árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Skýli · Heim · Erkibiskupabloggviðtal »

Babetta, fræðin og bragðlaukarnir

Árni Svanur @ 19.50 7/3/08

Gestaboð Babettu er mynd sem margir meðlimir Deus ex cinema hafa í hávegum. Ég er einn þeirra. Mér þótti því fróðlegt að lesa skrif Söru Vaux í greininni Letters on Better Movies sem birtist í greinasafninu Reframing Theology and Film. Vaux skrifar meðal annars:

„If I were to list all possible approaches to the field of religion/theology and film, we only would need to  examine the ways that Babette’s Feast has been analyzed since its appearance in 1987. It has been explored in the context of liturgical drama, feminist theology, biblical exposition, liberation theology, vocation and redemption, the multiple manifestations of love, the history of the Danish church, and political cinema.

Hún er líka áhugaverð sem prestamynd. Vaux bætir svo við:

It is the ultimate food movie, combining meal and message, its lush representations of the sensual pleasures of food preparation and consumption recalling the common meals of the early church. “Meal” suggests the meals of heaven: the drama of the Mass, the Seder, the meals of Ramadan, the hospitality of the Sikhs, and Abraham’s gracious welcoming of the three strangers in Genesis 18. Even for spectators who are not used to thinking in biblical or early church history terms, it far outclasses Tampopo, Eat Drink Man Woman, Like Water for Chocolate, and Lasse Hallström’s Chocolat for the sumpreme visual culinary feast.“ (bls. 91)

Þetta er svo sannarlega raunin. Enginn skyldi horfa á Gestaboð Babettu á fastandi maga ;)

url: http://arni.annall.is/2008-03-07/babetta-fraedin-og-bragdlaukarnir/

Athugasemdir

Fjöldi 9, nýjasta neðst

Þorkell @ 8/3/2008 13.50

Mjög áhugaverð grein Árni Svanur. Er það rétt skilið hjá mér að það vanti alveg grein (á ensku) um nálgun á myndina út frá sálminum, eins og Gunnlaugur hefur gert í sinni grein?

Árni Svanur @ 8/3/2008 14.22

Hún fer ekki sérstaklega út í það og vísar því miður ekki í einstakar greinar eða bókarkafla þar sem fjallað er um myndina, en hún nefnir „biblical exposition“ í upptalningu sinni. Það gæti falið sér umfjöllun út frá Sl 85 í anda þess sem Gunnlaugur gerir í umfjöllun sinni á Dec-vefnum.

Torfi Stefánsson @ 8/3/2008 18.41

Fyrirgefið að ég stel þræðinum svona. Ég sá nefnilega Atonement í gær. Hún kom mér á óvart því ég hafði ekki lesið bókina og ekkert rætt um hana neitt sérstaklega (vissi sem sé ekki þemað).

Þetta er auðvitað mynd sem hefur mjög mikið guðfræðilegt gildi enda fjallar hún um miðlæga hugsun í kristninni, friðþæginguna, eins og nafnið ber með sér.

Hafið þið fjallað eitthvað sérstaklega um Atonement út frá guðfræðilegu sjónarmiði? Gaman væri að sjá slíkt ef þið getið vísað mér á það …

Árni Svanur @ 8/3/2008 19.08

Ég hef ekki enn séð hana, en hlakka mikið til. Ætla að leggjast yfir hana í apríl og er mjög spenntur :)

Torfi Stefánsson @ 8/3/2008 20.05

Ja, hún er a.m.k. ágæt og fjallar að auki um mjög aktúelt þema, þ.e. upplognar sakagiftir um nauðgun eða kynlíf með aðila undir lögaldri – mál sem hafa verið mjög til umræðu á hinum Norðurlöndunum a.m.k. (þar sem ég þekki til).
Líklega má segja að myndin sé anti-feminístísk að því leyti. Hún gengur að minnsta kosti gegn þeirri mýtu sem hér á landi virðist harla lífseig, þ.e. að börn og unglingar geti ekki logið (og sérstaklega ekki ef þau eru kvenkyns).

Þorkell @ 8/3/2008 22.49

Fjallar Atonement ekki meira um sektarkennd en friðþægingu? Mér fannst alla vega eins og hún kæmist að því að hún gæti ekkert gert til að bæta fyrir að öðlast fyrirgefningu. En þetta er vissulega skilið svolítið opið.

Frábær mynd, ein af þrem bestu myndum ársins að mínu mati. Hinar tvær eru There Will Be Blood og I’m Not There. Ertu búinn að sjá There Will Be Blood Torfi?

Torfi Stefánsson @ 9/3/2008 10.47

Nei, Þorkell! Hún byggir að mér skilst á sögu eftir Upton Sinclair þannig að það er örugglega einhver social realismi í henni sem væri gaman að sjá.

Annars er ekki svo langur vegurt á milli friðþægingar og sektarkenndar að mínu mati. Gengur kristnin í raun og veru ekki út á sektarkenndina, eins og birtist best í aflausinni?:
“Ég játa fyrir þér almáttugi faðir að ég hef margvíslega syndgað í orðum mínu og gjörðum …”

Carlos @ 9/3/2008 18.55

Vestrænn arfur kristninnar virðist gera það, án teljandi undantekninga (maður telur varla Únítaríana eða Kvekara með, er það nokkuð?).

Þorkell @ 9/3/2008 20.15

Jú, það er rétt að oft er ekki mikill munur þar á. Hann er hins vegar meiri ef litið er til G.t.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli