 ath.

Við höfum unnið að endurbótum á Deus ex cinema vefnum upp á síðkastið. Nú er svo komið að hægt er að skoða nýja vefinn á nýju léni Deus ex cinema: www.dec.is. Vefurinn á nú að geta nýst enn betur sem verkfæri í þágu rannsókna á trúarstefjum í kvikmyndum og hann ætti jafnframt að geta nýst betur sem vettvangur skoðanaskipta um þessi fræði.

Ein af nýjungunum á vefnum eru glósur meðlima Deus ex cinema. Það eru eins konar smáblogg hvers og eins þar sem skrifa má stuttar færslur um áhugaverðar kvikmyndir, spennandi stef, bækur eða sérhvaðeina sem snertir trúarstef í kvikmyndum. Ég er spenntur að sjá hvernig sá hluti vefsins þróast.

Enn á heilmikið eftir að bætast við vefinn, m.a. stendur til að flytja eldri umfjallanir yfir í nýja kerfið. Stærsta breytingin verður þó sú að við munum opna enska útgáfu af vefnum. Ef vinnan gengur vel þá munum við gera það síðar í þessum mánuði. Ég mun færa meira til annáls um breytingarnar á vefnum og hugsunina á bak við hann síðar.

Útgáfa fræðirita á tímum stafrænnar miðlunar

17.03 31/7/07 + 4 ath.

Hópur sem kennir sig við Íþöku hefur sent frá sér skýrslu sem fjallar um útgáfu fræðirita – háskólaútgáfu – á tímum stafrænnar miðlar. Fjallað er um þetta í greininni Ideas to Shake Up Publishing á vefnum Inside Higher Ed. Þar segir meðal annars:

While the report offers many ideas, a major focus is to expand the online publication role of university presses and to create a mechanism for university presses to collaborate on many functions related to online publication of what now would generally appear in book form. [...]

So the report proposes a new structure. “A shared electronic publishing infrastructure across universities could allow them to save costs, create scale, leverage expertise, innovate, unite the resources of the university (e.g. libraries, presses, faculty, student body, IT), extend the brand of American higher education (and each particular university within that brand), create a blended interlinked environment of fee-based to free information, and provide a robust alternative to commercial competitors,” the report says.

Sjá einnig greinina New Model for University Presses á sama vef. (Vísun frá AKMA).

Netfrí

16.16 19/7/07 - 0 ath.

Hvers vegna ekki að taka sér reglulega netfrí? Endrum og sinnum má alveg hugsa sér að slökka á tölvunni – á kvöldin eða í lengri tíma. Sjálfum hefur mér dottið í hug að hafa netlausa sunnudaga í sumar. Við sjáum hvort það gengur ;)

Prestur notar Highrise

19.30 13/7/07 - 0 ath.

Á verkfæraannál 37Signals er sagt frá presti sem notar Highrise til að halda utan um samskipti sín við sóknarbörn og til að tryggja að enginn gleymist.

« Fyrri færslur ·

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli