árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« 24 stundir á vefnum · Heim · Stríðsmyndir »

Prestar, prédikun, klúbbur

Árni Svanur @ 16.40 28/3/08

Prédikunarklúbbur

Alla þriðjudaga hittast prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra til að ræða um prédikunina. Ég átti þess kost að vera með þeim í kyrruviku og tók þátt í skemmtilegum umræðum um prédikunartexta föstudagsins langa. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur leiddi umræðuna og fræddi okkur um fórnarskilning í gegnum söguna. Afrakstur þanka hans má lesa í afbragðs prédikun sem flutt var á föstudaginn langa í Grafarvogskirkju. Hún hefur yfirskriftina Kross Krists og fórnin.

Myndin sýnir Sigurjón Árna og Gísla Jónasson, prófast.

url: http://arni.annall.is/2008-03-28/prestar-predikun-klubbur/

Athugasemdir

Fjöldi 10, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 28/3/2008 20.34

Afbragðs “prédikun”? Mér sýnist þetta nú frekar vera fyrirlestur.
En getur einhver sagt mér hvað þetta þýði: “Guðs sé Guðs lífs og það eilífs lífs”?

Árni Svanur @ 28/3/2008 20.39

Ætli það sé ekki einu s-i ofaukið þarna.

Torfi Stefánsson @ 28/3/2008 21.39

Eða tveimur?

Árni Svanur @ 28/3/2008 22.01

Jafnvel ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 29/3/2008 15.14

Mér finnst þetta fín framsetning á gagnrýni á hugmyndir kristinna manna um fórnardauðann, en ég skil engan veginn hvert svarið hans við þessari gagnrýni í síðari hlutanum er. Eini punkturinn sem ég sé er: Guð er sá sem fórnar, ekki maðurinn.

Torfi Stefánsson @ 29/3/2008 17.23

Það var ekkert svar – það gleymdist (eða kannski var þetta bara fyrirlestur en þá þarf ekkert svar).
Ég vona að áðurnefnd setning sr.(dr.) Sigurjóns Árna muni lifa lengi (“Guðs sé Guðs lífs og það eilífs lífs”) enda gott dæmi um vandamál fræðimanna við að tjá sig á skiljanlegri íslensku.
Annars stóð Sigurjón sig vel í silfri Eglis, eða ætti maður kannski frekar að segja syni (eða sonum) Egils?
Sigurjón Árni var nefnilega kynntur sem Egilsson (í skrifuðum texta) en er auðvitað Eyjólfsson (Sigurjónssonar Árnasonar prests í Eyjum og í Hallgrímskirkju hér áður og fyrrum).
Amen.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 29/3/2008 18.11

Það var ekkert svar – það gleymdist…

Ég á nú bágt með að trúa því að Sigurjón hafi ekki talið sig hafa svarað þessari gagnrýni í síðari hluta predikunarinnar.

Ég og Torfi erum augljóslega ekki nógu vel að okkur í fræðimannamáli til þess að sjá svarið. Getur einhver bent okkur á það?

Svo var hann Sigurjón ekki í Silfri Egils, hann var í Kiljunni hans Egils, sem minnir mig á það að fara að horfa á þann þátt.

Torfi Stefánsson @ 29/3/2008 19.20

Rétt kilja Egils, ekki silfur, ætti frekur að heita synir Egils því hann talar jú fyirleitt ekki við konur.
Hins vegar viðurkenni ég ekki að ég sé illa að mér í fræðimannamáli. Inntak “prédikunarinnar” var það að fórn Krists var engin fórn, heldur lífgjöf.

Þetta er eitt af mörgum ágætum dæmum nútíma guðfræði að snúa hlutunum við og nefna þá ekki sínum réttu nöfnum. Lengi fram eftir öldunum var fórnin talin æðsta hlutskipti mannsins – að fórna sjálfum sér svo að aðrir mættu lifa.
Nú er sú hugun vinsælust að fórna öðrum svo þú megir lifa – og öll spekin mótast af þessu viðhorfi.

Sigurjón Árni eltir auðvitað straum tímans eins og aðrir, í einhvers konar píetískum upplýsingaranda.
Tilfinningin og túlkunin til nútímans (endursögnin) er það sem ræður för hjá honum, ekki hin gagnrýna hugsun sem felst í því að halda fram göfginni – fórninni – sem eðlilegasta þætti lífsins.

Hinn fórnandi kærleikur er uppspretta og uppihald alls lífs á jörðinni. Ef þú gefur ekki af þér – helst þannig að undan svíði – þá öðlast enginn neitt og síst þú sjálfur!

Því flýtur nú allt að feigðarósi umhverfis- og stríðsógna … og enginn vill fórna neinu svo hann mætti bjarga sjálfum sér – og öðrum.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 29/3/2008 19.59

Torfi, ég var auðvitað að nota hæðni þegar ég sagði að þú skildir ekki fræðamálið.

Auðvitað held ég ekki að sá kirkjunnar maður sem ég tel skynsamastan af þeim öllum (og sá eini sem ég sé á ákveðnum lista, og það með +2000, tilviljun? ;) ) ekki skilja fræðamál. :D

Árni Svanur @ 29/3/2008 21.05

Takk fyrir ykkar innlegg. Tvær tilvitnanir í prédikunina sem mér finnst mikilvægt að hafa í huga í samhengi umræðunnar:

„Kross og dauði Jesú eru endir allra fórna. Því þar er það ekki maðurinn sem gefur eða fórnar heldur Guð sem gefur.“

Og:

„Fórnin er auk þess tengd við samband okkar við náungann, inntak hennar er nú þjónustan. Hún felst í því að hlúa að lífi hér í heimi. Fórnin er ekki lengur skilin sem það að svipta einhvern einhverju til að fá eitthvað, heldur eitthvað sem við leggjum sjálfviljug á okkur til að geta deilt lífi okkar með öðrum. Þannig fórnum við tíma, peningum, vinnu o.s.frv. til þess að geta deilt lífi með náunga okkar og þeim sem við elskum.

Loks er það sem krossinn dregur fram er að engin hugmyndafræði getur gert þá kröfu til okkar að fórna lífi og eignum sínum fyrir hana. Fórnin er mun fremur hluti af þjónustu okkar við náungann sem fellst í að ryðja lífinu leið, en ekki taka líf. Fórnin sem þjónusta við lífið felst í því að hlúa að lífinu í okkar daglegu störfum. Ástæða þess að við getum þetta er vegna þess að fórn Krists hefur gert alla aðra fórnarþjónustu óþarfa.“

Ég les ekki út úr þessu að krossinn megi ekki skilja sem fórn heldur að hann sé hin endanlega fórn. Fórnin sem bindur endi á allar aðrar fórnir.

Og ég sé ekki betur en að Sigurjón haldi opnum þeim möguleika að við gefum af okkur í þágu annarra, en það er ekki gert í þágu sambandsins við Guð heldur vegna þessa sambands (ef svo má að orði komast).

Annars væri best að Sigurjón skýrði þetta.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli