árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Futurama og frelsið · Heim · Ósammála? Hvernig? »

Adams æbler sýnd á RÚV

Árni Svanur @ 15.34 30/3/08

Danska kvikmyndin Adams æbler er á dagskrá Ríkissjónvarpsins kl. 21:05 í kvöld. Myndin segir nýnasistanum Adam sem lýkur fangelsisvist sinni með samfélagsþjónustu í litlum söfnuði. Þar hittir hann fyrir prestinn Ivan sem hefur óvenju jákvætt og sérstakt viðhorf til lífsins. Þetta er kolsvört gamanmynd um alvarleg efni sem geymir mikinn fjölda trúarstefja. Fyrir eða eftir áhorfið má lesa umfjöllun um myndina á vef Deus ex cinema.

url: http://arni.annall.is/2008-03-30/adams-aebler-synd-a-ruv/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 1/4/2008 14.33

Af hverju tókstu í burtu gamlar athugasemdir Árni Svanur (eða var það kannski ekki þú?).
ég vil bara endurtaka það hér sem ég sagði þar: Adams æbler verður bara betri eftir því sem maður sér hana oftar.
Þetta er einhver besta guðfræðilega pæling á Biblíunni sem ég hef séð (fyrir utan mynd Scorsese um síðustu freistingu Krists á krossinum, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/The_Last_Temptation_of_Christ_(film)).

Árni Svanur @ 1/4/2008 14.38

Ekki var það ég.

Þú skrifaðir ummæli um Adams æbler á annál Kela (að vísu stutt).


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli