árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Hvað er í fyrsta sæti?

12.59 25/5/08 - 0 ath.

Úr pistli dagsins á trú.is:

Þarfir barnsins ættu ætíð að vera eitt hið mikilvægasta í öllu því sem gert er til að móta samfélag manna, lífshætti og umhverfi. Og ætti að skipta meginmáli í umhugsun okkar um fjölskyldulíf og heimili. [...] Hlustum á börnin, virðum þau, metum þau. Leitumst við að setja þau þar sem Guð ætlast til og Jesús minnir okkur á: Í öndvegi!

Þetta er ágæt áminning á Degi barnsins sem þarf í raun að vera sístæð.

Eurovision, bloggað í beinni

19.00 24/5/08 - 0 ath.

Þá eru nokkrar mínútur í að Eurovision hefjist. Við Guðrún María erum búin að koma okkur fyrir í sófanum og höfum hugsað okkur að færa til annáls helstu viðbrögð og upplifun af einstökum lögum. Við lofum ekki að við endumst allan alla söngvakeppnina, en hver veit …

Áfram…

Taminn eða villtur

14.43 5/4/08 - 0 ath.

„Er hann taminn, eða … er hann … villtur?“ spyr nornin í Skilaboðaskjóðunni Putta litla þegar hún hittir hann að næturlagi í skóginum. Mér varð af einhverjum ástæðum hugsað til þessa atriðis þegar ég kíkti á Fidelia’s Sisters bloggið í gær. Þar birtist í vikunni athyglisverð færsla þar sem MaryAnn McKibben Dana fjallar um tamningu: Taming the Busyness: Getting Organized and Staying That Way. Hún ræðir meðal annars um Getting Things Done aðferðafræði David Allen. Þetta er fróðleg lesning.

Samfélagið í tölum, tölurnar í samhengi

11.05 24/3/08 + 1 ath.

Neyslumyndir Christ Jordan eru magnaðar! Listamaðurinn segir sjálfur um myndirnar:

Each image portrays a specific quantity of something: fifteen million sheets of office paper (five minutes of paper use); 106,000 aluminum cans (thirty seconds of can consumption) and so on. My hope is that images representing these quantities might have a different effect than the raw numbers alone, such as we find daily in articles and books.

Viðtal Stephen Colbert við listamanninn varpar ágætu ljósi á verk hans (þeir eru með sýnidæmi), sjá einnig viðtal Rachel Ray og umfjöllun og viðtal Bill Moyers við listamanninn. Það síðastnefnda er ítarlegast og gefur áhugaverða mynd af því hvernig list hans þróaðist (og hver hugsunin á bak við það er).

(Vísun á myndirnar frá Jonny Baker, vísun á viðtölin af vef Jordan).

Gegn kynþáttamisrétti

21.25 19/3/08 + 2 ath.

Í gær vöktu nokkrir unglingar athygli gesta Smáralindarinnar á fordómum og kynþáttamisrétti. Uppákoman var hluti af viku gegn kynþáttamisrétti sem nú stendur yfir.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Á bolunum sem unglingarnir klæddust var spurt hvort við dæmum fólk eftir útlitinu og bent á að öll erum við eins inn við beinið. Þetta er gott og þarft framtak og mikilvægar spurningar sem mættum öll íhuga.

Ps. Adda Steina tók myndina hér að ofan og fleiri myndir í Smáralindinni.

Tveir

13.35 22/8/07 - 0 ath.

Þegar ég fór til Ungverjalands í júní vakti það athygli mína hversu mörgum lögreglubílum ég mætti á leiðinni út á flugvöll. Ef minnið er ekki að stríða mér þá voru þeir fimm eða sex. Ég hugsaði með mér á þessum tíma að þetta væri líklega besta leiðin til að draga úr hraða á þessari leið.

Raunin var önnur í morgun, bílarnir voru bara tveir (og annar þeirra var sýnilega við hraðamælingar). Hins vegar var búið að koma fyrir haganlegum hraðahindrunum á formi framkvæmda á þremur stöðum á leiðinni – og þá var hámarkshraðinn lækkaður, fyrst í 70 og svo í 50.

Það virkar líka.

iBíó

08.48 16/8/07 - 0 ath.

Ég er þessa stundina að prófa iMovie ‘08. Er spenntur að sjá hvernig það virkar til að klippa stuttmyndir, viðtöl
og fyrirlestra. Ég hef á tilfinningunni að þetta geti verið svolítið einfaldara en Final Cut.

BLT samloka …

22.04 13/6/07 - 0 ath.

Uppskrift að magnaðri BLT samloku. (vísun frá Megnut)

Netið og siðferði á nýjum tímum

00.01 28/5/07 - 0 ath.

Á miðvikudaginn kemur verður morgunverðarfundur um netið og siðferði í Neskirkju. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð um netið og siðferði. Þarna tala nokkrir fyrirlesarar sem hafa mjög mikla innsýn í þessi mál. Fréttatilkynningin fylgir hér að neðan og þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í umræðunni sem án efa verður mjög spennandi.

Áfram…

Hjólað á Laugaveginn

19.40 18/5/07 + 3 ath.

Það hefur verið mikið hjólastemning á Biskupsstofu upp á síðkastið. Við hjólum nefnilega – eða göngum – í vinnuna þessa dagana. Kristín Arnardóttir, liðsstjóri, heldur vel utan um hópinn og hvetur okkur áfram. Margir hafa keypt sér ný hjól, aðrir hafa smurt þau gömlu. Og allir taka þátt!

Við Adda Steina tókum Kristínu og nokkra öfluga hjólreiðamenn tali í dag. Afraksturinn má skoða á kirkjan.is eða hér á annálnum. Mér finnst þetta alveg frábært framtak hjá ÍSÍ og ég er viss um að þetta skilar heilmiklu. Og ef marka má fólkið á Biskupsstofu þá verður hjólað áfram í vinnuna þótt hinni formlegu keppni ljúki.

Kaupás innkallar barnamat

19.39 15/5/07 - 0 ath.

Kaupás hefur innkallað Organic Baby barnamat í glerkrukkum.

Kosningablogg og vefirnir og úrslitin

10.55 13/5/07 - 0 ath.

Ég verð að taka undir með Pétri Björgvini, það er eitthvað skrýtin forgangsröðun hjá blog.is á kosninganótt þar sem VIP-bloggarar prýða forsíðuna og lítið sem ekkert er talað um kosningar, en þeim mun meira um kosningadaginn. Vissulega er hægt að skruna aðeins niður og sjá þá að bloggsamfélagið er að ræða þessi mál af krafti. Mbl setti kosningarnar efst á forsíðu fréttavefsins – það hefði líka átt að gera á blogginu.

Annars fannst mér stóru vefirnir ekki vera að virka eins vel og ég hafði vonast til. Nema hvað beinu vefútsendingarnar virkuðu vel! Mér fannst vera ósamræmi milli talna á mbl og rúv/stöð 2 og þær bárust líka seint, ég komst ekki inn á kosningavefinn á Vísi og fann tölurnar ekki á Rúv. Ég held að Vísir og Rúv hefðu átt að fylgja fordæmi Mbl og taka forsíðuna undir kosningarnar í nótt. Það hefði líklega verið frábært.

Svo er auðvitað spennandi að sjá hvað gerist í dag og næstu daga. Stjórnin heldur velli vissulega velli, en hún er samt löskuð og spurning hvort menn vilja halda áfram við þessar aðstæður. Það er spurning hvort Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-Græn eða Samfylking ná saman. Svo er líka möguleiki að Reykjavíkurlistaflokkarnir gömlu freisti þess að ná saman. Við sjáum bara til …

Stjórnmálin

19.41 12/5/07 - 0 ath.

„Lýðræðisleg hugsun felur í sér að horfa yfir eigin mörk, hagsmuni og rétt og líta til heildarhagsmuna, hvort sem um er að ræða þjóð eða nærsamfélag. Með því að greiða atkvæði fæ ég tækifæri til að fela öðrum umboð og vald til að skipa málum samfélagsins til heilla fyrir heildina. “

Karl Sigurbjörnsson: Stjórnmálin

Endurvinnslutunnan

19.25 11/5/07 - 0 ath.

Pétur Björgvin bloggar um endurvinnslutunnu.

Kjörklefaheilræði

17.30 11/5/07 + 4 ath.

Halldór Reynisson tók saman pistil á dögunum um kristni og pólitík. Þar setur hann fram tíu kristin heilræði sem má hafa í huga í kjörklefanum. Annað heilræðið er þetta:

Guð kallar okkur til að lifa í samfélagi sem einkennist af friði og samvinnu: Við þörfnumst leiðtoga sem vilja byggja upp samfélög okkar og hindra ofbeldi.

Keilir

23.50 4/5/07 - 0 ath.

Við Haukur gengum á Keili í vikunni. Þar með er gönguvertíð sumarsins hafin.

SAMAN-hópurinn fær íslensku lýðheilsuverðlaunin

14.13 24/4/07 - 0 ath.

Það voru skemmtilegar fréttir sem blöstu við þegar ég opnaði Mbl hér á Húsavík eftir hádegið í dag: SAMAN-hópurinn fær íslensku lýðheilsuverðlaunin í ár. Ég hef kynnst starfi þeirra örlítið í gegnum aðild Þjóðkirkjunnar að hópnum. Þessi hópur er gott dæmi um samstarfsverkefni þar sem fjölmargir aðilar sem starfa  sama sviði sameina krafta sína. Auglýsingar hópsins eru að mínu mati vel heppnaðar og ég er viss um að þetta hefur skilað sér í auknu samstarfi þeirra aðila sem standa að hópnum.

Annars hefst prestastefna í dag og þar verður heilmikið um að vera, fylgist með á kirkjan.is.

Vistvæn Reykjavík

21.36 11/4/07 - 0 ath.

Það var gaman að lesa frétt um skrefin sem verða stigin í átt að vistvænni Reykjavík, einkum höfðaði þetta til mín:

Þá verður göngu- og hjólreiðastígum sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gönguleiðir skólabarna verða merktar og kynntar sérstaklega. [...] Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta.

Skyldi annars einhver flokkurinn setja vistvænar samgöngur á oddinn í kosningabaráttunni í vor?

Heimavinna og karlastreita

23.16 3/4/07 - 0 ath.

Í Kristeligt Dagblad er fjallað um sveigjanlegan vinnutíma og möguleikann sem felst í því að vinna heima. Þetta hefur haft margt jákvætt í för með sér, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Skv. nýlegri skýrslu sem fjallað er um í blaðinu er ein þó neikvæð hlið á þessu: Margir eiga erfitt með að gera skýr skil milli vinnu og heimilis. Þetta gildir einkum um karlmenn:

Mænd har vanskeligere end kvinder ved at tackle det, man kalder det grænseløse arbejde, som ikke defineres ud fra et bestemt antal arbejdstimer, men derimod af bestemte arbejdsopgaver. De sidder måske med et lederansvar, hvor de skal færdiggøre nogle projekter, uanset hvor lang tid det tager …

Það væri fróðlegt að vita hvernig þessi mál standa hérlendis.

Jæja …

19.20 30/3/07 - 0 ath.

Ég sá Króníkuna í fyrsta skipti um daginn. Í því tölublaði var fjallað um netsiði og -samskipti. Mér þótti blaðið það fróðlegt að ég hringdi næsta dag og gerðist áskrifandi. Tilboðið handa nýjum áskrifendum þann daginn hljóðaði upp á fría áskrift út marsmánuð. Nú hef ég fengið Króníkuna tvo fimmtudaga í röð og verið nokkuð ánægður. Og þar með lýkur þessari sögu því Króníkan er öll.

Ætli við þurfum þá ekki að sætta okkur við það að fá bara þrjú blöð að lesa á fimmtudagsmorgnum.

« Fyrri færslur ·

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli