árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Biblían í Futurama og Simpsons · Heim · Taminn eða villtur »

Foreldri, uppeldi, trú

Árni Svanur @ 09.38 5/4/08

Nýjasti Speaking of Faith þátturinn fjallar um foreldri og uppeldi og trú. Áhugafólk um guðfræði og trúmál ætti auðvitað að vera í áskrift að hlaðvarpi Speaking of Faith (það kostar ekkert, en gefur heilmikið).

url: http://arni.annall.is/2008-04-05/foreldri-uppeldi-tru/

Athugasemdir

Fjöldi 6, nýjasta neðst

Halldór Elías @ 6/4/2008 11.27

Það er svo sannarlega rétt. Krista Tippett er líklega færasti fjölmiðlamaðurinn í BNA þegar kemur að trúmálum. Podcast-ið frá henni hefur auðveldað mér margar langferðirnar hér í Ameríku.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 6/4/2008 20.41

Æi..mér finnst hún vera frekar ómerkileg. Þessi færasti fjölmiðlamaðurinn í BNA þegar kemur að trúmálum sagði t.d. einu sinni að hún tæki ekki viðtal við Dawkins af sömu ástæðu og hún vill ekki taka viðtal við Jerry Falwell.

Árni Svanur @ 6/4/2008 21.33

Nú veit ég ekki hvar hún sagði þetta sem þú vísar til Hjalti Rúnar, en ég fann þessa tilvitnun á vef Speaking of Faith:

I have not closed my mind to the idea that I might one day interview Christopher Hitchens or Richard Dawkins.

Hún segir margt fleira sem er áhugavert á síðunni sem ég vísa til. Annars hefur mér virst sem það sé eitt markmið hennar að víkka út umræðuna og leiða hana áfram í átt til aukins skilnings. Það held ég að sé gott markmið.

Halldór Elías @ 6/4/2008 22.13

Ég heyrði þetta komment sem Hjalti nefnir og hún færði ágæt rök fyrir máli sínu. Þ.e. þáttur hennar er einfaldlega ekki vettvangur fyrir boðun heldur samtal.

Halldór Elías @ 6/4/2008 23.00

Hér að ofan einfaldaði ég rök Krista Tippett þó nokkuð sem er líklegast ekki við hæfi, en ummælin féllu í viðtali/tengslum við viðtal við trúlausan vísindamann sem ég man ekki hver var. Eins er rétt að taka fram að Krista tekur fjölmörg viðtöl við trúlausa einstaklinga núna nýlega t.d. við stærðfræðing sem hafnar á mjög áhugaverðan og skemmtilegan hátt líkindakenningunni sem margir Intelligent Design boðendur halda á lofti.

Þannig býður Krista alls konar fólki að hljóðnemanum hjá sér, svo lengi sem það hafi upp á eitthvað spennandi og nýtt upp á að bjóða sem er líklegt til að vekja áhuga hlustenda sinna.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 7/4/2008 04.07

Þessi ummæli eru í kringum ~11:00 í viðtalinu við Harvey Cox, rétt á eftir því að Cox segir að hann skilji ekki þau rök trúleysingja að þar sem trúað fólk hafi gert slæma hluti í gegnum tíðina að þá séu trúarbrögð röng. Mikið gagn af þeim viðmælenda.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli