árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Sjö orð · Heim · Traust »

Föstusöknuður

Árni Svanur @ 21.13 14/3/08

„Ég sakna föstunnar,“ skrifar Bernharður í pistli dagsins á trú.is.

url: http://arni.annall.is/2008-03-14/fostusoknudur/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 14/3/2008 23.52

Já það er margs að sakna, jafnvel föstunnar, þó ég sé nú ekki svo viss um að sr. Bernharður hafi verið alinn upp í sérstökum föstuanda (þ.e. haldið föstuna “heilaga”). Mæður okkar voru jú systur svo eitthvað hefur uppvaxarumhverfi okkar verið líkt (þótt hann sé mun eldri en ég) en aldrei man ég eftir þessu föstuanda á mínum uppeldisreit.

Þá mættu menn á tru.is alveg uppfæra upplýsingar um höfundinn. Hann er þar sagður rektor Skálholtsskóla, þ.e. rektor í Skálholti. Það mun hins vegar vera ár eða tvö síðan Bernharður hætti þar sem rektor

Árni Svanur @ 15/3/2008 10.50

Ég skildi þennan pistil ekki sem umfjöllun um uppeldi höfundar sem slíkt heldur sem umfjöllun um liðna tíð og það sem var en er ekki lengur. Sem slíkur finnst mér hann prýðilegt innlegg. Ég get tekið undir sitthvað af því sem þarna stendur og heimfært það á mín yngri ár – og er ég þó yngri en þið báðir.

Viljir þú ræða um reynslu ykkar frændanna af uppeldi og trúariðkan er best að gera það annars staðar en hér.

Takk fyrir ábendinguna um höfundarupplýsingarnar. Ég er búinn að uppfæra þær.

Torfi Stefánsson @ 15/3/2008 16.05

Ég er alls ekki sammála þessu um að meiri “sekularisering” hafi átt sér stað síðustu ár, hvorki hvað varðar föstuna né annað.
Veraldarvæðingin var hafinn löngu fyrir tíð okkar allra, og fastan t.d. enginn faktor í lífi fólks sem slík (það er að einhver fastaði eða hagaði lífi sínu á nokkurn hátt öðru vísi en á öðrum tímabilum ársins).
Ég tel að þetta sé misminni hjá sr. Bernharði og nefni því svipaða uppeldislega þætti okkar sem rök fyrir því. Hins vegar veit ég ekkert um þitt upeldi og tjái mig því ekkert um það.
Kannski er til sálfræðileg skýring á því að þér finnist það sama og sr. Bernharður, þ.e. óskhyggja vegna þess að þið hafið báðir starfað lengi innan kirkjunnar og séuð óánægðir með stöðu mála: “Alt var bedre för”?


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli