árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Gengisfelling vináttunnar

13.59 26/3/07 + 6 ath.

Orðið „Íslandsvinur“ heyrist reglulega í fjölmiðlum. Iðulega er það notað um frægt fólk sem kemur til Íslands til að koma fram. Sumir af þessum gestum taka einhvers konar ástfóstri við land og þjóð og koma aftur og aftur, aðrir koma bara einu sinni. Nýjasti „Íslandsvinurinn“ er líklega söngvarinn Elton John sem kom hingað á dögunum til að syngja í afmæli. Hann staldraði stutt við.

Áfram…

Marsaðar súkkulaðibitakökur

19.55 24/3/07 + 2 ath.

Fyrir margt löngu keypti ég sænsku matreiðslubókina Kyrkkaffe. Í dag tókum við Guðrún María okkur til og bökuðum eina smákökutegund eftir uppskrift úr bókinni. Ég veit að meðal lesenda þessa annáls leynast bæði matmenn og sælkerar* og því langar mig að miðla uppskriftinni með ykkur. Hún er örlítið breytt frá bókinni.
Áfram…

ÞrælaBretland

16.43 19/3/07 - 0 ath.

Á vef BBC er nú hægt að skoða myndir og lesa myndatexta frá ljósmyndasýningunni Slave Britain sem nú stendur yfir í St. Paul’s dómkirkjunni í London. Sýningin var sett upp í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá lagasetningu sem bannaði verslun með þræla í Bretlandi. Á henni er kastljósinu beint að nútíma þrælahaldi, s.s. mansali. Myndirnar áhrifaríkar og vekjandi, eins og vera ber!

Leitar þú á réttum stað?

10.14 19/3/07 - 0 ath.

Fyrir nokkrum árum stóð sænska kirkjan fyrir auglýsingaherferð sem hafði yfirskriftina „Letar du på rätt ställe“ – Leitar þú á réttum stað? Ég nefndi hana við nokkra guðfræðistúdenta á dögunum í áhugaverðri samræðu um kirkju og samtíma. Hægt er að nálgast örlitlar upplýsingar um herferðina á vef sænsku kirkjunnar, m.a. má skoða og hlusta á auglýsingar.

Laugardagslestur

10.30 17/3/07 + 2 ath.

  • Kaffihúsið er skrifstofa nútíma hirðingjanna í San Francisco og þar sitja þeir með kaffibollann, fartölvuna og farsímann. Þarf eitthvað meira? Eru svona hirðingjar algengir á Íslandi?
  • „Allir hagnast nema bóndinn …“ segir Lýdía Geirsdóttir sem er nýkomin heim eftir þriggja vikna ferðalag um Úganda, Malaví og Mósambík þar sem Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir verkefnum.
  • Þorkell spyr hvort einföld heimsmynd sé hættuleg og tekur nokkur dæmi af slíku. Áhugaverð umræða hefur spunnist út frá færslunni sem full ástæða er til að taka þátt í.
Auglýsingar, gildismat og ímynd kvenna

19.54 10/3/07 + 3 ath.

Heimildarmyndin Killing Us Softly 3: Advertising’s Image of Women eftir Jean Kilbourne fjallar um ímynd kvenna í auglýsingum. Í myndinni ræðir Kilbourne um konur í auglýsingum. Hún sýnir fjölmörg dæmi, úr prentmiðlum og sjónvarpi, um það hvernig konur og kvenlíkaminn (eða einstakir hlutar hans) eru notaðir til að selja ólíklegustu vörur. Hún ræðir einnig um áhrif auglýsinga á sjálfsmynd kvenna, svo eitthvað sé nefnt.

Áfram…

Salibuna

19.15 27/2/07 + 2 ath.

Test site

Carsten Höller er sjöundi listamaðurinn sem sýnir í Túrbínurýminu í Tate Modern safninu (þar sem Ólafur Elíasson gerði garðinn frægan um árið). Við Örvar heimsóttum það á dögunum og gátum ekki setið á okkur að fara eins og eina salibunu í rennibrautunum sem Höller hefur sett upp.

Garðahverfi og Malawi

07.36 19/2/07 + 2 ath.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur lagt áherslu á sanngjörn viðskipti (fair trade) upp á síðkastið. Í tilefni af því höfum við birt nokkra pistla á trú.is. Sá nýjasti er eftir Bernharð Guðmundsson sem ber saman búskap afa síns í Garðahverfi og bænda í Malawi:

Mikið þróunarstarf hefur verið unnið í löndunum í suðri. Vatnsveitur, tækniþekking og margskonar starfsþjálfun hefur eflt landbúnað, smáiðnað og fiskveiðar. Margskonar afurðir eru framleiddar þar enda veðurfar víða mjög hagstætt og launakostnaður í lágmarki.

En það hefur oft láðst að vinna þróunarsstarfið til enda, sem sé að skapa leiðir til þess að koma afurðunum á markað við mannsæmandi verði.

Þessvegna hafa stórfyrirtæki getað tekið bændur þar syðra í einskonar gislingu. Þau lána gjarnan fé til þess að koma framleiðslunni af stað og sitja síðan ein að markaðsmálunum og bjóða oft svo lágt verð fyrir hana að ekkert svigrúm er til þess fyrir framleiðendur að ná fjárhagslegu sjálfstæði. Þarna skapast nútíma þrælahald.

Vegna ráðstefnu klámframleiðenda …

10.25 18/2/07 - 0 ath.

Þjóðkirkjan og Prestafélag Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu framleiðenda klámefnis:

Biskup Íslands og formaður Prestafélags Íslands harma það að stór hópur klámframleiðanda hyggist koma hingað til lands í tengslum við vinnu sína og halda fund eða ráðstefnu. Klám gengur í berhögg við kristinn mannskilning. Því fylgir alltaf lítilsvirðing á manneskjunni en klámiðnaðinum getur einnig fylgt ýmis nauðung, mansal og misnotkun á börnum.

Fartölvur og framhaldsskólar …

09.13 17/2/07 + 7 ath.

Jóhanna Magnúsardóttir spyr hvort fartölvur í framhaldsskólum séu mistök. Hún segir meðal annars:

Framhaldsskólanemar flykkjast með tölvunar sínar í skólann “til að glósa” eða hitt þó heldur. Reynslan er sú að 90% af nemendum eru á msn, MySpace, bloggi eða í tölvuleikjum í skólanum meðan þeir eiga að vera að hlusta á kennarann.

Ég velti fyrir mér í þessu sambandi hvort séu fartölvurnar sem slíkar eða netnotkun nemenda? Ég man eftir nemendum fyrir tíð þráðlausu tenginganna sem glósuðu hratt á tölvurnar og af mikilli list og stóðu sig vel.

Ein spurning sem kviknar í þessu samband er hversu mikið er fjallað um tölvunotkun og tölvufíkn á vettvangi framhaldsskólans? Hvaða leiðsögn fá nemendur um þessar víðu lendur? Þekkir einhver til þess?

Garrison Keillor

00.35 17/2/07 - 0 ath.

Garrison Keillor er maðurinn á bak við útvarpsþáttinn A Prairie Home Companion (sem fjallað er um í samnefndri kvikmynd sem Robert Altman leikstýrði). Í kvöld komst ég að því að hægt er að nálgast upptökur af þáttum með Keillor á vefnum (og gerast áskrifandi að þeim í iTunes). Hann hefur ótrúlega fína útvarpsrödd og góða nærveru, sem skilar sér vel í útvarpi og ekki síður í kvikmyndinni.

Hnetusmjör og salmonella

19.07 15/2/07 + 5 ath.

Á mbl.is í dag er greint frá innköllun á hnetusmjöri vegna salmonelluhættu. Það er gott að blaðið greini frá slíkum fréttum, en í svona tilvikum mætti nú leggja aðeins meiri vinnu í fréttina. Nokkrum spurningum er ósvarað, til dæmis þessum:

  1. Hvar finnur neytandinn framleiðslunúmer vörunnar? (Hér hefði verið gott að birta mynd af hnetusmjörinu sem sýndi framleiðslunúmerið)
  2. Hvert á neytandinn að sækja bætur vegna hinnar innkölluðu vöru?

Áfram…

Réttlætisrósir

21.59 14/2/07 - 0 ath.

Á vef sænsku kirkjunnar er greint frá því að ICA verslanirnar í Svíþjóð selji réttlætisrósir á Valentínusardegi. Fyrirtækið kaupir inn rósir frá framleiðendum í Kenýa og greiðir sanngjarnt verð fyrir. Peningarnir eru svo nýttir til að grafa vatnsbrunna, kaupa bækur og húsgögn í skóla og til að veita vaxtalaus námslán. Upp á síðkastið hefur Hjálparstarf kirkjunnar unnið að kynningu á réttlátum viðskiptum, en nú eru í boði 30-40 vörutegundir í verslunum Nóatúns. Hvort rósir eru þar á meðal er mér ekki kunnugt um, en ef svo er ekki þá er kannski sóknarfæri á næsta Valentínusardegi ;)

Bloggspjall I: Pétur Björgvin Þorsteinsson

18.28 13/2/07 + 3 ath.

Við Pétur Björgvin settumst aðeins niður í dag og spjölluðum saman um annála og blogg. Í samræmi við nýbreytni í margmiðlun hér á annálnum er samtalið nú gert aðgengilegt á mp3-sniði. Við ræðum meðal annars um annálaritun Péturs, bloggsamfélagið á Íslandi og kirkjublogg. Njótið.

Lyklaborð, mýs eða fingur

23.47 10/2/07 - 0 ath.

Viðmót hins nýja iPhone síma frá Apple er byltingarkennt, þar eru fingurnir notaðir í stað hnappaborðs, lyklaborðs eða músar. Á Mac DevCenter getur nú að líta stutt myndband sem sýnir hvernig slíkt viðmót gæti litið út í örlítið stærra samhengi … (vísun frá patrickrhone)

FÍB og flugvallarskattarnir

19.34 8/2/07 + 2 ath.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur neytendavaktina og vekur athygli á háum flugvallarsköttum og -gjöldum hjá Icelandair og Iceland Express:

Skattar og gjöld á flugferðir hafa ekkert breyst hjá Icelandair og Iceland Express á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá því FÍB blaðið vakti athygli á grunsamlega samstilltri verðlagningu þeirra. Einkum vakti FÍB athygli á því að flugfélögin taka tvöfalt til þrefalt hærri upphæðir í skatta og gjöld en þau raunverulega skila til flugvalla og yfirvalda.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldi þessa máls.

Fæðingarorlofsgreiðslur

17.09 7/2/07 - 0 ath.

Það er ánægjulegt að félagsmálaráðherra hafi tekið af öll tvímæli varðandi greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, eins og kemur fram í frétt á Vísi í dag:

Hætt hefur verið að miða við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi þegar næsta barn fæðist innan þriggja ára en Umboðsmaður alþingis telur það ekki samræmast lögum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður útfært, t.d. gagnvart þeim konum (og körlum) sem kjósa að lengja fæðingarorlof sitt með því að taka það í skertu hlutfalli. Mun það jafnframt þýða skert orlof með öðru eða þriðja barni? Hver eru annars rökin fyrir því að miða við meðaltekjur síðustu tveggja ára?

Ekki vinna frameftir

15.28 5/2/07 - 0 ath.

Á Open Loops blogginu er mælt með því að í stað þess að vinna frameftir nýtum við upphaf dagsins betur. Bloggarinn vísar meðal annars til starfshátta forstjóra stórfyrirtækja, en lausleg könnun leiddi í ljós að margir þeirra leggja áherslu á að nýta árdegið vel. Lausnarorðið er þannig: Vakna fyrr, vinna betur og njóta samvista við fjölskylduna í lok dags!

Auknar álögur …

12.55 4/2/07 - 0 ath.

Unnið er að smíði á frumvörpum sem kveða á um auknar álögur á fólk sem hefur aðeins fjármagnstekjur. Nánar tiltekið verður þeim gert að greiða nefskatt vegna Rúv og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Þegar ég las fréttina varð mér hugsað til umræðu í Kastljósinu um daginn þar sem Karl Th. Birgisson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson komu inn á þessi mál.

Þar voru m.a. reifuð þau rök að ef þessi hópur væri neyddur til að greiða hærri skatta gæti sú staða komið upp að þau flyttu úr landi með allt sitt fé – og þá yrði ríkissjóður af miklum tekjum (rökin eru eflaust flóknari, en þessi einfaldaða útgáfa dugar að sinni).

Skatttekjur eru nýttar til að standa straum af kostnaði við samneyslu. Hún fer fram á vettvangi ríkis og sveitarfélaga. Fjármagnstekjuskatturinn rennur aftur á móti einungis til ríkisins og sveitarfélög fá ekkert í sinn hlut. Þar liggur ákveðinn vandi því sveitarfélögin veita fulla þjónustu hópi fólks sem greiðir ekkert útsvar.

Áfram…

Mýtur um þróunarlönd

15.50 3/2/07 - 0 ath.

Hans Rosling flutti á síðasta ári fyrirlestur á TED-ráðstefnunni þar sem hann fór í gegnum nokkrar goðsagnir um þróunarlöndin. Afar áhugavert.

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli