árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Tveir kirkjupistlar

18.22 29/11/07 + 4 ath.

Jón Garðar Hreiðarsson og Guðmundur Magnússon brýna kirkjuna í pistlunum Hálf-fimm fréttir kirkjunnar og Getur þjóðkirkjan snúið vörn í sókn?

Hvers konar jóladagatal?

22.36 22/11/07 - 0 ath.

Adda Steina skrifar fínan pistil um jóladagatal heimilisins þar sem súkkulaði og/eða fallegum myndum hefur verið skipt út fyrir náungakærleika og góðverk. Nú
er rúm vika í að aðventan hefjist. Hvers vegna ekki að setjast niður eina kvöldstund og púsla saman svona dagatali fyrir fjölskylduna. Það gæti gert aðventuna að betri tíma.

Freistingar sem prófraunir

20.45 17/11/07 - 0 ath.

Vörum okkur á freistingunum, segir Svavar Alfreð, en verum líka meðvituð um að því getur fylgt vegsemd að standast þær.

Ameríkukvöldbæn

22.05 9/9/07 - 0 ath.

Ég er að vinna með kvikmyndina In America. Í henni er meðal annars þessi einlæga kvöldbæn:

No monsters, no ghosts.
No nightmares, no witches.
No people coming into the kitchen, smashing the dishes.
No devils coming out of the mirror.
No dolls coming alive.
Mateo going home.
Frankie in heaven.
The baby not coming too early or too late.
Mom, Dad, Christy and Ariel, all together in one happy family, and all well with the world.
Amen.

Lífssögur og Guðssögur

20.15 17/8/07 - 0 ath.

Nýjasti pistill Hreins fjallar um sögur:

Líf okkar mannanna er ofið úr sögum. Á hverju andartaki bætist nýr þráður við þær sögur og smám saman dragast þeir allir í ákveðna mynd. Það er saga okkar. Líf okkar. Þegar við horfum á þræðina tvinnast saman og þekkjum svip okkar sem þar er íofinn kemur í ljós næfurþunn mynd.

Hvítasunnuprédikanir

16.22 28/5/07 - 0 ath.

Eldri hvítasunnuprédikanir

Leiftra þú sól

18.58 27/5/07 - 0 ath.

Á milli messu og frétta mátti heyra einn yndislegasta hvítasunnusálm Sálmabókarinnar í útvarpinu:

Leiftra þú, sól, þér heilsar hvítasunna,
heilaga lindin alls, sem birtu færir
hann, sem hvern geisla alheims á og nærir,
eilífur faðir ljóssins skín á þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.

Gleðilega hátíð!

Puntstrá

11.59 16/5/07 - 0 ath.

Pistill dagsins á trú.is var líka fluttur sem prédikun í árdegismessu í Hallgrímskirkju. Hann hefst svona:

Ég var staddur í Skálholti á dögunum og sat undir kirkjuvegg ásamt yngri dótturinni. Hún er níu mánaða gömul og er enn að uppgötva heiminn. Stúlkan kom auga á nokkur grasstrá og hún vatt sér úr pabbafangi til að skoða þau nánar.

Van-þakk-læti

23.41 12/5/07 - 0 ath.

Svavar Alfreð er einn af betri bloggurunum í prestastétta. Í dag skrifar hann um lífsstíl vanþakklætisins og segir meðal annars:

Við megum ekki standa í þeirri meiningu að við eigum nóg. Við eigum að vera vanþakklát. Ekki horfa of mikið á það sem við höfum. Frekar að vera upptekin af því sem við höfum ekki. Ekki hugsa um það sem við erum. [...]

Til að breyta þessu þarf kraftaverk fiskanna tveggja og brauðanna fimm. Það undur er í því fólgið að vera þakklát fyrir það sem við höfum.

Kraftaverk fiskanna tveggja og brauðanna fimm vekur hjá þér tilfinninguna fyrir því að þér kann að vera ótrúlega mikið gefið í lítilræðinu. Í deginum í dag og manneskjunni sem andspænis þér stendur.

Holl áminning.

Bardagabörn

16.32 9/5/07 - 0 ath.

Elín Elísabet skrifaði pistil um uppeldi og ungmenni á trú.is fyrr í vikunni. Hún vitnar í fyrirlestur sem hún heyrði sem kennaranemi. Þar fjallaði Arthur Mortens um nýja kynslóð eða tegund barna sem hann nefndi bardagabörn. Og Elín skrifar:

Tíu árum síðar, eða í kringum 2000, varð ég sjálf áþreifanlega vör við bardagabörnin. Ég verð að viðurkenna að þó ég hafi fengið minn undirbúning í Kennaraháskólanum á sínum tíma, varð mér illilega brugðið. Ég minntist þá orða Arthurs Mortens. Ég var vör við það í æskulýðsfélaginu sem ég starfaði í á þeim tíma að krökkunum þótti eðlilegt að láta refsa þeim, félögum sínum, sem höfðu gert eitthvað alvarlegt á þeirra hlut. Ég heyrði krakkana tala um að þessi eða hinn kæmist ekki út úr húsi vegna þess að það ætti að berja hann eða hana. Svo virtist að um skipulegar hefndaraðgerðir væri að ræða. Réttlætiskenndin birtist í formi hefndar.

Vinur er …

20.52 7/5/07 - 0 ath.

Íris prédikaði um vináttu í gær.

Bloggað um páskaprédikun

18.21 10/4/07 - 0 ath.

Það hefur verið heilmikið bloggað um páskaprédikanir í ár. Líklega hefur mest verið rætt um páskaprédikun Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, sem prédikaði í Dómkirkjunni að morgni páskadags. Ég tók saman lista yfir þær bloggfærslur sem ég hef rekist á:

Lesendur mega gjarnan bæta við listann í ummælum.

Páskaprédikanir á trú.is

11.13 8/4/07 - 0 ath.

Á trú.is birtast í dag nokkrar páskaprédikanir sem fluttar í kirkjum landsins:

Gleðilega páska

10.25 8/4/07 - 0 ath.

Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn! Lesendum annálsins óska ég gleðilegra páska og bið þess jafnframt og vona að þið megið öll upplifa hina sönnu páskagleði.

Helgidagar

14.28 6/4/07 + 16 ath.

Á dögum sem þessum kemur oftar en ekki upp umræða um helgidaga, gildi þeirra og stöðu. Í því samhengi er prédikun Hjálmars Jónssonar „… Og ég mun gefa yður hvíld“ ágæt lesning. Hann skrifar meðal annars:

„Frá fornu fari hefur þjóðfélagið notað helgidagakerfi kirkjunnar til að afmarka vinnudaga og hvíldardaga. [...] Helgidagalöggjöfin er ekki sett til þess að leggja fjötra á fólk. Hún er sett til verndar, til þess að tryggja fólki hvíld og frið. Hvíldardagshelgin, fyrst gyðinganna, síðan hins kristna heims eru vafalítið merkustu verndarákvæðin í mannkynssögunni. Hugsið ykkur það hvílík mannréttindi hafa um aldirnar og árþúsundin verið tryggð með almennum hvíldardegi. Að allir menn og allar skepnur fengju hvíld. Og þeir sem réttlausastir voru fyrr á öldum, þrælar og ambáttir, fengu frí á sunnudeginum. Stritað var dag út og dag inn en svo kom laugardagurinn, hægt að þurrka af sér svitann, láta líða úr sér. Friður færðist yfir, helgi hvíldardagsins setti þau takmörk. Ekki mætti píska út mönnum og skepnum á Drottins deginum. Í hörðum heimi og oft miskunnarlausum var mönnum þó eitthvað heilagt.“

Svartur vefur

12.31 6/4/07 - 0 ath.

Við skiptum reglulega um liti á vef kirkjunnar og fylgjum kirkjuárinu. Þess vegna er kirkjan.is svartur í dag og á morgun því svart er litur föstudagsins langa. Við tökum einnig skreytið af forsíðu vefsins til að leggja áherslu á þetta, rétt eins og altarið í kirkjunni er afskrýtt á skírdagskvöldi.

Tíu

13.37 23/3/07 + 2 ath.

Í gær áttum við Guðrún tíu ára brúðkaupsafmæli. Kristján Valur var svo almennilegur að senda okkur fallega bæn hjóna á brúðkaupsafmæli. Það er full ástæða til að birta hana líka hér, þannig að fleiri megi gera hana að sinni:

Almáttugi og trúfasti Guð.
Þú hefur gjört mikla hluti við oss. Undursamlega hefur þú leitt oss og varðveitt allt til þessa dags og gefið oss af gæsku þinni langt umfram það sem vér kunnum að biðja um eða getum skilið. Vér lofum þig á þessum degi með fjölskyldu vorri og heimili. Vér biðjum þig að fyrirgefa í náð það sem vér höfum vanrækt gagnvart öðrum og gagnvart hvort öðru. Gjör oss sífellt að nýju að blessun hvort fyrir annað og lát oss minnast þess að annað ber hitt með sér inn í himinn. Þess biðjum vér í Jesú nafni. Amen.

Fjölskylda á föstu

17.51 21/3/07 - 0 ath.

Arna Grétarsdóttir ritar pistil dagsins á trú.is. Umfjöllunarefnið er fjölskyldan á föstunni, en það er efni sem við viljum gjarnan gera góð skil á þessari föstu:

Næstum því ár er liðið og ég uppgötvaði í upphafi föstutímans að ég hafði varla séð soninn frá því hann fermdist. Fermingargjöfin góða tók allan hans tíma. Við vorum í fyrstu frekar róleg yfir þessu, nýjabrumið hlaut að fara af þessu.

Þrjár og hálf mínúta, fjörtíu prósent

19.07 13/3/07 + 3 ath.

Fyrir nokkrum árum las ég bók eftir sænskan þerapista sem fjallaði um þarlenda rannsókn á samskiptum foreldra og barna. Hún leiddi í ljós að foreldra barna í leikskóla og yngri bekkjum grunnskóla töluðu að meðaltali við börn sín í þrjár og hálfa mínútu á dag. Undanskildar frá þessu voru skipanir og það sem flokkast gæti undir nöldur.

Áfram…

Krossgátur hversdagsins

23.16 28/2/07 - 0 ath.

Hreinn S. Hákonarson skrifar pistil dagsins á trú.is:

Líf okkar minnir stundum á krossgátu. Við erum í leit að orðum sem eiga ýmist að standa lóðrétt eða lárétt. Þessi leit stendur yfir alla daga og allar nætur. Orðin skjótast stundum á augabragði upp í kolli okkar sigursæl á svip en stundum vilja þau láta á sér standa.

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli