Sjö orð
Árni Svanur @ 21.35 13/3/08
Á laugardaginn opnar sýning í Hallgrímskirkju á myndum eftir Baltasar Semper. Sýningin hefur yfirskriftina Sjö orð Krists á krossinum og myndirnar byggja á sjö orðum Krists á krossinum í Passíusálmunum. Þetta eru sálmarnir sem um ræðir:
- 34. sálmur: Það fyrsta orð Kristí á krossinum
- 37. sálmur: Annað orð Kristí á krossinum
- 40. sálmur: Þriðja orð Kristí á krossinum
- 41. sálmur: Það fjórða orð Kristí á krossinum
- 42. sálmur: Það fimmta orð Kristí á krossinum
- 43. sálmur: Það sjötta orð Kristí á krossinum
- 44. sálmur: Það sjöunda orðið Kristí
Á vef Reykjavíkurprófastsdæmis vestra er hægt að skoða eina af myndunum. Ég ætla að kíkja á sýninguna eftir að hún hefur verið sett upp og vonast til að geta gert henni skil hér á annálnum.