árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Lítið lamb · Heim · Án titils »

Í Eikadal

Árni Svanur @ 15.28 3/5/08

In the Valley of Elah er nýjasta mynd Paul Haggis sem m.a. er þekktur fyrir kvikmyndirnar Crash og Million Dollar Baby. Myndin segir sögu Hank Deerfield sem grennslast fyrir um örlög sonar síns sem er hermaður og hefur nýverið snúið aftur frá Írak. Hans er saknað erfitt reynist að komast að því hvað hefur gerst. Með hlutverk Hank fer Tommy Lee Jones, en hitt aðalhlutverkið er í höndum Charlize Theron. Bæði leika þau vel.

Þetta er mögnuð mynd gefur innsýn í leit föður að syni sínum. Hún bregður upp mynd af sambandi föður og sonar og birtir okkur sára sorg og söknuð. Myndin spyr jafnframt spurninga um Íraksstríðið og áhrif þess á þjóð og menn. Síðarnefnda temað er meðal annars sýnt á táknrænan hátt í gegnum bandaríska fánann.

Myndrammi úr In the Valley of Elah sem sýnir bandar</p>
			</div>
		</div>
		
		<p class=url: http://arni.annall.is/2008-05-03/i-eikadal/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli