árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Hvatning kristinna, hvatning til kristinna · Heim · Þurfum við nýja leiðtoga? »

Er naprir vindar næða …

Árni Svanur @ 19.40 4/1/09

, , ,

Það er svo mikið af fallegum bænum í Bænabók barnanna. Við feðgin höfum átt góðar stundir með þá bók í hönd, flett síðum, skoðað fagrar myndir, lesið og lært fallegar bænir. Eins og til dæmis þessa:

Er naprir vindar næða,
nísta merg og bein,
dagar eru dimmir
og drungalegt um heim,
við kærar sjáum stjörnur
skína í dimmum geim.
Þær segja að Guð sé góður
og góðir englar hans
vaki yfir og verndi
alla vegu manns
og lýsi okkur heim. — Bænabók barnanna.

url: http://arni.annall.is/2009-01-04/er-naprir-vindar-naed/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli