árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Er naprir vindar næða … · Heim · Tíu bestu bandarísku bíómyndirnar »

Þurfum við nýja leiðtoga?

Árni Svanur @ 21.59 4/1/09

, , , , , , ,

Þurfum við nýja leiðtoga, sem geti leitt þjóðina út úr ógöngum? Við þurfum ekki fleiri kónga, en við getum alveg tekið á móti raunverulegum vitringum. [...] Viskan, gullið, allt hið vellyktandi og salvi þjóðarlíkans er til. Allt það, sem við sem einstaklingar og þjóð þurfum er fyrir hendi, innan í okkur, innan í menningunni. Siðferðisviðmiðin eru til, ríkidæmið er í fólki og auðlindum okkar. — Skuld, ráðleysi og firra

url: http://arni.annall.is/2009-01-04/thurfum-vid-nyja-leidtog/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Carlos @ 4/1/2009 22.22

Hún svífur dálítið hátt yfir vötnunum, prédikun þessi og nær eiginlega ekki að lenda að mínu viti. Þú nærð eiginlega því eina bitastæða sem SAÞ skrifaði.

Árni Svanur @ 4/1/2009 22.31

Það finnst mér nú ekki, það er margt fleira áhugavert. Þetta greip athyglina af því mér finnst það kallast á við hvatninguna sem ég nefndi hér á annálnum í gær.

Þarna er heilmikill fróðleikur um vitringana og vitringafræði og svo er unnið vel með tengingu við samtímann. Það er heimfærsla fyrir samfélag og einstakling. Mér finnst þetta t.d. skemmtilega sett fram:

Hin táknræna merking vitringanna er m.a. að við menn erum ferðalangar í tíma. Að markmið lífsgöngu allra manna sé lík langferð vitringanna til móts við barnið, til að mæta manninum Jesú í tíma og í raunveruleika. Okkar köllun er að gefa það, sem okkur er mikilvægt, af okkur sjálfum, já okkur sjálf – eins og vitringarnir – og snúa síðan til okkar heima með reynslu af hinu stórkostlega í veganesti.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli