árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Godin um köllunina · Heim · Tengd? »

Bænarý

Árni Svanur @ 21.05 8/3/10

Í gær var haldin í Neskirkju margmiðlunarguðsþjónustan Bænarý. Ég þjónaði þar sem vefprestur ásamt Óla Jóa og öflugum hópi fólks úr æskulýðsstarfi kirkjunnar. Arna Noregsprestur prédikaði gegnum Skype, Gunni Grafarvogsdjákni leiddi sönginn og Guðmundur Karl Digranes-margmiðlunargúrú sá um tæknihliðina. Dagný Halla hjá ÆSKR og Gunnfríður í Neskirkju undirbjuggu guðsþjónustuna ásamt okkur Guðmundi Karli.

Þetta var hin skemmtilegasta reynsla og tókst vel. Krakkarnir voru virkir. Það var magnað að upplifa það í salnum þegar hundrað símar tóku á móti ritningarlestri og blessun í sms-skeyti, bænastundin var full af lotningu og kyrrð. Ég hlakka til að gera þetta aftur. Hægt er að skoða myndir frá Bænarý á Facebook síðu ÆSKR.

url: http://arni.annall.is/2010-03-08/baenary-2010/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Ólafur Jóhann @ 9/3/2010 20.53

Það verður að segjast eins og er að þetta er með eftirminnilegri guðsþjónustum sem maður hefur tekið þátt í. Ég tek undir með þér, þetta var mögnuð upplifun og ég vona það innilega að þetta verði gert að föstum lið á æskulýðsdaginn.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli