árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Fólkið er fjársjóður · Heim · Er naprir vindar næða … »

Hvatning kristinna, hvatning til kristinna

Árni Svanur @ 13.43 3/1/09

Sigurður Árni hvetur í áramótaprédikun sinni:

Í því upplausnarástandi sem nú ríkir geta kristnir menn ekki setið hjá. Guðfræðin, hin hugsandi trú, hefur mikið að segja um eðli manna og samfélags. Guðfræðingar hafa safnað um aldir þekkingu á þáttum sem nú koma að gagni. Kirkjan hefur hlúð að fólki í allt haust og nú er komin tími til opinberrar orðræðu og uppgjörs. Krafa til starfa varðar trúfélög ekki síður en aðrar stofnanir samfélagsins, ekki síst þjóðkirkjuna. Trúmenn umlíða gjarnan en kristnin hefur ríkulegu spádómshlutverki að gegna. Nú er komið að því að við eflum samfélagsrýni okkar, verðum rödd viskunnar – til að tréð deyji ekki heldur lifi.

Hann heldur áfram:

Sannleiksleitendur ættu að efna til samræðu um gildi og grunn samfélags og vefs þjóðfélagsins. Við prestar heyrum harmahróp fólks, sem hefur orðið ómaklega fyrir barðinu á vitleysum skammsýnna manna. Þið, sem heyrið, þið sem lesið, þið sem elskið fólk, megið gjarnan gegna kallinu einnig og leggja lið nýrri sókn til gæða íslenskrar þjóðar.

Og segir svo:

Ég hvet guðfræðinga og trúmenn til starfa í þessum garði þjóðfélagsræktar. Ég hvet guðfræðinga til opinnar gagnrýni. Ég hvet þennan söfnuð til umræðu um hvers konar samfélag við viljum. Ég kalla þig til starfa. Við eigum þjóðfélagið saman, við berum sameiginlega ábyrgð sem enginn axlar fyrir okkur. Við þurfum að ræða saman.

  • Nú er komin tími til opinberrar orðræðu og uppgjörs.
  • Eflum samfélagsrýni.
  • Efnum til samræðu um gildi og grunn.
  • Sinnum þjóðfélagsræktun.
  • Ræðum hvers konar samfélag við viljum.

Tíminn er núna.

url: http://arni.annall.is/2009-01-03/hvatning-til-kristinna/

Athugasemdir

Fjöldi 18, nýjasta neðst

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 3/1/2009 15.07

Guðfræðin, hin hugsandi trú,…

Flott að fá það loksins viðurkennt að guðfræði sé trú.

Árni Svanur @ 3/1/2009 16.46

Þú lest þetta eins og þú vilt.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 3/1/2009 18.28

Hann segir það beinlínis að guðfræði sé trú. Ég þarf ekkert að “lesa þetta eins og ég vil”.

Árni Svanur @ 3/1/2009 19.03

Þú lest færsluna eins og þú vilt. Þetta er það sem vekur áhuga þinn. En viltu ekki frekar blogga um það sjálfur og reyna að efna til umræðu á þínum eigin vettvangi.

Það er tvímælalaust áhugavert að ræða guðfræðihugtakið, guðfræði sem vísindagrein og tengsl trúar og guðfræði.

En.

Eins og sést af færslunni hef ég ekki megináhuga á þessum þætti núna. Ég hef áhuga á þeirri hvatningu Sigurðar Árna sem birtist þeim þremur málsgreinum sem ég vitna til.

Torfi Stefánsson @ 11/1/2009 14.29

Þessi hvatning Sigurðar Árna er auðvitað áhugaverð og allra góðra gjalda. En fylgir virkilega hugur máli?? Við höfum ekki orðið vitni um að slík samfélagsleg umræða eigi sér stað innan kirkjunnar (og berum ekki mikla von í brjósti að einhver breyting verði þar á).
Einstaka prestar hafa verið að tjá sig, en þó lítið. Helst er það áramótæða biskups sem hefur vakið athygli. Engar yfirlýsingar hafa komið frá kirkjunni, engin stefnumótun á sér stað á þessu sviði og enginn virk þáttaka í mótmælafundum.
Sigurður Árni fullyrði að kirkjan hafi hlúð að fólki í allt haust. Við höfum þó aðeins orð hans fyrir því. Hún hefur þá gætt þess vandlega að gera það í leynum en ekki verið að bera slíkt á torg, allavega ekki á Austurvelli.
Þá hefur ekkert heyrst í kirkjunni varðandi fjöldamorðin á Gaza. Þögn er sama og samþykki segir einhvers staðar – og á eflaust vel við hvað afstöðu íslensku þjóðkirkjunar varðar. Ekki heyrist heldur neitt frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem þó er málið skylt.

Öðruvísi fara grannar okkar í norsku kirkjunni að. Hún er með skýra afstöðu í málefnum Palestínu, tekur virkan þátt í mótmælafundum um allt land og ber þungann af skipulagninu mótmælanna.
Hún er einnig mjög virk í umhverfismálum, hefur þar fastmótaða stefnu og heldur fjölda ráðstefna til að berjast gegn losun gróðurhúsalofttegunda.
Hér heyrist hins vegar ekkert frá kirkjunni, hvorki vegna álbræðslanna í Reyðarfirði og nú í Helguvík, né fyrirhugaðrar olíuleitar úti fyrir Norð-austurlandi.
Hvað það síðasta varðar hefur norska kirkjan skorað á stjórnvöld þar í landi að draga stórlega úr olíuleit og hefja í staðinn markvissa vinnu við nýtingu annarra orkugjafa. Það væri besta umhverfisverndin.
Þannig virka orð Sigurðar Árna á mig sem enn eitt dæmi um tvískinnung íslensku þjóðkirkjunnar. Hún hefur tungur tvær en talar þó yfirleitt aðeins með þeirri verri!

Torfi Stefánsson @ 15/1/2009 09.23

Þar sem hvatt hefur verið til umræðu um þjóðfélagsmál með þessari tilvísun Árna Svans í áramótaprédikun Sigurðar Árna þá vil ég leyfa mér að halda henni áfram, þó svo að ekkert innlegg hafi komið í umræðuna, hvorki frá upphafsmanni hennar (Sigurði) né umboiðsmanni hans (Árna Svan).

Sigurður Árni hvetur guðfræðinga til opinnar gagnrýni og að starfa í garði þjóðfélagsræktar. Árni Svanur birtir þessa hvatningu á sínum persónulega annál, tekur þannig undir boðskapinn og kemur honum áfram. Þetta ætti auðvitað að þýða að hann vilji hvetja til slíkrar umræðu hér á annálnum en svo virðist sem reyndin sé önnur. Við skulum þó vona að svo sé ekki og að tilraun til umræðu á þessum notum sé ekki fullreynd á þessum vettvangi.

Ég vil því endurtaka þau skrif mín hér, sem birtust fyrst á öðrum vettvangi sem fjallaði um annað umræðuefni. Hér eiga þau heima og fá voandi að standa hér óhreyfð þess vegna.

Það er margt sem bendir til tvískinnungs í umræðu guðfræðinga og kirkjunnar manna um þjóðfélagsmál.
Þeir hafi tungur tvær og tali sitt með hvorri. Þeir greina, líkt og einn Samfylkingarráðherrann, á milli pólitíkur annars vegar og allra annarra þátta hins vegar.

Þetta einkennir yfirlýsingu annars dönsku biskupanna, sem neituðu að skrifa undir andmæli átta kollega sinna gegn framferði Ísraels á Gaza (og greint er frá hér annars staðar á annálnum), en hann sagðist vera biskup en ekki politíkus!
Mér sýnist vandamál íslensku kirkjunnar vera það sama.
Grein biskupsritara, Vonarauður sem birtist á tru.is, er gott dæmi um þetta.

Hann segir:
“Kristnir skiptast oft í tvær fylkingar í afstöðunni til samfélagsmála, efnahagsmála, umhverfismála, uppeldismála. Annars vegar eru þeir sem leggja ofur áhersluna á að kirkjan sé fulltrúi hins andlega, boðberi hjálpræðisverksins, og því komi samfélagsmálin ekki kirkjunni beint við, þau nánast þvælist bara fyrir boðunarhlutverkinu. Svo eru aðrir sem halda því fram að hlutverk kirkjunnar sé að segja hvernig samfélagið eigi að vera og haga sér, hvaða lögmál og gildi eigi þar að vera á öllum sviðum og hlutverk boðunarinnar sé einkum að bæta heiminn og gera hann að betri dvalarstað.”

Af framhaldi biskupsritara má ráða að hann taki afstöðu með þeim fyrrnefndu gegn þeim síðarnefndu:
“Jesús tók vissulega afstöðu sem flokka má sem samfélagslagslega, með því að vera hjá hinum blindu, fátæku og sjúku og viðhorf hans til barna var augljóst. Og vissulega skiptir máli gott og göfugt siðferði í þjóðfélaginu, líka á fjármálasviðinu. En það er hætta á að of langt sé gengið í þessum efnum er prestar taka að predika hvernig skattar ættu að dreifast, hvernig heilbrigðiskerfið eigi að bregðast við vanda niðurskurðar, svo dæmi séu tekin af handahófi. Aðrir kristnir vinir okkar hafa aðra sýn og finna rök fyrir sinni afstöðu til þjóðfélagsmála og það er ekki einfalt að kveða upp úr um hvorir hafi rétt fyrir sér. Önnur hætta er sú að við verðum réttilega dæmd fyrir vankunnáttu á sviðum sem við þekkjum af raun lítið til, að við verðum fordómafull og kristin trúarviðhorf álitin yfirborðskennd. Presturinn komi fram sem alvitur dómari. Predikunarstóllinn er oft staðsettur hátt yfir söfnuðinum, og þótt fyrirmyndin kunni að vera sótt til ræðunnar á fjallinu, þá erum við ekki frelsari þessa heims, heldur þjónar hins algóða Guðs og störfum í auðmýkt og af lítillæti.”

Þessi tvíhyggja biskupsritara, að greina stíft á milli þess andlega og þess þjóðfélagslega, umhyggju og gagnrýni, kemur kannski best fram í eftirfarandi orðum hans:

” … við megum … ekki festast í gremju yfir ástandinu og leita logandi ljósi að sökudólgum. Það hjálpar ekki mikið hinum særða að velta sér upp úr orsökum sáranna, en umhyggja og stuðningur er honum dýrmætur. Seinna má efalítið leita einhverra skýringa á tildrögunum, draga einhverja fram til ábyrgðar til að auka traust og sátt, og læra af reynslunni.”

Kannski er þetta einmitt vandamál biskupsins okkar. Hann vill í raun ákveðnari rödd kirkjunnar í samfélagsumræðunni til að gera veröldina betri. Hann á hins vegar við ramman reip að draga vegna almennra hægrimennsku innan kirkjunnar, ekki síst hjá mönnum í lykilstöðum, sem vilja ekki taka róttæka pólitíska afstöðu og bera fyrir sig hið andlega hlutverk kirkjunnar (en eru í raun þar með, undir rós, að viðra sínar íhaldsömu, pólitísku skoðanir).

Þögnin gerir þig nefnilega samsekan ódæðinu!

Torfi Stefánsson @ 16/1/2009 12.59

Ég held einræðu minni áfram hér og vil benda á þögn íslensku þjóðkirkjunnar og einstaka presta hennar varðandi þjóðarmorðið á Gaza.

Við höfum löngum gert grín að Norðmönnum og norsku kirkjunni fyrir að vera íhaldsöm og bókstafstrúar. Þeir hafa hins vegar fyrir lönbgu skotið okkur ref fyrir rass og kirkja þeirra einnig.
Sem dæmi um þetta má nefna hversu virkir Norðmenn eru í andstöðu sinni við árásarstríð ísraela gegn Palenstínumönnum á Gaza. Kirkjan hefur ekki látið sitt eftir liggja og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu þann 30. desember sl:

Til
Den israelske ambassadør i Norge
Oslo, 30.12.2008
Som ledere i Den norske kirke vil vi med dette be israelske myndigheter gjøre hva som står i deres makt for å stoppe den humanitære katastrofen som nå dramatisk utvikler seg i Gaza. Vi vil også uttrykke vår dype bekymring for at den enorme bruken av militærmakt Israel nå utøver ikke fremmer den fred som både den israelske og den palestinske befolkning så sårt trenger. Vi ber om at våre anliggender blir videreformidlet til den israelske regjering umiddelbart.
Israels bruk av militær makt i Gaza de siste dager skaper nå en humanitær situasjon som er helt uakseptabel og umoralsk. Det er Israel som har den politiske og militære makt til å forhindre at dette blir en humanitær katastrofe av uante dimensjoner. Israelske myndigheter må åpne for at sivilbefolkningen får tilført de forsyninger den trenger og at alle skadde får den medisinske behandling som er påkrevet. Dette er nå et militært angrep som rammer hele befolkningen i Gaza. Det er et brudd på internasjonal folkerett å ramme sivile generelt, å forhindre nødvendig hjelp til skadde og å ikke ta hensyn til befolkningens liv og helse, uansett politisk og militær begrunnelse for de militære aksjonene. Vi appellerer derfor til de israelske myndigheter om å opptre overfor sivilbefolkningen i Gaza i samsvar med vår jødisk-kristne moralske arv.
Det er lite grunn til å tro at dette er en konflikt som lar seg løse med bruk av mer vold og militærmakt. All bruk av vold forsterker konflikten. Dette gjelder begge parters bruk av voldelige midler. I kraft av sine militære styrke har Israel et særlig ansvar for de enorme tap av menneskeliv som vi nå er vitne til. Den sterke eskaleringen av maktbruk fra Israels side kan ødelegge mulighetene for å bygge opp et fungerende palestinsk samfunn, som igjen er en forutsetning for en varig fred for både palestinere og israelere.
Vi ber innstendig – med tanke på de mange sårede, skadde, pårørende til de drepte og de som er redde for nye angrep – på begge sider av grensene:
Stopp bruken av militærmakt, gi rom for humanitær og medisinsk hjelp, og vis mot og handlekraft til å finne politiske løsninger!
I Guds navn – for fredens sak.

Árni Svanur @ 17/1/2009 13.49

Pistill Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, um ástandið á Gaza birtist á trú.is í dag. Hann ber yfirskriftina: Gaza: Vítahringurinn verður að rofna.

Torfi Stefánsson @ 17/1/2009 18.16

Innlegg biskups veldur mér vonbrigðum. Fyrir það fyrsta er ábyrgð Ísraela ekki nefnd á nafn heldur aðeins almennt talað um hörmungarástandið á Gaza.
Þá er reynt að afsaka það að ekkert heyrist frá kirkjunni eða hjálparstarfi hennar með vísun til þess að alþjóðleg samtök sem íslenska kirkjan og hjálpastarfið eiga aðild að hafi sent frá sér yfirlýsingar um ástandið (og því þurfi íslensku stofnanirnar ekkert að láta heyra frá sér).

Einnig virðist biskup leggja sökina jafnt á Ísraela sem á Hamas, rétt eins og flestir þeir sem segja ekki vilja tala afstöðu með öðrum aðilanum. Þeir gera það þó samt óbeint með því að leggja að jöfnu dráp á 1200 manns annars vegar og á 13 hins vegar (svo ekki sé talað um alla hina einhliða eyðileggingu á Gaza).

Eins og sjá má af yfirlýsingu norsku kirkjunnar þá er hún miklu afdráttarlausari. Þar er Ísrael ásakað beint og tæpitungulaust fyrir vægðarlausan hernað sinn sem hafi skapað þetta neyðarástand – og talað hreint út um á mannréttindabrot þeirra. Ábyrgð þeirra á ástandinu sé miklu meiri en ábyrgð Hamas.

Ég hef verið að velta fyrir mér af hverju íslenska þjóðkirkjan er eins aum í þjóðfélagsumræðunni og raun ber vitni.
Líkleg skýring er sú sem ég hef áður komið inn á, þ.e. að hún skýli sér mun meira en aðrar lútherskar kirkjur á bak við tveggja ríkja kenningu Lúthers (greini stífar á milli andlegra þátta og samfélagslegra en aðrar þjóðkirkjur gera).

Þá gæti hluti af skýringunni verið sú að KFUM og K hreyfingin hér á landi, sem hefur hreiðrað um sig innan þjóðkirkjunnar og stjórnar þar nú flestu, sé miklu þjóðfélagslega íhaldsamari en þessar hreyfingar eru annars staðar, m.a.s. í Noregi.

Allavega er sorglegt að sjá þessa yfirlýsingu biskups sem gerir þögn kirkjunnar að öðru leyti ennþá átakanlegri en ella.
Þú getur gert miklu betur en þetta, biskup!

Árni Svanur @ 17/1/2009 18.48

Ég hvet fólk til að lesa pistilinn. Hann er skýr og enginn þarf að velkjast í vafa um afstöðu biskups:

Okkur ofbýður grimmdin, stigmögnun hermdarverkanna og æ harkalegri viðbragða.

Og svo segir hann nokkru síðar:

Vítahringur haturs og hefnda verður að rofna! Friðurinn verður aldrei tryggður með vopnum heldur einungis eftir pólitískum leiðum með samtali og samningum.

Torfi Stefánsson @ 17/1/2009 19.38

Eins og ég sagði fyrr þá nefnir biskup hvergi hverjir auðsýna grimmd, stigmagna hermdarverkin eða sýna æ harkalegri viðbrögð.
Þá hefur hann ekkert um það hver reyni að tryggja frið með vopnum eða stuðli að vítahringnum.

Mætti maður biðja um tæpitungulausari yfirlýsing – eitthvað í stíl við þá norsku?

Árni Svanur @ 17/1/2009 20.08

Í pistlinum stendur:

… skorað á ísraelsk yfirvöld að stöðva þegar í stað hernaðaraðgerðir sínar á Gazaströndinni, svo og á Hamas-samtökin að hætta eldflaugaárasum sínum á Ísrael. Eins er skorað á ísraelsk yfirvöld að falla frá viðskiptabanni og einangrun Gazasvæðisins, sem og að leggja stein í götu mannúðar og hjálparsamtaka sem hafa þann eina tilgang að hjálpa fólki í neyð.

Og:

Okkur ofbýður grimmdin, stigmögnun hermdarverkanna og æ harkalegri viðbragða. Hvorki Ísraelsmenn né Palestínumenn geta tryggt frið með blóðsúthellingum og eyðileggingu.

Torfi Stefánsson @ 18/1/2009 13.18

Einmitt! “hernaðaraðgerðir” Ísraela lagt að jöfnu við “eldflaugaárásir” Hamas og talað um að hvorki Ísrael né Palestína geti tryggt frið með blóði.

Ég skil hins vegar ekki af hverju þú eigir svona erfitt með að skilja það sem ég er að fara. Ertu ekki greindari en þetta?

Torfi Stefánsson @ 18/1/2009 13.29

Ég vil bæta aðeins við þetta og benda á fund um Gaza í Háskólabíói í dag kl. 15.00

Í fréttatilkynningu segir að eftirtaldir hafi “nú þegar” staðfest aðild að fundinum:
ASÍ, BSRB, Félagið Ísland-Palestína, Frjálslyndi flokkurinn, KÍ, Landssamband sjálfstæðiskvenna, SFR, Samiðn, Samfylkingin, Starfsgreinasambandið og VG.

Hér vekur athygli að þjóðkirkjan er hvergi nefnd á nafn né Hjálparstarf hennar. Þetta er auðvitað altof róttæk samkunda fyrir hægri-kvummara eins og Jónas Þórisson. Hins vegar vekur athygli að landsamband sjálfstæðiskvenna er þarna að finna!
Mér sýnist á orðalaginu að enn sé möguleiki að staðfesta aðild að fundinum. Það verður saga til næsta bæjar ef íhaldskellingar sýna meiri samstöðu með mannsins minnsta bróður en kirkja Krists á Íslandi!

Árni Svanur @ 18/1/2009 14.10

Ég held að það sé kominn tími á að þú setjir upp þitt eigið blogg Torfi þar sem þú getur haldið uppi þeim málflutningi sem þú kýst. Um leið bið ég þig að nota annálinn minn ekki til að tala illa um annað fólk. Þú sýnir dónaskap í ummælum þínum frá 13.29 sem ég vil ekki sjá á þessum vettvangi. Og reyndar líka í ummælunum þar á undan, en þau segja nú kannski mest um þig sjálfan.

Torfi Stefánsson @ 18/1/2009 14.50

Ég er með mitt eigið blogg kæri vinur!

Farðu endilega inn á það og sjáðu dýrðina: http://torfis.blog.is/blog/torfis/

Torfi Stefánsson @ 18/1/2009 15.54

Ég held ég fari að ráðum Árna Svans og haldi mig í burtu héðan. Ég verð bara pirraður á að skrifa hér og verða svo vitni að því afskiptaleysi og þeirri hræsni sem fylgir mörgu kirkjunnar fólki.

Ég vil kveðja ykkur með ljóði eftir norska skáldið og róttæklinginn Arnulf Øverland (1889-1968) en einn helsti áhrifamaður KFUM og K hreyfingarinnar hér á landi og í Noregi, Ole Hallesby, kærði hann á 4. áratugnum fyrir guðlast. Øverland var sýknaður af ákærunni með vísan til laga um tjáningarfrelsi.

Kvæðið vísar til seinni heimstyrjaldarinnar en á einnig vel við ástandið á Gaza. Það nægir að setja Gaza í stað Evrópu:

Du må ikke sove

«Du må ikke sitte trygt i ditt hjem
og si: Det er sørgelig, stakkars dem!
Du må ikke tåle så inderlig vel
den urett som ikke rammer deg selv!
Jeg roper med siste pust av min stemme:
Du har ikke lov til å gå der å glemme!»

«Tilgi dem ikke; de vet hva de gjør!
De puster på hatets og ondskapens glør!»

«Jeg tenkte: Nu er det noget som hender. -
Vår tid er forbi – Europa Brenner!

Árni Svanur @ 18/1/2009 16.38

Þakka þér fyrir vísunina og kvæðið Torfi.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli