árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Hvað táknar páskaeggið? · Heim · Kirkjan og dauðinn (og páskarnir) »

Páskaprédikanir – páskapistlar

Árni Svanur @ 13.01 23/3/08

Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn! Lesendum annálsins óska ég gleðilegra páska. Megi birta upprisunnar lýsa ykkur í dag og alla daga.

Hér eru nokkrar vísanir á páskapistla og prédikanir sem birtar eru á vefnum:

Pistlar

Prédikanir

Það verður aukið við færsluna eftir því sem færi gefst.

url: http://arni.annall.is/2008-03-23/paskapredikanir-paskapistlar/

Athugasemdir

Fjöldi 7, nýjasta neðst

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 23/3/2008 21.19

Mér finnst merkilegt að prestur í Þjóðkirkjunni segi að fræðimenn telji það t.d. vera staðreynd að verðir hafi verið við gröf Jesú. Eru prestar Þjóðkirkjunnar að lesa trúvarnarbækur frá bókstafstrúarmönnum?

Torfi Stefánsson @ 23/3/2008 21.49

Hér er áþreifanlegt dæmi úr einni páskaprédikuninni um sterka stöðu bókstafstrúar:

“Þegar Jesús var stunginn með spjóti í síðuna rann út blóð og vatn sem segir okkur að gollurhúsið hafi rofnað og hjarta hans þar með brostið. Jesús dó sannarlega. Það leið ekki yfir hann.
Hann rankaði ekki allt í einu við sér í gröfinni eftir allt sem hann hafði gengið í gegnum, velti frá steininum, og fór um og sannfærði alla um upprisu sína.”
—————————————————————————
Nákvæm lýsing hins bókstafstrúaða?
En andvarpaði Kristur ekki eitt sinn þungan og mælti: „Hví heimtar þessi kynslóð tákn? Sannlega segi ég ykkur: Þessari kynslóð verður alls ekki gefið tákn.“

Segir þetta okkur ekki að kirkjan þarf ekki á sönnun að halda fyrir trú sinni – og að leita slíks sé fásinna?
Auk þess lærði ég það á mínum námsárum að þessi upprisufrásaga í Jóhannesarguðspjalli sé færð í stílinn til að “sanna” að spádómur 22. Davíðssálms um harmkvælamanninn hafi ræst í Kristi.
Hér er sem sé ekki um að ræða beina útsendingu frá krossfestingunni, enda þetta skráð á letur hátt í 100 árum á eftir þann atburð.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 23/3/2008 22.09

Nákvæmlega Torfi. Þetta með hjartað er enn betra dæmi. Síðan kvarta sumir kirkjunnar menn yfir því að við í Vantrú séum “bókstafstrúaðir”, án þess að útskýra auðvitað hvað þeir eiga við með því. Þarna virðist presturinn hins vegar búinn að feraðst aftur í tímann og telur sig vera að rökræða upprisuna við rationalista.

Hvernig væru ef þessir sömu kirkjunnar menn myndu sýna smá sjálfsgagnrýni og kvarta yfir svona bókstafstrú innan sinna eigin raða?

Árni Svanur @ 23/3/2008 22.58

Gott og vel. Hér hafa verið nefnd atriði sem lesendur eru ósáttir við. Skoðum hina hliðina líka: Hvað höfðar til okkar? Hvað er vel gert og vel framsett?

Torfi Stefánsson @ 23/3/2008 23.51

Biskupinn er auðvitað yfirburðarmaður! Og hann kemur til móts við þá sem vilja heiðarlegri kirkju – með því að sýna sjálfsgagnrýni:

Það er því miður alveg áreiðanlegt að trú er í sjálfu sér engin trygging fyrir siðgæði og sönnum dyggðum. Siðlausa og siðblinda menn er eins að finna meðal trúaðra og guðlausra. Allt mannlegt eðli hneigist til sjálfshyggju og eigingirni. … Reiði og öfund, ágirnd, eigingirni og aðrir lestir er öllum mönnum sameiginlegt – og öllum mönnum verkefni til að takast á við og yfirvinna. … Ástin, umhyggjan og trúin eru iðulega afskræmd og verða handbendi hins illa …

Hann virðist meira að segja hafa lesið gagnrýni mína á predikun Gunanrs Kristjánssonar, þ.e. um þörfina að líta í eigin barm:

“Krossdauði frelsarans afhjúpar manninn. Krossinn hvetur okkur til að líta í eigin barm og spyrja okkur hvar við hefðum staðið í atburðum píslarsögunnar. Það er aðeins einn saklaus í þeirri sögu, og það er ekki ég, það er ekki heldur þú. Trúarbrögðin og guðleysið tóku höndum saman, kirkjan og kóngurinn, fjármálageirinn og fjölmiðlarnir, skynsemin og göfugustu tilfinningar, almenningsálitið og akademían, tóku höndum saman í andstöðunni gegn hinum eina. Krossinn táknar algjört gengishrun þess alls. Hvar hefðum við staðið á deginum þeim?…

Við eigum öll hlutdeild í reynslu og sögu sem flækir okkur í net sjálfselsku og ótta. Við höfum öll tekið þátt í að fordæma saklausan, að reisa múra og velta steinum fyrir. Ef ekki beinlínis, þá óbeint. Þegar kirkjan játar og trúir að Jesús dó fyrir syndir okkar, lífi og heimi til lífs, þá er verið að segja að við þörfnumst öll hjálpar, hver sem við erum, og að við getum ekki eigin mætti höndlað það sem við innst inni þörfnumst og þráum. Ekkert fær leyst fjötrana, ekkert fær lokið upp augum okkar nema við viðurkennum vanmátt okkar og synd, viðurkennum návist Guðs og náð í hverju því sem að höndum ber, horfumst í augu við fortíðina með hugrekki og raunsæi og erum reiðubúin að standa á fætur og byrja að nýju. Fjöldi manns okkar á meðal fær að reyna og sjá slíka upprisu í lífi sínu, steinum velt frá, fjötra rakna og ný tækifæri gefast, nýjar leiðir ljúkast upp.”

Eigum við ekki að segja að þessi prédikun ein nægi okkur – og gleyma öllum hinum?

Árni Svanur @ 24/3/2008 08.27

Ekki myndi ég nú segja það, en ég tek undir með þér að prédikun biskups er góð. Mjög góð reyndar. En mér finnst svo margt gott í þessum prédikunum sem voru flottar í gær og alveg frábært að hafa þennan aðgang að þeim og get séð hvernig upprisan er prédikuð í kirkjum landsins. Á eftir skal ég taka nokkur dæmi, til að skýra þetta betur.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 24/3/2008 13.19

Mér finnst það nú ekkert svakaleg sjálfsgagnrýni að viðurkenna það að ekki séu allit siðlbindingjar trúlausir! Síðan virðist biskupinn vera að búa til nýtt orð sem hann vill örugglega gjarnan að verði notað um gagnrýnendur kristninnar:

Við þurfum reyndar ekki að skyggnast langt um sviðið til að koma auga á vaxandi tortryggni gegn útlendingum, kynþáttafordóma, Íslamófóbíu, Gyðingahatur, Kristsfælni. Svo verða ýmsir til að fullyrða að trúin sé sökudólgurinn, trúarbrögðin séu það afl sem einatt blási að glæðum haturs og hleypidóma og skuli því rutt út úr upplýstu og menntuðu samfélagi.

En svo ég segi eitthvað jákvætt, þá fannst mér fínt að Gunnar hafi að minnsta kosti reynt að rökstyðja upprisuna, þó svo að hann hafi gert það á forsendum bókstafstrúar.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli