árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Aperture 2 · Heim · Ekki-pappamál »

Sem á himni, Ár úlfsins

Árni Svanur @ 08.24 12/3/08

Það er spennandi Fjalakattarhelgi framundan. Sænska myndin Sem á himni – Så som i himmelen eftir Kay Pollack verður sýnd á sunnudag og mánudag og finnska Ár úlfsins – Suden vuosi verður sýnd á mánudaginn. Hvort tveggja áhugaverðar myndir.

Ég hef séð Sem á himni nokkrum sinnum og hrifist af henni. Þetta er fallega saga um samfélag sem gengur í sig sjálft og gengur í gegnum verulegar breytingar. Hættir að vera lokað og meðvirkt — verður opið og stendur vörð um lítilmagnann. Um leið er dregin upp mynd af tvenns konar samfélag, kannski tvenns konar kirkju.

Tónlistin spilar þar stórt hlutverk í myndinni, þar með talið Söngur Gabrielle sem má líta hér að ofan (meðan myndbandið er á YouTube). Myndin greinir annars frá hljómsveitarstjóra sem snýr aftur í heimabæ sinn eftir áfall. Hann var lagður í einelti fyrir margt löngu og ofbeldismaðurinn er þarna enn, en hann þekkir þó ekki fórnarlambið sem skipti um nafn í millitíðinni. Hann hefur kannski fyrir löngu gleymt fyrri ofbeldisverkum og fórnarlömbum, en heldur þó upptekinni iðju.

Þetta er mögnuð mynd sem hrærir áhorfandann og hreyfir við honum. Það er full ástæða til að njóta hennar á stóru tjaldi og ég get því heilshugar mælt með Fjalakattarferð um helgina!

url: http://arni.annall.is/2008-03-12/sem-a-himni-ar-ulfsins/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Torfi Stefánsson @ 12/3/2008 12.57

Ég er búinn að sjá þessa mynd en hún var sýnd á einhverri nærrænu sjónvarpsstöðinni. Hún er svo sem ágæt en ekkert spes!

Árni Svanur @ 12/3/2008 12.58

Hvora?


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli