árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Piparkökuskreytingar · Heim · Vetrarveröld »

Nana

Árni Svanur @ 12.28 10/12/07

Orð dagsins er nana sem þýðir á ungbarnamáli heimilisins banani (ég get mér til að orðmyndina megi rekja til spurningarinnar „viltu banana?“ sem stundum heyrist heimavið.) Orðið getur merkt ýmislegt, allt eftir samhenginu:

Nana! Mig langar í banana!

Nana? Er til banani?

Nana. Þetta er banani.

Namm nana. Þetta var góður banani. Má ég fá meira?

Annars ætlum við að elda og njóta sænskrar matargerðar næstu daga. Ég keypti nefnilega Allt om mat (tvö jólablöð) á Arlanda í gær og sá þar ýmislegt girnilegt.

Ps. Eins og allir vita er ungbarnamál fjölbreytt og fer mikið eftir einstaklingum. Nana þarf því alls ekki að merkja banani þegar það kemur úr munni annarra barna en minna eigin ;)

url: http://arni.annall.is/2007-12-10/nana/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Þorkell @ 10/12/2007 17.17

Skemmtilegt :-)


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli