árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Stafrænn Bjarmi · Heim · Lúther leiðinlegi »

Gegn kynþáttamisrétti

Árni Svanur @ 21.25 19/3/08

Í gær vöktu nokkrir unglingar athygli gesta Smáralindarinnar á fordómum og kynþáttamisrétti. Uppákoman var hluti af viku gegn kynþáttamisrétti sem nú stendur yfir.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Á bolunum sem unglingarnir klæddust var spurt hvort við dæmum fólk eftir útlitinu og bent á að öll erum við eins inn við beinið. Þetta er gott og þarft framtak og mikilvægar spurningar sem mættum öll íhuga.

Ps. Adda Steina tók myndina hér að ofan og fleiri myndir í Smáralindinni.

url: http://arni.annall.is/2008-03-19/gegn-kynthattamisretti/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 19/3/2008 21.45

Í tíufréttum RÚV komu líka svipmyndir frá Glerártorgi á Akureyri en þar má sjá unglingum og starfsfólki úr æskulýðsstarfi Glerárkirkju bregða fyrir í þessum bolum en sama átak var í gangi þar eins og víða. (Fréttatíminn er því miður ekki kaflaskiptur, þetta er í rúmlega miðjum fréttatímanum.)

Árni Svanur @ 19/3/2008 21.50

Takk fyrir að benda á þetta Pétur Björgvin. Jóna Lovísa tók myndir á Glerártorgi þær eru líka aðgengilegar á vefnum.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli