árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
The Passion – ný sjónvarpsmynd

12.58 1/3/08 - 0 ath.

The Passion er ný sjónvarpsmynd sem verður sýnd á BBC í apríl. Á vef BBC má nálgast fréttapakka (e. press kit) um myndina sem geymir meðal annars viðtöl við framleiðanda, leikstjóra og ráðgjafa sem komu að gerð myndarinnar.

Píslarsaga Krists

12.56 1/3/08 - 0 ath.

Á BBC er fjallað ítarlega um píslarsöguna.

Trú, guðleysi, kærleikur

13.52 23/2/08 - 0 ath.

Gunnar Jóhannesson fjallar um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar sem er oft tæpt á í neikvæðri umræðu um kristna trú.

Undirlíf og undirdjúp og Tillich og Jantzen og Keller

17.49 20/2/08 - 0 ath.

Sigríður Guðmarsdóttir, prestur og lektor í guðfræði flytur fyrirlestur um undirlíf og undirdjúp í verkum Paul Tillich, Grace Jantzen og Catherine Keller á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum morgun.

Guðfræðigróska

22.11 18/2/08 + 2 ath.

Það er heilmikil gróska í útgáfu guðfræðirita um þessar mundir. Á skrifborðinu mínu eru meðal annars þrjú ný tímarit um guðfræði: Orðið, Glíman og Ritröð Guðfræðistofnunar. Ritin þrjú geyma áhugaverðar greinar og bera fjölbreyttum guðfræðirannsóknum vitni. Tökum nokkur dæmi:

Orðið geymir greinar um gamlatestamentisfræði í upphafi 21. aldar, ríki og kirkju í Evrópu, spekina og viskuna og Jakobsbréfið, nokkrar prédikanir, ferðasögur og ljóð. Í Glímunni eru fimm greinar sem nálgast spurninguna „Hvað er trú?“ úr ólíkum áttum og þar er líka að finna einsögugrein og þýðingu á riti eftir Melankton og viðtal við Auði Eir og ritdómafjöld. Í Ritröð Guðfræðistofnunar er fyrirlesturinn The Crucified God – A modern Theology of the Cross sem Jürgen Moltmann flutti í hátíðarsalnum síðasta sumar, grein eftir Gunnar Kristjánsson um vonina í guðfræði Moltmann og margt fleira áhugavert.

Þegar manni berst góðgæti af þessu tagi þarf að skapa rými til lesturs. Ég ætla að freista þess að gera það með því að leggja minni áherslu á annálinn sem samskiptavettvang, en meiri áherslu á hann sem vettvang til miðlunar. Það er kannski ágætis tilbreyting á föstu.

Uppfært 19/2
Bætti við feitletrun, þar sem þetta virðist ekki alveg hafa komist til skila ;)

Trú og vantrú og félagsfræði

10.15 18/2/08 - 0 ath.

Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og doktorsnemi í trúarbragðafræðum flytur erindi í dag um skilgreiningar trúarbragðafélagsfræðinnar á hugtakinu trú (religion) og ólíkar félagslegar birtingarmyndir trúar og trúarhópa. Erindið verður haldið í stofu A 207 í Aðalbyggingu HÍ og hefst kl. 12.

Highton og Guðsórarnir

14.59 17/2/08 + 14 ath.

Mike Highton tileiknar Guðsórum Richard Dawkins færsluflokk á blogginu sínu.

Jóhanna, prestar og Dómkirkjubíó

18.13 11/2/08 - 0 ath.

Tilvist, trú og tilgangur

17.43 11/2/08 - 0 ath.

Tilvist, trú og tilgangur er nýjasta bók Sigurjóns Árna og sú fjórða eftir hann sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Ég fékk eintak í síðustu viku og er byrjaður
að glugga aðeins í bókina. Stefni að því að færa meira til annáls um hana og taka viðtal við Sigurjón fyrr en síðar.

Rowan Williams og Sharia

17.42 11/2/08 - 0 ath.

Mike Highton (sem skrifaði bók um guðfræði Rowan Williams) bloggar á goringe.net. Ein af nýjustu færslunum hans hefur yfirskriftina Rowan Williams and Sharia: A Guide for the Perplexed. Tilefnið er umræðan (eða kannski upphlaupið) í kjölfar fyrirlesturs Williams ‘Civil and Religious Law in England‘.

Lóðrétt, lárétt, Um holdgun Orðsins

13.06 10/2/08 - 0 ath.

Í Lóðrétt eða lárétt í síðustu viku ræddu Kristinn Ólason og Einar Sigurbjörnsson og Ævar Kjartansson um ritið Um holdgun Orðsins eftir Aþanasíus. Ritið kom nýlega út sem Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Hægt er að hlusta á viðtalið á vefnum eða gerast áskrifandi að hlaðvarpi þáttarins.

Pelikan og þörfin fyrir játningar

09.04 17/1/08 + 4 ath.

Krista Tippett ræddi um trúarjátningar við Jaroslav Pelikan í útvarpsþættinum Speaking of Faith. Pelikan er einn af helstu kenningasagnfræðingum síðustu aldar. Hann er höfundur The Christian Tradition, fimm binda kenningasögu, sem hefur að geyma afar gott yfirlit. Hann sendi líka frá sér heilmikinn doðrant um játningar ásamt stóru safni trúarjátninga.

Höfundar guðspjallanna

18.03 7/1/08 + 2 ath.

Mark Goodacre vísar á hluta úr sjónvarpsþætti sem fjallar um uppruna Biblíunnar. Þátturinn heitir Who Wrote the Bible? Hér fjallar Goodacre um höfunda guðspjallanna.

Snert á trú.is

18.13 22/11/07 - 0 ath.

Trú.is á iPod Touch

Ps. Myndin sýnir svar Jóns Ásgeirs við spurningu um spekiritin í Biblíunni á iPod Touch. Annað nýlegt svar á trú.is er eftir Bjarna Randver við spurningu um hvað felist í því að vera kristinn. Ég mæli með báðum svörum. Þau eru fræðandi og höfundarnir afbragðs fræðimenn.

Bláa tunnu, já takk

21.10 18/11/07 - 0 ath.

Bláa tunnu? Já, takk!

Framtíð NT Gateway

11.04 17/11/07 - 0 ath.

Mark Goodacre ræðir um framtíð New Testament Gateway í nokkrum bloggfærslum. Goodacre er öflugur guðfræðibloggari sem ég les reglulega og NT Gateway er að mörgu leyti áhugaverður vefur.

Kantzer fyrirlestrar John Webster

13.32 15/11/07 - 0 ath.

Á vef Henry Center er hægt að nálgast upptökur af Kantzer fyrirlestrum John Webster. Umfjöllunarefnið er: Perfection and Presence: God with Us According to the Christian Confession. Nánar má fræðast um Kantzer fyrirlestrana á sama vef.  (Vísun frá Andy Goodliff)

Mörgum finnst erfitt …

18.30 2/11/07 + 4 ath.

Hér á annálnum hefur spunnist svolítil umræða í framhaldi af vísun minni á pistil Gunnlaugs um menningaráhrif Biblíunnar. Í færslunni vitnaði ég til orða Gunnlaugs um að Biblían lifi góðu lífi í menningunni. Hann kemur inn á fleira í pistlinum, m.a. lestur Biblíunnar:

Mörgum fer svo að honum finnst erfitt að hefja lestur Biblíunnar vegna stærðar hennar og hversu margbreytilegt efni hennar er og víst er það ótrúlega fjölbreytilegt, spannar nánast öll svið mannlífsins.

Gagnvart þeim er þannig hugsa má benda á að í hinni nýju Biblíu er að finna inngangsorð við öll rit Biblíunnar þar sem megineinkennum og boðskap viðkomandi rits er lýst. Það hjálpar mjög við lesturinn.

Ég hlakka til að skoða þessi inngangsorð, þau kallast kannski að einhverju leyti á við formála Lúthers að Biblíunni.

Ps. Pistil Gunnlaugs má einnig lesa á annálnum hans.

Kennivald ritningarinnar

20.26 24/10/07 - 0 ath.

Dennis Bielfeldt bloggar um kennivald.

Hvers vegna einkasonur?

13.04 24/10/07 + 1 ath.

Eitt af því sem hefur heyrst í umræðunni um nýju Biblíuþýðinguna er gagnrýni á þýðingu Jh 3.16. Þar stóð í Biblíunni 1981:

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Í nýju þýðingunni segir:

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Hér kemur orðið einkasonur í stað orðsins eingetinn. Einar Sigurbjörnsson skýrir breytinguna í svari á trú.is.

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli