árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Kristilegt uppeldi · Heim · Mold »

Kenndu okkur að biðja

Árni Svanur @ 23.48 26/4/08

Ég prédika í árdegismessu á miðvikudaginn kemur. Morgunlestur dagsins er að finna í 11. kafla Lúkasarguðspjalls:

Svo bar við, er Jesús var á stað einum að biðjast fyrir, að einn lærisveina hans sagði við hann þá er hann lauk bæn sinni: „Drottinn, kenndu okkur að biðja eins og Jóhannes kenndi lærisveinum sínum.“
En hann sagði við þá: „Þegar þér biðjist fyrir, þá segið:
Faðir,
helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
gef oss hvern dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar syndir
enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni.“

Biðjið og yður mun gefast

Og Jesús sagði við þá: „Nú á einhver yðar vin og fer til hans um miðnætti og segir við hann: Vinur, lánaðu mér þrjú brauð því að vinur minn er kominn til mín úr ferð og ég hef ekkert að bera á borð fyrir hann. Mundi hinn þá svara inni: Ger mér ekki ónæði. Það er búið að loka dyrum og börn mín og ég komin í rúmið. Ég get ekki farið á fætur að fá þér brauð? Ég segi yður, þótt hann fari ekki á fætur og fái honum brauð vegna vinfengis þeirra, þá fer hann samt fram úr sakir áleitni hans og fær honum eins mörg og hann þarf.
Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Er nokkur sá faðir yðar á meðal sem gæfi barni sínu höggorm ef það biður um fisk eða sporðdreka ef það biður um egg? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann.“

Þarna er stefjafjöld sem verður spennandi að glíma við. Prédikunin gæti ratað á annálinn  ;)

url: http://arni.annall.is/2008-04-26/kenndu-okkur-ad-bidja/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Carlos @ 27/4/2008 09.05

Dálítið skemmtileg hliðstæða þar sem samband vina er borið saman við samband Guðs og manns. Síðasti hlutinn er líka dálítið áleitinn, þar sem guðspjallamaðurinn staðhæfir að Guð muni aðeins gefa góðar gjafir – ekki endilega þær sem maður óskar sér heldur hluta af sjálfum sér. Snýst um traust – ekki brauð, fisk eða þessháttar dót.

Árni Svanur @ 27/4/2008 14.09

Mér finnst áleitnin líka áhugavert stef, annars vegar það sem birtist í umræðunni um vinina: „þá fer hann samt fram úr sakir áleitni hans og fær honum eins mörg og hann þarf.“ Hins vegar það sem kemur í beinu framhaldi þar sem segir: „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“

Ekki gefast upp, ekki hætta, haltu áfram …


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli