árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Anthony Quinn og páfinn

12.29 14/1/09 - 0 ath.

Um jólin var komið að mér að sjá bíómyndina sem gengið hafði manna í millum í Digraneskirkju, og er í eigu organistans okkar, Kjartans Sigurjónssonar. Þetta er stórmyndin Í fótspor fiskimannsins, um prestinn og andófsmanninn Kiril Lakota, leikinn af Anthony Quinn, sem leystur er úr haldi, fær hæli í Vatíkaninu og verður þar páfi. — Í fótspor fiskimannsins

Hagsmunatengslaskurðgoð

16.24 6/1/09 - 0 ath.

Hagsmunatengsl og haggildi hafa orðið sem skurðgoð sem skyggt hafa á nauðsyn þess að vera í einlægum tengslum þar sem manneskjan skiptir máli og manngildið er skilið í samhengi náungakærleika og þess að bera skyldur til annarra. — Fáum við að gróa til einingar

Þurfum við nýja leiðtoga?

21.59 4/1/09 + 2 ath.

Þurfum við nýja leiðtoga, sem geti leitt þjóðina út úr ógöngum? Við þurfum ekki fleiri kónga, en við getum alveg tekið á móti raunverulegum vitringum. [...] Viskan, gullið, allt hið vellyktandi og salvi þjóðarlíkans er til. Allt það, sem við sem einstaklingar og þjóð þurfum er fyrir hendi, innan í okkur, innan í menningunni. Siðferðisviðmiðin eru til, ríkidæmið er í fólki og auðlindum okkar. — Skuld, ráðleysi og firra

Er naprir vindar næða …

19.40 4/1/09 - 0 ath.

Það er svo mikið af fallegum bænum í Bænabók barnanna. Við feðgin höfum átt góðar stundir með þá bók í hönd, flett síðum, skoðað fagrar myndir, lesið og lært fallegar bænir. Eins og til dæmis þessa:

Er naprir vindar næða,
nísta merg og bein,
dagar eru dimmir
og drungalegt um heim,
við kærar sjáum stjörnur
skína í dimmum geim.
Þær segja að Guð sé góður
og góðir englar hans
vaki yfir og verndi
alla vegu manns
og lýsi okkur heim. — Bænabók barnanna.

Þá var upp runninn hvítasunnudagur

15.38 12/5/08 + 2 ath.

Megrunarlausi dagurinn

11.53 6/5/08 - 0 ath.

Guðni Már skrifar pistil um Megrunarlausa daginn á trú.is í dag.

Réttindi, skyldur, þjónusta og/eða gæska

22.39 30/4/08 - 0 ath.

Ég prédikaði í árdegismessu í Hallgrímskirkju. Hægt er að lesa hana í Postillunni á trú.is (reyndar er líka hægt að hlusta á hana – nú eða gera hvort tveggja). Hún er svolítið innblásin af málþingi sem Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hélt á mánudaginn var. Þar var fjallað um mannréttindi í fjórum erindum. Ég heyrði þrjú þeirra sem öll voru afar fróðleg. Ætli þetta geti ekki talist mitt innlegg í þá umræðu.

Vísindaskáldsagan og Guðsspurningarnar

13.49 27/4/08 - 0 ath.

Mary Hess vísar á athyglisverðan pistil um vísindaskáldsögur og trú og Guð. Þar segir meðal annars:

Outgrowing God is indeed a favorite theme of science fiction and fantasy. Evolution/technology/aliens/time travelers from the future/computers/whatnot are always just about to prove that God does not exist, life after death is a fantasy, the soul is a function of matter, man is but a sophisticated meat machine, Jesus never existed, etc.

Áfram…

Kenndu okkur að biðja

23.48 26/4/08 + 2 ath.

Ég prédika í árdegismessu á miðvikudaginn kemur. Morgunlestur dagsins er að finna í 11. kafla Lúkasarguðspjalls:

Svo bar við, er Jesús var á stað einum að biðjast fyrir, að einn lærisveina hans sagði við hann þá er hann lauk bæn sinni: „Drottinn, kenndu okkur að biðja eins og Jóhannes kenndi lærisveinum sínum.“
En hann sagði við þá: „Þegar þér biðjist fyrir, þá segið:
Faðir,
helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
gef oss hvern dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar syndir
enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni.“

Biðjið og yður mun gefast

Og Jesús sagði við þá: „Nú á einhver yðar vin og fer til hans um miðnætti og segir við hann: Vinur, lánaðu mér þrjú brauð því að vinur minn er kominn til mín úr ferð og ég hef ekkert að bera á borð fyrir hann. Mundi hinn þá svara inni: Ger mér ekki ónæði. Það er búið að loka dyrum og börn mín og ég komin í rúmið. Ég get ekki farið á fætur að fá þér brauð? Ég segi yður, þótt hann fari ekki á fætur og fái honum brauð vegna vinfengis þeirra, þá fer hann samt fram úr sakir áleitni hans og fær honum eins mörg og hann þarf.
Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Er nokkur sá faðir yðar á meðal sem gæfi barni sínu höggorm ef það biður um fisk eða sporðdreka ef það biður um egg? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann.“

Þarna er stefjafjöld sem verður spennandi að glíma við. Prédikunin gæti ratað á annálinn  ;)

Páskaprédikanir – páskapistlar

13.01 23/3/08 + 7 ath.

Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn! Lesendum annálsins óska ég gleðilegra páska. Megi birta upprisunnar lýsa ykkur í dag og alla daga.

Hér eru nokkrar vísanir á páskapistla og prédikanir sem birtar eru á vefnum:

Pistlar

Prédikanir

Það verður aukið við færsluna eftir því sem færi gefst.

Hvað táknar páskaeggið?

11.16 23/3/08 - 0 ath.

„Páskaeggið er eitt elsta tákn páskanna. Og ber mikilvægan boðskap sem gott er að gefa gaum,“ skrifar Karl Sigurbjörnsson í páskapistli sínum sem birtist í dag á trú.is. Hann bætir við:

Egg er viðkvæmt og brothætt. Eins og lífið. Boðskapur páskanna er krafa um lotningu fyrir lífinu! Við sköpum ekki líf. Við getum ekki skapað eitt einasta lóuegg. En við eigum auðvelt með að brjóta það! Það er Guð, skaparinn, hinn góði vilji og milda vald sem gefur líf.

Víetnam og krossinn

21.28 21/3/08 + 6 ath.

Gunnar Kristjánsson prédikaði í útvarpsmessu í morgun. Ég heyrði hluta af prédikuninni þá og las hana svo síðar í dag. Þetta er afbragðs prédikun þar sem hann fléttar listavel saman Golgata þá og nú, notar kirkjulistina og dregur veruleika krossins fram með skýrum hætti. Hann segir meðal annars:

Sá sem horfir á hinn þjáða Krist lifir sig inn í píslir hans en jafnframt – og ekki síður – inn í þjáningar annarra, myndin skerpir vitund hans, og næmleikinn fyrir sársauka annarra dýpkar. Samkennd hans með öllum sem þjást verður honum meðvituð. Svo krefjandi eru myndir hinna afskræmdu Víetnama, svo krefjandi eru myndirnar frá Golgata.

Hin sterka samsemdarhugsun kristinnar trúar skilar sér í lífsviðhorfi þar sem enginn er afskiptur. Og þar sem virðing mannsins er ekki fyrir borð borin, ekki heldur virðing þeirra sem líða, jafnvel gleymdir í pyntingum á afskekktum stöðum.

Ps. Tengingin við Víetnam liggur í því að Gunnar gerir að umtalsefni Tet-árásir bandaríska flughersins í Víetnam og málverk listamannsins Xuan Huy Nguyen sem fjalla um afleiðingar þessara árása.

Fimm mínútur

14.17 19/3/08 - 0 ath.

„Það má gera alveg óskaplega margt og mikið á fimm mínútum,“ skrifar Svavar Alfreð.

Traust

23.04 14/3/08 - 0 ath.

Að vera kristinn, segir Rowan Williams erkibiskup af Kantaraborg, er öðru fremur spurning um traust – en ekki að taka undir tilteknar kenningar. Traustið til Guðs kemur fyrst, kenningarnar fylgja á eftir. Þessi áhersla á traustið er meðal annars sýnileg þegar við upphaf lífsins, þegar barn er borið til skírnar.

Williams skrifar í sömu bók að kannski séu bestu röksemdafærslurnar um tilvist Guðs ekki settar fram á blaði heldur í lífshlaupum. Að þær séu fólgnar í fólkinu sem lifir í trú. Í fyrirmyndum sem aðrir vilja líkjast af því að þau lifa lífinu eins og þeir vildu lifa því.

Föstusöknuður

21.13 14/3/08 + 3 ath.

„Ég sakna föstunnar,“ skrifar Bernharður í pistli dagsins á trú.is.

Sjö orð

21.35 13/3/08 - 0 ath.

Á laugardaginn opnar sýning í Hallgrímskirkju á myndum eftir Baltasar Semper. Sýningin hefur yfirskriftina Sjö orð Krists á krossinum og myndirnar byggja á sjö orðum Krists á krossinum í Passíusálmunum. Þetta eru sálmarnir sem um ræðir:

Á vef Reykjavíkurprófastsdæmis vestra er hægt að skoða eina af myndunum. Ég ætla að kíkja á sýninguna eftir að hún hefur verið sett upp og vonast til að geta gert henni skil hér á annálnum.

Skólastjórinn og myndin af Guði

18.13 27/2/08 - 0 ath.

„Sagt er að órofa tengsl séu milli myndar okkar af Guði og því atlæti sem við erum alin upp við. Því er myndin af Guði sem foreldri erfið fyrir mörg, þar sem traustið var ekki til staðar og þar sem að trúnaðurinn ríkti ekki. Ósanngjarnar refsingar eða afskiptaleysi.

Það má því segja að um leið og ég endurskoða það sem að baki er búi ég til nýja mynd af því hvað það er að vera foreldri. Með því hef ég einnig möguleika til að breyta mynd minni af Guði. Get breytt því hvernig ég upplifi hann. Upplifi ég hann eins og barnið í mynd foreldra minna ? Eða upplifi ég hann fullorðin sem elskandi, umvefjandi?“

Guðbjörg Jóhannesdóttir: Ég hef rist þig í lófa mér

Pew könnunin

20.59 26/2/08 - 0 ath.

Pew könnunin á afstöðu Bandaríkjamanna til trúmála (trúarlegt landslag í Bandaríkjunum mætti líka kalla þetta) er aðgengileg á netinu. Ýmsir hafa bloggað um hana.

Öðlast traust til lífsins

12.11 3/2/08 + 1 ath.

Bænapistill Svavars Alfreðs er flottur.

Gleðileg jól

18.00 24/12/07 + 1 ath.

Öllum gestum þessa annáls sendum við okkar allra bestu jólakveðjur með þökk fyrir allar góðar stundir á árinu sem senn er liðið. Njótið hátíðanna, farið vel með ykkur og munið að rækta barnið í ykkur.

Gleðileg jól - Merry Christmas

Bæn dagsins gerum við að okkar bæn:

Drottinn Guð,
gjafari allra góðra hluta,
og upphaf gleðinnar.
Með fæðingu Jesúbarnsins
sendir þú bjartan geisla
inn í myrkur jarðar.
Gef að þetta ljós
lýsi einnig hjá okkur.
Lát það geisla í öllu
sem við gerum,
svo að við megum tigna þig
og tilbiðja
að eilífu.
Amen.

Gleðileg jól!

« Fyrri færslur ·

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli