árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Draumurinn um betri heim og vanvirtu gildin · Heim · Anthony Quinn og páfinn »

Gran Torino og ofbeldið

Árni Svanur @ 19.56 11/1/09

, , ,

Þorkell benti mér á kvikmyndina Gran Torino um daginn. Þetta er nýjasta mynd meistara Eastwood og Keli sagði hana vera afbragðs endurlausnarsögu sem ég þyrfti að kynna mér. Fyrr en síðar. Gareth Higgins fer líka fögrum orðum um myndina í bloggfærslu. Hann segir meðal annars:

This film knows that the future of humanity depends on people being able to live together in diversity, putting up with cultural difference, and defending vulnerable members of the community. But it also knows something that the Man with No Name and Dirty Harry didn’t: violence begets violence; and only non-violence is powerful enough to neutralise its opposite.

url: http://arni.annall.is/2009-01-11/gran-torino-og-ofbeldi/

Athugasemdir

Fjöldi 10, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 12/1/2009 14.46

Ég sé að það á ekki að svara færslu minni þrátt fyrir mína löngu fjarveru héðan svo ég ætla að gerast troll þar til mér er svarað!

Þessi aðdáun (hægri-)mannanna hér á annálnum á hægri-dindlinum Clint Eastwood er mér hulin ráðgáta því þrátt fyrir (meðfætt?) smekkleysi þeirra sem þar standa í pólitík þá hélt ég nú ekki að þeim þjóðflokki væri alls varnað.
Hér kemur dæmi um smekkleysu meistara Clint en hann syngur hér titillag myndarinnar, Gran Torino. Fá ekki fleiri aulahroll en ég?:
http://warnerbros2008.warnerbros.com/#/movies/grantorino/score/score13

Þorkell @ 14/1/2009 09.06

Í fyrsta lagi Torfi þá geta myndir verið áhugaverðar guðfræðilega þótt maður sé ekki sammála pólitíkinni.
Í öðru lagi, þá er boðskapur umræddrar myndar vinstri-sinnaður, ekki til hægri. Aðalpersónan byrjar reyndar sem öfga hægrisinnaður einstaklingur en áttar sig síðan á villu sinni.
Í þriðja lagi þá veit ég að Árni Svanur er ekki hægrimaður og það er ég ekki heldur (þótt þú hafir reglulega haldið öðru fram)
Í fjórða lagi held ég að Clint hafi kosið bæði hægri og vinstri í gegnum árin.
Í fimmta lagi hef hvorki ég né Árni svanur lýst því yfir að við séum aðdáendur Clints.

Niðurstaðan er að allt sem þú sagðir í þessu svari er þvæla.

Torfi Stefánsson @ 14/1/2009 10.29

Takk Þorkell! Ég elska þig líka! Reyndar sagði ég ekki mikið um myndina enda hef ég ekki séð hana. Hins vegar sá ég og heyrði söng Clints (á myndbandi) og þótti ekki mikið til koma.

Eitt vil ég leiðrétta þig með en það er um aðdáun ykkar á Clint. Árni Svanur kallar hann meistara svo ég leyfði mér að lesa út úr því aðdáun hans á Clint. Þá bentir þú honum á myndina, nokkuð sem gæti bent til þess að þú værir hrifinn af myndinni. Því langar mig til að spyrja þig beint: Ertu aðdáandi Clints?

Þá er það gott að heyra að hvorki þú né Árni séuð hægri menn. En hvernig skilgreinir þú hægri mennsku annars. Eru t.d. sumir Samfylkingarmenn ekki hægri menn vegna þess að þeir eru í jafnaðarmannaflokki?

Að lokum held ég að enginn nema þú reyni að afneita hægri fnyknum af Clint, enda einkennir hann næstum allar myndir hans.

Árni Svanur @ 14/1/2009 12.24

Það er alveg rétt hjá Torfa að ég leyfi mér að taka þannig til orða að Clint Eastwood sé merkilegur kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur verið nokkuð afkastamikill og sent frá sér fjölda af afbragðsmyndum. Ég hef litla þekkingu á Clint Eastwood sem söngvara og tjái mig því ekki um hann sem slíkan. Ég hef litla þekkingu á Clint Eastwood sem stjórnmálamanni og hef ekki kynnt mér stjórnmálaskoðanir hans og tjái mig því ekki um hann sem slíkan.

Við þetta má kannski bara bæta einu: Þótt ég líti á Clint Eastwood sem góðan kvikmyndagerðarmann myndi ég ekki ganga svo langt að tala um mig sem aðdáanda hans (eða kvikmynda hans).

Ps. Ég er Þorkeli þakklátur fyrir ábendingar hans um áhugaverðar kvikmyndir, nú sem endranær. Það má alveg koma fram opinberlega :)

Torfi Stefánsson @ 14/1/2009 13.43

Gaman að heyra frá þér Árni Svanur.

Hins vegar sakna ég þess að þú svarir ekki innleggi mínu um áskorun Sigurðar Árna til kirkjunnar um að taka virkari þátt í samfélagsumræðunni. Ég taldi mig svara kalli hans en fær engin viðbrögð, hvorki frá Sigurði sem kallaði eftir aukinni umræðu, né frá þér sem sást ástæðu til að koma boðskapnum á framfæri.
Er nema von að ég efist um að hugur fylgir máli?

Svona til að nefna dæmi um hvernig systurkirkjur okkar á Norðurlöndunum bregðast við má nefna að átta af 10 biskupum dönsku kirkjunnar hafa gagnrýnt spengjuárásir Ísraelshers á danska sjúkrastöð á Gaza – og á árásir Ísraela á mannúðarhjálparstarf í landinu almennt séð, sjá http://politiken.dk/indland/article628703.ece

Hins vegar heyrist ekkert frá íslensku kirkjunni. Engin fréttatilkynning gefin út né nokkur önnur yfirlýsing til að mótmæla þessum hrikalegu árásum á nær varnarlausa borgara á Gazaströndinni.

Nú vinnur þú á Biskupsstofu og er í nánu samstarfi við þann starfsmann sem sér um alþjóðasamskipti. Ég veit að sá aðili er gagnrýninn á framferði Ísraela.
Af hverju beitið þið ykkur ekki, með aðstoð Sigfurðpar Árna, fyrir því að frá íslensku þjóðkirkjunni komi mótmæli gegn hernaði Ísraela á Gaza?
Þögn kirkjunnar er jú sama og samþykki voðaverkanna – og aðgerðarleysi ykkar er það sömuleiðis.

Þorkell @ 14/1/2009 15.26

Já Torfi, ég benti á myndina en mér fannst hún ekkert meistaraverk (reyndar í minnihluta þar). Myndin var illa leikin, nokkuð sem er sjaldgæft í myndum Clints. Hún er hins vegar mjög mikilvæg fyrir rannsóknir Árna Svans. Og er ég aðdáandi Clints? Ég kann að meta sumar af hans myndum. Ég myndi ekki flokka mig sem aðdáanda en hann hefur bæði leikið í og leikstýrt fínum myndum í gegnum tíðina (sem og mörgum slæmum).

Nei, Samfylkingarmenn eru ekki hægrimenn. Þeir eru miðjuflokkur.

Torfi Stefánsson @ 14/1/2009 22.06

Árni Svanur segir reyndar að þú hafi sagt myndina “afbragðs endurlausnarsögu” svo þessi orð þín nú um að hún sé ekkert meistaraverk (illa leikin) er nokkuð skondin í því ljósi.

Kannski dæmi um tungur tvær, eins og guðfræðingum og prestum er svo tamt?

[...]

Árni Svanur @ 14/1/2009 22.28

Tröllið er beðið að halda sig í helli sínum. Þessi færsla fjallar um Clint Eastwood, kvikmyndir og endurlausnarstef. Annað ekki.

Torfi Stefánsson @ 15/1/2009 08.18

Takk fyrir það Árni Svanur! Þú færir þetta þá yfir á umræðuna um hugmyndir Sigurðar Árna um virka þátttöku kirkjunnar í þjóðfélagsumræðunni?
Við töluðum um ritskoðun innan kirkjunnar þegar við hittumst síðast. Ég átti þá ekki við þig en það er greinilegt að slíkt gæti vel átt við þig einnig.

Árni Svanur @ 15/1/2009 08.52

Annállinn er minn persónulegi vettvangur. Ég leyfi mér að stjórna umræðunni á honum, en það hefur ekket með kirkjuna að gera.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli