árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Örblogguð prédikun í 23 liðum · Heim · Slumdog Millionaire, ein af bestu myndum ársins? »

Það var þetta með völvuspárnar …

Árni Svanur @ 15.19 2/1/09

Ég held að ástæðan fyrir þessum völvuspám sé þörf okkar fyrir því að einhver geti gefið okkur fyrirheit um að árið verði allt í lagi. Við þurfum á því að halda að einhver segi okkur að við þurfum ekki að vera áhyggjufull, að við þurfum ekki að vera hrædd. Þetta verður allt í lagi. — Að spá í framtíðina

url: http://arni.annall.is/2009-01-02/thad-var-thetta-med-volvusparna/

Athugasemdir

Fjöldi 13, nýjasta neðst

Matti @ 2/1/2009 15.41

Af hverju er ekki hægt að gera athugasemdir við prédikanir á trú.is?

Matti @ 2/1/2009 17.21

hóst… :-|

Árni Svanur @ 2/1/2009 17.40

Dæs.

Matti @ 2/1/2009 17.42

Finnst þér spurningin ekki svaraverð? Hún er ekki flókin.

Hvar get ég gert athugasemd við efni þessara prédikunar? Varla væri það við hæfi hér, þú skrifaðir hana ekki.

Ég ítreka spurning mína. Af hverju?

Árni Svanur @ 2/1/2009 17.46

Spurningin er ágæt.

Það er rétt hjá þér að þetta er ekki vettvangurinn til að skrifa ummæli við þessa prédikun.

Þetta er heldur ekki vettvangur til að bera upp þessa spurningu eða svara henni. Þetta er minn persónulegi annáll.

Matti @ 2/1/2009 17.51

Þessi persónulegi annáll gengur ekki út á mikið annað en að vísa á prédikanir á trú.is þessa dagana, því þótti mér spurningin við hæfi. Ekki er hægt að gera athugasemdir við nokkuð á hinni síðunni þinni sem gegnir svipuðu hlutverki.

Ég verð að játa að mér þóttu þetta ekki persónuleg skrif (hef ekki orðið var við þau nýlega á þessum annál) og gat því ekki séð að ég væri að lauma þessari spurningu inn í einkalíf þitt.

Hvar er við hæfi að bera spurninguna fram?

Árni Svanur @ 2/1/2009 18.14

Jú jú, víst hef ég mikinn áhuga á trúmálum.

Þótt ég skrifi ekki mikið um fjölskyldu mína hér á annálnum vil ég nú samt gera þessa aðgreiningu. Að sama skapi myndi ég ekki bera fram spurningu um þitt starf eða þinn vinnustað á http://www.orvitinn.com. Slíkt myndi ég líklega gera í tölvupósti er þörf væri á.

Varðandi orð þín um það út á hvað minn persónulegi annáll gangi, þá skil ég þig ekki alveg.

Ég vísa heilmikið vísað á efni um trúmál, mest á prédikanir á trú.is undanfarna daga vegna þess að þá hefur birst mikið af áhugaverðum prédikunum. Ég hef líka birt fjölda af stuttum færslum um ýmis efni.

Mest hef ég þó gert af því undanfarnar vikur og mánuði að birta hér ljósmyndir sem ég hef tekið.

Ég verð því að vera ósammála þessari fullyrðingu þinni.

Matti @ 2/1/2009 18.22

Þér er velkomið að spyrja mig um starf mitt, vinnustað eða Vantrú á bloggsíðu minni. Sér í lagi ef þú gerir það við færslu sem tengist því efni.

Þannig myndi ég fagna spurningu um ritstjórnarstefnu Vantrúar við bloggvísun mína á þá síðu.

Hver getur svarað spurningu minni um athugasemdir við prédikanir? Er best að ég sendi þá spurning á einhvern aðila með tölvupósti eða á ég að senda formlegt bréf á Biskupsstofu?

Árni Svanur @ 2/1/2009 18.24

Tölvupóstur virkar vel, sendu hann á arni.svanur.danielsson hjá kirkjan.is.

Matti @ 2/1/2009 18.28

Vandamálið er að starfsmenn kirkjunnar gera gjarnan þann fyrirvara að ekki mega vitna í efni tölvupósts sem þeir senda. Getur þú sagt hér og nú að svo muni ekki verða í þessu tilviki. Mér þætti leiðinlegt að sóa tölvupósti.

Árni Svanur @ 2/1/2009 19.29

Má ekki snúa þessu við: Er ekki sjálfsagt að spyrja leyfis til að fá að birta efni úr tölvubréfum? Ekki lít ég svo á að ef mér berst tölvupóstur frá einhverjum megi ég þar með birta hann hér á annálnum eða á öðrum vef.

Að öðru leyti vísa ég til þess sem ég hef skrifað hér að framan: Fyrirspurnum sem snerta starf mitt og vinnustað svara ég á þeim vettvangi og ekki heimavið. Þú verður því að taka áhættuna af því að senda mér póst og vona það besta ;)

Matti @ 3/1/2009 00.53

Ætli það sé ekki best að ég skrifi Biskupsstofu formlegt bréf og fari fram á að fá þessar upplýsingar í krafti Upplýsingalaga. Sú aðgerð virkar ágætlega ;)

Árni Svanur @ 3/1/2009 09.49

Þú skalt endilega nota þann miðil sem þú telur að henti best fyrir samskipti þín við Biskupsstofu Matti.

Það er svo ástæða til að ræða tölvupóst og höfundarrétt og birtingar í sérstakri færslu.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli