árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Föstusöknuður · Heim · Píslarsaga BBC »

Traust

Árni Svanur @ 23.04 14/3/08

Að vera kristinn, segir Rowan Williams erkibiskup af Kantaraborg, er öðru fremur spurning um traust – en ekki að taka undir tilteknar kenningar. Traustið til Guðs kemur fyrst, kenningarnar fylgja á eftir. Þessi áhersla á traustið er meðal annars sýnileg þegar við upphaf lífsins, þegar barn er borið til skírnar.

Williams skrifar í sömu bók að kannski séu bestu röksemdafærslurnar um tilvist Guðs ekki settar fram á blaði heldur í lífshlaupum. Að þær séu fólgnar í fólkinu sem lifir í trú. Í fyrirmyndum sem aðrir vilja líkjast af því að þau lifa lífinu eins og þeir vildu lifa því.

url: http://arni.annall.is/2008-03-14/traust/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli