árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Fyrirheitið og tilraunin · Heim · Kirkjuferðapáskar »

„Hver setti Jesú á krossinn?“

Árni Svanur @ 15.10 10/4/09

Prédikunin mín frá því í morgun er komin í Postilluna:

„Pabbi, hver setti Jesú á krossinn?“ spurði barnið föður sinn. Fjölskyldan var stödd í sumarfríi erlendis og hafði þennan dag heimsótt klaustur. Þar var að finna mikið safn listaverka og ein myndanna sem varð á vegi þeirra var altaristafla frá miðöldum. Hún sýndi krossfestinguna.

Þar eru líka fleiri prédikanir sem voru fluttar í dag.

url: http://arni.annall.is/2009-04-10/%e2%80%9ehver-setti-jesu-a-krossinn%e2%80%9c/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 10/4/2009 17.51

Krossinn og krossatburðurinn hefur ætíð túlkaður inn í aðstæður á hverri tíð.

Vantar líklega “verið” þarna.

Dómur yfir þeim sem krossfesta, þeim sem sinna ekki, þeim sem hunsa og er alveg sama – eða yfir því í okkur sem þannig er. Dómur yfir þeim sem hafna Guði.

Jahá, mikið er fólkið sem “hafnar Guði” slæmt.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 10/4/2009 17.56

En er það rétt ályktað hjá mér að þú hafnir tveimur fyrstu túlkununum á krossfestingunni og viljir skilja þetta þannig að guð sé nálægur og fleira í þeim dúr?

Árni Svanur @ 13/4/2009 08.39

Þakka þér ábendinguna Hjalti Rúnar.

Ég veit ekki hvort eitt þarf að útiloka annað. Þannig held ég að allar þessar túlkanir á krossatburðinum geti átt erindi við okkur. Geti hjálpað okkur að skilja þetta. Ég flutti erindi um kvikmyndina Super Size Me fyrir nokkru þar sem ég kom einmitt inn á þetta. Þarf eiginlega að grafa það upp.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli