árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Gleðilegt nýtt ár! · Heim · Það var þetta með völvuspárnar … »

Örblogguð prédikun í 23 liðum

Árni Svanur @ 21.19 1/1/09

Ég hlustaði á útvarpsmessuna í Dómkirkjunni í morgun. Datt í hug að freista þessa „örblogga“ prédikun biskups meðan ég hlýddi á hana. Þetta var niðurstaðan (flutt hingað af öðrum vettvangi og endurbirt án þess að lesa það yfir eða bera saman við prédikunina sjálfa).

01: Nýtt ár og nýr dagur, en þó er dagurinn dag eins og dagurinn í gær. Landið það sama. Umhverfið það sama.

02: Áhugaverðir tímar – það má lýsa núverandi ástandi með þeim orðum, en hvers konar tímar? Vonleysistímar? Vonartímar?

03: Hvað gefum við litlu börnunum sem voru borin til skírnar í kirkjunni í morgun í vöggugjöf?

04: Einhverjir fóru fram úr sér og ofanfyrir. Og við vorum dregin með sem þjóð. Þjóð á neyslufylleríi. Og við gjöldum og berum skuldaklafa

05: Hver er forgangsröðunin og hvaða gildismati miðlar hún?

06: Loftbólur einar voru. Seld Norðurljós. En hver eru verðmæti hjartans?

07: Byrðar eru afleiðingar hrunsins. En líka tækifæri til endurmats. Ræða forgangsröðun. Hver er tilgangur auðsins? Vaxtarins?

08: Hver er framtíðarsýnin? Getum við fundið annað en fjármagnssýn? Auðsýn? Og hvernig sjáum við okkur sem hluta af heimsheildinni?…

09: Neyð og hörmungar í öðrum löndum koma okkur við. Óháð kreppum hér á landi. 6000 börn eru neydd til hernaðar og ofbeldisverka í Darfur

10: Hvers vegna fá ofbeldismenn einlægt að vaða uppi?

11: Vítahring ofbeldis þarf að rjúfa. „Þar sem engar hugsjónir eru glatast þjóðin.“ – „En sá sem varðveitir lögmálið er sæll.“ Kærleiksboð!

12: Án umbreytandi afls kærleikans megnum við ekkert. Við þurfum skýra fótfestu til að týna ekki áttum. Þurfum samstöðu.

13: Ekki „Nýja Ísland hf.“ Virðingu fyrir landi og sögu og tungu og menningu. Vera þjóð meðal þjóða. Endurheimta samfélagssýn umhyggju og þjónustu, virðingu, trausti

14: Þau sem minna mega sín mega ekki vera fórnarlömb félagslegrar upplausnar. Látum börnin litlu vera okkar skriftaspegla!

15: Ekki horfa um öxl í reiði eða fram á veg með kvíða. Horfum í kringum okkur hér og nú, í árvekni og umhyggju.

16: Gerum landið betra til þjónustu við lífið.

17: Sagan um átjánda úlfaldann.

18: Hvatningin: Vertu átjándi úlfaldinn. Sem er boðinn fram af örlæti og verður til þess að hnútar leysast og dæmið gengur upp.

19: Heill samfélagsins snýst um meira en hagfræði. Um grunngildi og umhyggju og þjónustu.

20: Bænin er mikilvæg. Einingarband. Grunnstoð. Traustur förunautur. Látum bæn, blessun og kærleika varða veginn til framtíðar.

21: Bænin er ómetanleg orkulind til góðs og blessunar.

22: Ekki missa móðinn, heldur rísa upp og standa með því sem er rétt og satt. Horfast í augu við framtíð með hugrekki og friði og gleði

23: Guð gefi okkur æðruleysi, kjark og vit til þess.

url: http://arni.annall.is/2009-01-01/orbloggud-predikun/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli