árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Anthony Quinn og páfinn · Heim · Endurhönnun og einfaldleiki »

Ummælaumræðan

Árni Svanur @ 22.27 14/1/09

Fyrir margt löngu setti ég á blað nokkra þanka um ummæli og ummælasiðferði.

url: http://arni.annall.is/2009-01-14/ummaelaumraeda/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 15/1/2009 08.34

Þessir þankar eru eflaust hið besta mál, og minnt á þá hér til að réttlæta það að ummæli mín um kirkju og þjóðfélagsmál hafi verið fjarlægð vegna þess að þau snertu ekki umræðuefnið.

En svo virðist sem innlegg mitt á öðrum stað, við áskorun Sigurðar Árna um virka umræðu innan kirkjunnar um samfélagsmál, hafi einnig verið fjarlægð.
Er það rétt hjá mér? Ég finn ummælin amk ekki aftur.

Mér sýnist meira að segja að Árni Svanur hafi fjarlægt tilvísun sína í ræðu Sigurðar Árna um þetta (og þá væntanlega til að hindra umræðu um hana)!

Ef þetta er rétt, þá er þetta eitt versta dæmi um ritskoðun sem ég hef séð, ekki aðeins hér inni, þar sem margt kyndugt hefur séðst, heldur einnig annars staðar.

Svo er verið að hvetja til opinnar umræðu á “kirkjulegum vettvangi um þjóðfélagsmál. Þvílík hræsni!

Árni Svanur @ 15/1/2009 09.01

Færsla um prédikun Sigurðar Árna er á annálnum, ekkert hefur verið fjarlægt úr þeirri færslu eða af ummælum við hana.

Svo er verið að hvetja til opinnar umræðu á “kirkjulegum vettvangi um þjóðfélagsmál. Þvílík hræsni!

Annáll.is er ekki kirkjulegur vettvangur.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli