árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Gran Torino og ofbeldið

19.56 11/1/09 + 10 ath.

Þorkell benti mér á kvikmyndina Gran Torino um daginn. Þetta er nýjasta mynd meistara Eastwood og Keli sagði hana vera afbragðs endurlausnarsögu sem ég þyrfti að kynna mér. Fyrr en síðar. Gareth Higgins fer líka fögrum orðum um myndina í bloggfærslu. Hann segir meðal annars:

This film knows that the future of humanity depends on people being able to live together in diversity, putting up with cultural difference, and defending vulnerable members of the community. But it also knows something that the Man with No Name and Dirty Harry didn’t: violence begets violence; and only non-violence is powerful enough to neutralise its opposite.

Tíu bestu bandarísku bíómyndirnar

22.49 5/1/09 - 0 ath.

Á vef NY Times er að finna lista yfir tíu bestu bandarísku bíómyndirnar. Á listanum má meðal annars finna meistaraverk eins og Sunset Boulevard og Vertigo og Double Indemnity.

Í Eikadal

15.28 3/5/08 - 0 ath.

In the Valley of Elah er nýjasta mynd Paul Haggis sem m.a. er þekktur fyrir kvikmyndirnar Crash og Million Dollar Baby. Myndin segir sögu Hank Deerfield sem grennslast fyrir um örlög sonar síns sem er hermaður og hefur nýverið snúið aftur frá Írak. Hans er saknað erfitt reynist að komast að því hvað hefur gerst. Með hlutverk Hank fer Tommy Lee Jones, en hitt aðalhlutverkið er í höndum Charlize Theron. Bæði leika þau vel.

Þetta er mögnuð mynd gefur innsýn í leit föður að syni sínum. Hún bregður upp mynd af sambandi föður og sonar og birtir okkur sára sorg og söknuð. Myndin spyr jafnframt spurninga um Íraksstríðið og áhrif þess á þjóð og menn. Síðarnefnda temað er meðal annars sýnt á táknrænan hátt í gegnum bandaríska fánann.

Áfram…

Hómer fylgist með

20.09 20/4/08 - 0 ath.

I'm watching you ...

Ég prédikaði í Árbæjarkirkju í morgun í tónlistarguðsþjónustu. Þar var sungin og leikin tónlist úr kvikmyndum og umfjöllunarefni prédikunarinnar voru trúarstef og kvikmyndir. Hómer Simpson, Mateo, Jesús frá Nasaret, Ramón Sampedro og heilagur andi komu við sögu. Yfir kaffisopa að guðsþjónustu lokinni hélt kvikmyndaspjallið áfram.

Þetta var skemmtilegt og ég vona að við getum endurtekið það.

Ps. Örvar mætti í messuna og hann tók þessa mynd af prédikaranum.

Abrams og kassi leyndardómanna

18.55 7/4/08 - 0 ath.

J. J. Abrams ræðir leyndardóma og sýnir kassa í TED-erindi. Um miðbik erindisins talar hann um merkingu kvikmynda og kemur m.a. inn á það hvað tilteknar myndir fjalla um að hans mati. Mér fannst þetta sumpart kallast á við hliðstæðurannsóknir okkar í Dec:

the idea of the mystery box meaning what you think you’re getting and then what you’re really getting. And it’s true in so many movies and stories. I mean, look at E.T. for example. E.T. is this, you know, unbelievable movie about an alien who, you know, meets a kid. Well, it’s not, E.T. is about divorce. E.T. is about a heartbroken divorce, a crippled family and ultimately this kid who can’t find his way.

Hann nefnir líka Die Hard (skilnaður), Jaws (karlmennska, sjálfsmynd). Hann segir í framhaldinu að þegar þetta sé kjarninn í myndinni hljóti óhjákvæmilega að koma upp vandamál þegar gerðar eru framhaldsmyndir þar sem áherslan er lögð á yfirborðið en ekki það sem býr undir niðri.

Kermode og sjóræningjarnir

10.48 7/4/08 - 0 ath.

Ég hlusta reglulega á kvikmyndaspjall Mark Kermode og Simon Mayo á BBC (sem er aðgengilegt á hlaðvarpi BBC). Þeir félagar senda líka frá sér myndbönd af umfjöllunum sem sum hver eru aðgengileg á YouTube. Til dæmis umfjöllunin um Karabísku sjóræningjana.

Sjá einnig YouTube-rás Kermode sjálfs.

Stutt

14.07 6/4/08 - 0 ath.

Innblásinn af Merlin og Paul ætla ég að gera smá-tilraun. Hún felst í því að skrifa stuttar umsagnir um nokkrar kvikmyndir. Hver þeirra verður á bilinu 6 orð til 140 stafir til 200 orð. Sennilega í styttri kantinum.

Stundum munu tvær umsagnir um sömu mynd rata á vefinn? Hvor er þá rétt? Kannski báðar. Kannski hvorug. Lesandinn dæmi fyrir sig. Njótið.

50 orð um The Ultimate Gift

14.00 6/4/08 - 0 ath.

Afi, sonarsonur, erfðaskrá. Tólf gjafir og tólf verkefni: Vinna, peningar, vinir, lærdómur, vandamál, fjölskylda, hlátur, draumar, gjafmildi, þakklæti, dagurinn fullkomni, ást. Vegferð til ábyrgðar, til lífs, til fyrirgefningar og uppgjörs við sorg, til kærleika og á endanum til hamingju. Gleðileg niðurstaða en ekki sársaukalaus. Aðeins of sykursæt fyrir minn smekk.

Adams æbler sýnd á RÚV

15.34 30/3/08 + 2 ath.

Danska kvikmyndin Adams æbler er á dagskrá Ríkissjónvarpsins kl. 21:05 í kvöld. Myndin segir nýnasistanum Adam sem lýkur fangelsisvist sinni með samfélagsþjónustu í litlum söfnuði. Þar hittir hann fyrir prestinn Ivan sem hefur óvenju jákvætt og sérstakt viðhorf til lífsins. Þetta er kolsvört gamanmynd um alvarleg efni sem geymir mikinn fjölda trúarstefja. Fyrir eða eftir áhorfið má lesa umfjöllun um myndina á vef Deus ex cinema.

Futurama og frelsið

11.34 30/3/08 - 0 ath.

Ég skrifaði stutta umfjöllun um Futurama þáttinn A Taste of Freedom á vef Deus ex cinema.

Rætt við Bergman á BBC

22.53 28/3/08 - 0 ath.

Fyrsti hluti viðtals (í sex hlutum) sem tekið var við Ingmar Bergman og sýnt á BBC.

Kermode og Mayo um kvikmyndir

08.29 24/3/08 - 0 ath.

Vikulegur kvikmyndaþáttur Mark Kermode og Simon Mayo er alveg hreint ágætur.  Hann er líka aðgengilegur í hlaðvarpi BBC (ég sæki hann þangað).

Píslarsaga BBC

18.06 16/3/08 - 0 ath.

Fyrsti hluti The Passion verður sýndur á BBC 1 í kvöld. Stiklan er aðgengileg á YouTube:

(Vísun frá Mark Goodacre.)

Sem á himni, Ár úlfsins

08.24 12/3/08 + 2 ath.

Það er spennandi Fjalakattarhelgi framundan. Sænska myndin Sem á himni – Så som i himmelen eftir Kay Pollack verður sýnd á sunnudag og mánudag og finnska Ár úlfsins – Suden vuosi verður sýnd á mánudaginn. Hvort tveggja áhugaverðar myndir.

Ég hef séð Sem á himni nokkrum sinnum og hrifist af henni. Þetta er fallega saga um samfélag sem gengur í sig sjálft og gengur í gegnum verulegar breytingar. Hættir að vera lokað og meðvirkt — verður opið og stendur vörð um lítilmagnann. Um leið er dregin upp mynd af tvenns konar samfélag, kannski tvenns konar kirkju.

Tónlistin spilar þar stórt hlutverk í myndinni, þar með talið Söngur Gabrielle sem má líta hér að ofan (meðan myndbandið er á YouTube). Myndin greinir annars frá hljómsveitarstjóra sem snýr aftur í heimabæ sinn eftir áfall. Hann var lagður í einelti fyrir margt löngu og ofbeldismaðurinn er þarna enn, en hann þekkir þó ekki fórnarlambið sem skipti um nafn í millitíðinni. Hann hefur kannski fyrir löngu gleymt fyrri ofbeldisverkum og fórnarlömbum, en heldur þó upptekinni iðju.

Þetta er mögnuð mynd sem hrærir áhorfandann og hreyfir við honum. Það er full ástæða til að njóta hennar á stóru tjaldi og ég get því heilshugar mælt með Fjalakattarferð um helgina!

Babetta, fræðin og bragðlaukarnir

19.50 7/3/08 + 9 ath.

Gestaboð Babettu er mynd sem margir meðlimir Deus ex cinema hafa í hávegum. Ég er einn þeirra. Mér þótti því fróðlegt að lesa skrif Söru Vaux í greininni Letters on Better Movies sem birtist í greinasafninu Reframing Theology and Film. Vaux skrifar meðal annars:

„If I were to list all possible approaches to the field of religion/theology and film, we only would need to  examine the ways that Babette’s Feast has been analyzed since its appearance in 1987. It has been explored in the context of liturgical drama, feminist theology, biblical exposition, liberation theology, vocation and redemption, the multiple manifestations of love, the history of the Danish church, and political cinema.

Hún er líka áhugaverð sem prestamynd. Vaux bætir svo við:

It is the ultimate food movie, combining meal and message, its lush representations of the sensual pleasures of food preparation and consumption recalling the common meals of the early church. “Meal” suggests the meals of heaven: the drama of the Mass, the Seder, the meals of Ramadan, the hospitality of the Sikhs, and Abraham’s gracious welcoming of the three strangers in Genesis 18. Even for spectators who are not used to thinking in biblical or early church history terms, it far outclasses Tampopo, Eat Drink Man Woman, Like Water for Chocolate, and Lasse Hallström’s Chocolat for the sumpreme visual culinary feast.“ (bls. 91)

Þetta er svo sannarlega raunin. Enginn skyldi horfa á Gestaboð Babettu á fastandi maga ;)

10 uppáhaldsmyndir Chattaway

20.04 1/3/08 - 0 ath.

Peter Chattaway velur 10 uppáhaldsmyndir frá 2007.

The Passion – ný sjónvarpsmynd

12.58 1/3/08 - 0 ath.

The Passion er ný sjónvarpsmynd sem verður sýnd á BBC í apríl. Á vef BBC má nálgast fréttapakka (e. press kit) um myndina sem geymir meðal annars viðtöl við framleiðanda, leikstjóra og ráðgjafa sem komu að gerð myndarinnar.

Framúrskarandi kvikmyndataka

14.13 23/2/08 - 0 ath.

Tíu flottir myndrammar í tíu kvikmyndum þar sem kvikmyndatakan var framúrskarandi, fyrsti og annar hluti. Ég myndi vilja bæta myndinni 4 mánuðir, 3 vikur, 2 dagar á þennan lista. Hún skaraði fram úr af þeim myndum sem ég sá á síðasta ári. (Vísun frá Kottke)

Obama, Santos

16.22 21/2/08 - 0 ath.

Áhugafólki um Vesturálmuna gæti þótt forvitnilegt að persóna Matt Santos (sem er forsetaframbjóðandi og síðar forseti undir lok þáttanna) byggir að einhverju leyti á Barack Obama, sem þá var ungur pólitíkus í Illinois. (Vísun frá David Weinberger).

Vilja Íslendingar hlé í bíó?

08.20 21/2/08 + 5 ath.

„Kannanir sýna að Íslendingar vilja hlé,“ segir Ingi Úlfar Helgason hjá Samfilm í viðtali við Ásgeir H. Ingólfsson í Morgunblaðinu í dag. Þessar kannanir hafa greinilega farið fram hjá mér og því skal hér efnt til óformlegrar og óvísindalegrar könnunar. Spurt er: Viltu hafa hlé á bíósýningum?

« Fyrri færslur ·

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli