árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Pabbi · Heim · Hómer fylgist með »

Bonhoeffer skv. Dobmeier

Árni Svanur @ 20.12 16/4/08

Við ætlum að skoða heimildarmyndina Bonhoeffer: Pastor, Pacifist, Nazi Resister í kvöld. Þetta er mögnuð mynd sem er gerð af Martin Dobmeier sem dregur upp góða mynd af lífi og starfi þýska guðfræðingsins Dietrich Bonhoeffer. Hann var einn þeirra guðfræðinga sem börðust gegn nasismanum og Adolf Hitler. Hann tók líka þátt í áætlun um að ráða Hitler af dögum. Fyrir vikið var hann handtekinn og dvaldi lengi í fangabúðum. Hann var tekinn af lífi stuttu fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

url: http://arni.annall.is/2008-04-16/bonhoeffer-skv-dobmeier/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli