árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Endurhönnun og einfaldleiki · Heim · Frumleg flétta, sjónræn fegurð »

Gulróta- og epla- og blaðlaukssúpa dagsins

Árni Svanur @ 12.07 18/1/09

Súpa

Þessa uppskrift rakst ég á í Morgunblaðinu. Veit því miður ekki hvenær þetta birtist en hún fylgir viðtali við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur. Í súpuna fara:

Hálf matskeið kókosolía
Hálfur blaðlaukur
Hnífsoddur af engiferdufti
Fimm gulrætur
Eitt epli
Hálfur lítri af vatni
1 grænmetisteningur (enn betra er að búa til eigið soð)

Svo er þetta sett saman svona:

Steikið blaðlaukinn í kókosolíu með engiferdufti á lágum hita þannig að hann mýkist en brenni ekki. Hreinsið gulrætur og afhýðið epli. Skerið smátt. Skellið í pottinn ásamt vatni og teningi. Sjóðið í 10-15 mínútur.

Njótið.

Þetta erum við semsagt að gera núna :)
Uppfært svolítið síðar

Við settum aðeins meira af grænmeti en uppskriftin kallar á, en jafnmikið af soði þannig að útkoman varð þykkari en uppskriftin kveður á um. Í lokin beitti ég töfrasprota á súpuna og maukaði hana (til hálfs). Útkoman er alveg hreint undursamleg blanda.

url: http://arni.annall.is/2009-01-18/gulrota-og-epla-og-bladlaukssupa-dagsins/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli