árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur
Nýguðleysi?

17.58 30/6/08 - 0 ath.

Í greininni It’s About Time. Reflections on a Theology of Rest vitnar Darby Kathleen Ray í bókina Selling Spirituality þar sem þessi orð er að finna:

In the brave new world of the twenty-first century those perspectives that are classified as ‘religious’ in the modern consciousness provide the best hope we have as philosophical, social and cultural resources for this struggle … What a sumpreme irony indeed if we come to realize that the significance of Nietzsche and Marx’s critique of the ‘opiate of the masses’ is that it is the religions themselves that provide the best hope for humanity in challenging the God of Money and providing the basic foundations on which to build alternative ideologies to the dominant religion of the early twenty-first century—corporate capitalism.

Það var og.

Réttindi, skyldur, þjónusta og/eða gæska

22.39 30/4/08 - 0 ath.

Ég prédikaði í árdegismessu í Hallgrímskirkju. Hægt er að lesa hana í Postillunni á trú.is (reyndar er líka hægt að hlusta á hana – nú eða gera hvort tveggja). Hún er svolítið innblásin af málþingi sem Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hélt á mánudaginn var. Þar var fjallað um mannréttindi í fjórum erindum. Ég heyrði þrjú þeirra sem öll voru afar fróðleg. Ætli þetta geti ekki talist mitt innlegg í þá umræðu.

Bonhoeffer skv. Dobmeier

20.12 16/4/08 - 0 ath.

Við ætlum að skoða heimildarmyndina Bonhoeffer: Pastor, Pacifist, Nazi Resister í kvöld. Þetta er mögnuð mynd sem er gerð af Martin Dobmeier sem dregur upp góða mynd af lífi og starfi þýska guðfræðingsins Dietrich Bonhoeffer. Hann var einn þeirra guðfræðinga sem börðust gegn nasismanum og Adolf Hitler. Hann tók líka þátt í áætlun um að ráða Hitler af dögum. Fyrir vikið var hann handtekinn og dvaldi lengi í fangabúðum. Hann var tekinn af lífi stuttu fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

Highton og fjórði kaflinn

08.28 7/4/08 - 0 ath.

Mike Highton fjallar um fjórða kaflann í Guðsblekkingunni. Mér fannst þetta fróðlegt.

Niebuhr og Obama

20.49 6/4/08 - 0 ath.

Reinhold Niebuhr sem kenndi m.a. við Union Theological Seminary í New York er uppáhalds guðfræðingur Obama, skv. Chris Scharen. Í viðtali við blaðamann New York Times (sem Scharen vitnar til) sagði Obama m.a. um Niebuhr:

I take away the compelling idea that there’s serious evil in the world, and hardship and pain. And we should be humble and modest in our belief we can eliminate those things. But we shouldn’t use that as an excuse for cynicism and inaction. I take away the sense we have to make these efforts knowing they are hard, and not swinging from naïve idealism to bitter realism.

(vísun frá C. Peterson)

The Atonement Debate – ný bók

12.05 6/4/08 - 0 ath.

The Atonement Debate heitir ný bók sem geymir erindi um friðþæginguna sem flutt voru á málþingi sem London School of Theology hélt árið 2005. Þarna er fjöldi af áhugaverðum erindum sem ættu að geta gefið innsýn í það hvernig fjalla má um friðþægingu í samtímanum. (Vísun frá Andy Goodliff)

Foreldri, uppeldi, trú

09.38 5/4/08 + 6 ath.

Nýjasti Speaking of Faith þátturinn fjallar um foreldri og uppeldi og trú. Áhugafólk um guðfræði og trúmál ætti auðvitað að vera í áskrift að hlaðvarpi Speaking of Faith (það kostar ekkert, en gefur heilmikið).

Biblían í Futurama og Simpsons

08.23 3/4/08 - 0 ath.

Ekki missa af Biblíunni og bíómyndunum sem verða á dagskrá í Seltjarnarneskirkju í kvöld.

Hinn sögulegi Jesús og Jesús guðfæðinnar

16.45 29/3/08 + 2 ath.

Á vef Duke Divinity School og í iTunes University er hægt að nálgast upptökur af Kenneth W. Clark fyrirlestrum ársins. Fyrirlesarinn heitir Dale C. Allison Jr. og umfjöllunarefnið er spennandi: The Historical Jesus and the Theological Jesus.

Prestar, prédikun, klúbbur

16.40 28/3/08 + 10 ath.

Prédikunarklúbbur

Alla þriðjudaga hittast prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra til að ræða um prédikunina. Ég átti þess kost að vera með þeim í kyrruviku og tók þátt í skemmtilegum umræðum um prédikunartexta föstudagsins langa. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur leiddi umræðuna og fræddi okkur um fórnarskilning í gegnum söguna. Afrakstur þanka hans má lesa í afbragðs prédikun sem flutt var á föstudaginn langa í Grafarvogskirkju. Hún hefur yfirskriftina Kross Krists og fórnin.

Myndin sýnir Sigurjón Árna og Gísla Jónasson, prófast.

Fórn Abrahams

09.46 27/3/08 - 0 ath.

„Fáar frásögur ritningarinnar valda mönnum jafn miklum erfiðleikum og sagan af fórn Abrahams. Í henni er sagt frá því þegar Guð krefst þess af Abraham að hann fórni syni sínum sem tákni um hlýðni við sig! Þetta finnst okkur ekki einungis fáránlegt, heldur enn eitt dæmi um hve litla samleið Guð Gamla testamentisins á með Guði Nýja testamentisins eða Guði föður sem Jesús opinberaði.“ — Sigurjón Árni Eyjólfsson

Guðfræðiiðkun og guðfræðimótun

08.32 25/3/08 - 0 ath.

Andy Goodliff bloggar um og mælir með bókinni Shaping a Theological Mind. Hún geymir umfjöllun nokkurra þekktra guðfræðinga um það hvernig þeir nálgast iðkun guðfræðinnar og hvað hefur mótað guðfræði þeirra.

Kirkjan og dauðinn (og páskarnir)

23.14 23/3/08 - 0 ath.

Dauðinn var eitt megintemað í páskaprédikun Rowan Williams, erkibiskups af Kantaraborg. Hann sagði meðal annars:

The vital significance of the Church in this society, in any human society, is its twofold challenge – first, challenging human reluctance to accept death, and then challenging any human acceptance of death without hope, of death as the end of all meaning. Death is real; death is overcome.

Lúther leiðinlegi

14.52 20/3/08 + 8 ath.

Í bókinni Martin Luther, människohjärtat och Bibeln fjallar Birgit Stolt um mynd fólks af Lúther, einkum þá sem má finna meðal Svía. Hún bendir á að ranga mynd af Lúther megi m.a. rekja til útgáfu Johannesar Aurifaber á Borðræðunum þar sem hann „ritskoðaði“ sumar yrðingar siðbótarmannsins og gerði þær all frómari en var raunin. Tökum dæmi (lauslega þýtt úr sænsku, inntakið heldur sér):

Útgáfa Aurifaber (sem hann þýddi og umorðaði úr latínu):

Ef einhver er þjakaður af sorg eða efa þá skal hann fyrst leita huggunar í Orði Guðs; svo skal hann eta og drekka og leita eftir félagsskap og samtali við kristna menn sem óttast Guð. Þá verður allt betra.

Texti Lúthers (sem Stolt þýddi beint úr latínu):

Þegar þú ert dapur eða efast eða ert plagaður að öðru leyti skaltu eta og drekka og leita eftir félagskap annarra. Ef þú getur glatt þig með því að hugsa um stúlkur skaltu gera það.

Stolt segir mörg fleiri dæmi um svona úrvinnslu og alltaf finnum við sömu áherslu: Það er tilhneiging til að draga úr lífsgleðinni, en leggja áherslu á meinlæti og frómlegheit. (Stolt, bls. 25).

Baltasar um orðin sjö

08.00 19/3/08 - 0 ath.

Baltasar Semper segir frá myndverkinu Sjö orð Krists á krossinum sem hann sýnir í Hallgrímskirkju. Þetta eru magnaðar myndir sem mynda saman kross sem stendur aftan við altari kirkjunnar.

Krossinn og kyrravika

20.00 18/3/08 - 0 ath.

Það er ekkert stærra tákn þessara daga en krossinn segir Kristján Valur í stuttu viðtali.

„Þjáningin grípur augað …“

20.53 11/3/08 - 0 ath.

Er ímynd deyjandi manns á krossi vænlegt vörumerki? Hvaða upplifun höfum við af þjáningu í samtímanum? Gunnar Kristjánsson fjallar um þjáninguna og ræðir þekkta krossfestingarmynd eftir Matthías Grünewald í pistli á trú.is:

Þjáningin grípur augað. Slys á vegum, ofbeldi um miðja nótt, unglingar á misheppnuðum uppeldisstofnunum, náttúruhamfarir, hryðjuverk og sjúkdómar, hungruð börn í sjónvarpsfréttum: sársaukinn lætur engan afskiptalausan, hann krefst fullrar athygli. Við horfum á hina þjáðu. Hvers vegna? Vegna þess að þjáningin stillir manninum upp frammi fyrir tilvistarspurningunum þar sem svörin liggja ekki á lausu.

Erkibiskupabloggviðtal

07.46 8/3/08 - 0 ath.

Maggi Dawn ræðir við erkibiskupana Rowan Williams og John Sentamu á blogginu sínu. (Vísun frá Gower Street)

Babetta, fræðin og bragðlaukarnir

19.50 7/3/08 + 9 ath.

Gestaboð Babettu er mynd sem margir meðlimir Deus ex cinema hafa í hávegum. Ég er einn þeirra. Mér þótti því fróðlegt að lesa skrif Söru Vaux í greininni Letters on Better Movies sem birtist í greinasafninu Reframing Theology and Film. Vaux skrifar meðal annars:

„If I were to list all possible approaches to the field of religion/theology and film, we only would need to  examine the ways that Babette’s Feast has been analyzed since its appearance in 1987. It has been explored in the context of liturgical drama, feminist theology, biblical exposition, liberation theology, vocation and redemption, the multiple manifestations of love, the history of the Danish church, and political cinema.

Hún er líka áhugaverð sem prestamynd. Vaux bætir svo við:

It is the ultimate food movie, combining meal and message, its lush representations of the sensual pleasures of food preparation and consumption recalling the common meals of the early church. “Meal” suggests the meals of heaven: the drama of the Mass, the Seder, the meals of Ramadan, the hospitality of the Sikhs, and Abraham’s gracious welcoming of the three strangers in Genesis 18. Even for spectators who are not used to thinking in biblical or early church history terms, it far outclasses Tampopo, Eat Drink Man Woman, Like Water for Chocolate, and Lasse Hallström’s Chocolat for the sumpreme visual culinary feast.“ (bls. 91)

Þetta er svo sannarlega raunin. Enginn skyldi horfa á Gestaboð Babettu á fastandi maga ;)

Biblíuhrós og Biblíugagnrýni

19.25 4/3/08 - 0 ath.

Guðrún Kvaran, prófessor, fjallar um nýju Biblíuþýðinguna á fundi Félags íslenskra fræða á fimmtudagskvöldið. Þar ætlar hún m.a. að ræða um erindisbréf þýðingarnefndanna, hrós og gagnrýni og ýmis álitamál sem taka þurfti afstöðu til.

« Fyrri færslur ·

© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli