árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Rós · Heim · Kenndu okkur að biðja »

Kristilegt uppeldi

Árni Svanur @ 18.59 26/4/08

Bjarni Karlsson var gestur Ævars í Lóðrétt eða lárétt um daginn. Þeir ræddu meðal annars um trúaruppeldi. Bjarni sagði um það eitthvað á þessa leið:

Þegar barnið ykkar er orðið tvítugt, og stendur á þröskuldi sinnar sjálfstæðu tilveru, ef að það veit tvennt: Ef sú vitneskja er runnin því í merg og bein að það er óendanlega dýrmætt, að það er dýrmæt manneskja, elsku verð manneskja og ef það veit líka og sú vitneskja er því líka runnin í merg og bein að það getur aldrei lokast inni í neinum aðstæðum, vegna þess að veröldin er ekki þannig í laginu að maður lokist inni í henni. Ef að barnið á þessa vitneskju, um dýrmæti sitt og um stöðu sína í raunveruleikanum, að það er aldrei um innilokun að ræða vegna þess að það á augu sem sjá út fyrir þennan heim, vegna þess að það á reynslu af guðssamfélaginu, það á bænamál, bænamál. Þá hefur það hlotið kristilegt uppeldi.

Þú ert dýrmæt – þú ert dýrmætur. Veröldin er opin og hún víðfeðmari en virðist þegar grunnt er skoðað.

Það er gott að geta miðlað börnunum sínum þessu.

url: http://arni.annall.is/2008-04-26/kristilegt-uppeldi/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli