árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Tveir kirkjupistlar · Heim · Ekki-kaupa-jólin »

Nói og frú eru í uppáhaldi

Árni Svanur @ 22.32 29/11/07

Hafdís Huld er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu. Við feðgin höfum hlustað á Tomoko ótal sinnum í haust og sú litla dillar sér í takt og dansar af list. Nú er kominn út nýr Hafdísardiskur sem heitir Englar í ullarsokkum. Og við höfum þegar tekið ástfóstri við eitt lagið. Það heitir Örkin hans Nóa en gengur hjá okkur undir nafninu Nói og frú (það eru upphafsorðin). Lagið er grípandi og skemmtilegt, eins og við var að búast. Til hamingju með diskinn Hafdís Huld og takk fyrir okkur.

url: http://arni.annall.is/2007-11-29/noi-og-fru-eru-i-uppahaldi/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli