árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Meira en viðbrögð · Heim · Aperture 2 »

„Þjáningin grípur augað …“

Árni Svanur @ 20.53 11/3/08

Er ímynd deyjandi manns á krossi vænlegt vörumerki? Hvaða upplifun höfum við af þjáningu í samtímanum? Gunnar Kristjánsson fjallar um þjáninguna og ræðir þekkta krossfestingarmynd eftir Matthías Grünewald í pistli á trú.is:

Þjáningin grípur augað. Slys á vegum, ofbeldi um miðja nótt, unglingar á misheppnuðum uppeldisstofnunum, náttúruhamfarir, hryðjuverk og sjúkdómar, hungruð börn í sjónvarpsfréttum: sársaukinn lætur engan afskiptalausan, hann krefst fullrar athygli. Við horfum á hina þjáðu. Hvers vegna? Vegna þess að þjáningin stillir manninum upp frammi fyrir tilvistarspurningunum þar sem svörin liggja ekki á lausu.

url: http://arni.annall.is/2008-03-11/%e2%80%9ethjaningin-gripur-augad-%e2%80%9c/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli