árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Systur · Heim · Hvað er í fyrsta sæti? »

Eurovision, bloggað í beinni

Árni Svanur @ 19.00 24/5/08

Þá eru nokkrar mínútur í að Eurovision hefjist. Við Guðrún María erum búin að koma okkur fyrir í sófanum og höfum hugsað okkur að færa til annáls helstu viðbrögð og upplifun af einstökum lögum. Við lofum ekki að við endumst allan alla söngvakeppnina, en hver veit …

6:54 Nú er þulan að kynna keppnina og svo er skipt yfir til Belgrad. Áfram Ísland. Skiptingin er að vísu með viðkomu hjá Glitni ;) Ég hafði annars ekki áttað mig á því hversu langt er síðan við vorum í úrslitakeppninni. Held þó að Sigmar hafi mismælt sig eða ég heyrt eitthvað vitlaust – því við vorum í öðru sæti eftir 1994 ;)

Við byrjum á serbneska laginu frá því í fyrra. Það fær einkunnina „Dálítið skrýtið,“ hjá ungu stúlkunni.

7:01 Kynnarnir eru komnir á svið og þetta er því að fara af stað. „Let the show begin …“ Rúmenar eru fyrstir á svið, „með óperuskotna ballöðu,“ svo vitnað sé í Sigmar. Það fær ekki háa einkunn hjá Eurovisionsérfræðinginum sem situr mér við hlið í sófanum ;)

7:08 Breska lagið er nýbyrjað. „Þetta er skemmtilegt lag!“ Þar hafið þið það :)

7:17 Albanska lagið var mun betur flutt í kvöld en síðast. Yngsti keppandinn virtist ekki eins stressaður sem er gott. Þýska bandið hljómar aftur á móti frekar stressað, vantar einhvern veginn kraftinn í þær.

7:20 Armenska lagið er að hefjast, „Pabbi, þetta er ótrúlega skemmtilegt lag!“ Flottir flytjendur segir hnáta. „Þrír menn, góðir að dansa …“

7:35 Finnski metallinn reyndist ekki vinsæll ;)

7:37 Króatíska lagið fær hinsvegar góða einkunn. „Sko, sjáðu, þessi kona sem er í rauða kjólnum að dansa, hún slær með pinna í flöskurnar og spilar.“

Nú er annars komið að Póllandi sem „ætlar að hita upp fyrir Íslendinga“ eins og Sigmar orðar það. Ég hef ekki heyrt það lag áður, en bíð spenntur.

Náði ekki til mín ;)

En nú er komið að Eurobandinu :)

7:47 Já, já, þau stóðu sig bara vel. „Æði, þetta heitir This is My Life,“ segir sérfræðingurinn.

8:07 Hér var sungið með Hero og flautað með All night long. Við styðjum frændþjóðirnar að sjálfsögðu ;)

8:25 Franska lagið var flott, fékk atkvæði hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Það gríska þykir sérfræðingnum gott. Ég var beðinn að færa það til bókar :)

9:29 Snýst keppnin ekki um það á þessu stigi að Ísland fái fleiri stig en Svíþjóð – þannig að við látum Svíana ekki vinna okkur aftur ;)

Ætli við verðum ekki í 16. sæti. Ánægður með 12 stig til frænda okkar í Danaveldi.

9:54 Með 8 stigum frá Svíþjóð komumst við loks upp í 16. sæti. Spurning hvað það varir lengi.

10:01 Danir skutu okkur upp í 14. sæti með 12 góuðm stigum. Jibbí.

url: http://arni.annall.is/2008-05-24/eurovision-bloggad-i-beinni/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli