árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Það sem augu mín sjá

00.31 11/6/08 - 0 ath.

Í messu í Dómkirkjunni í kvöld, við upphaf Prestastefnu, sungum við fallegan sálm eftir Hjört Pálsson. Sálmurinn hefst á orðunum „Það sem augu mín sjá er þín sól og þitt sumar um úthöf og lönd …“ Lagið er eftir Ragnhildi Gísladóttur og syngst alveg hreint ágætlega.

Nýr sálmur

Ps. Fríið frestast aðeins, en fyrri færslan stendur samt í meginatriðum ;)

„Það er ekkert guðlast …“

19.56 26/5/08 - 0 ath.

„Guðlast hrópaði einn í salnum í auglýsingunni. Það er ekkert guðlast, kirkjulast eða prestalast fólgið í farsíma en það getur verið mikið guðlast fólgið í kerfum sem ekki sinnir fólki. Kirkjan, samfélagsstofnanir og lifnaðarhættir eiga að þjóna lífinu en ekki dauðanum. Við erum ábyrg og Jesús Kristur sefur ekki í dómi lífsins. Þegar við tengjumst Jesúnetinu er okkur ekki ætlað að sofa heldur vera með í að skapa líf og gleði.“

Sigurður Árni Þórðarson

·

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli