árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Netsvar · Heim · Kaupa handgert … »

Með barnið í vinnuna …

Árni Svanur @ 15.18 24/11/07

Á Fidelia’s Sisters blogginu (sem er blogg nokkurra bandarískra kvenpresta) skrifar Sarah Moore-Nokes um börn og vinnustaði (nánar tiltekið það að taka barnið með sér í vinnuna). Hún segir meðal annars:

Babies do a funny thing in public settings. They lighten the mood, they make people laugh, they make otherwise very serious people say very silly things and more often then not they provide the perfect opportunity for someone to tell you a story about their own children. I’ve learned to listen carefully, sharing laughter and a surprising number of tears.

url: http://arni.annall.is/2007-11-24/med-barnid-i-vinnuna/

Athugasemdir

Fjöldi 7, nýjasta neðst

Ólöf I. Davíðsdottir @ 24/11/2007 17.24

Æji, mér finnst ekkert krúttlegt við að taka börnin með í vinnuna nema ef fólk skreppur með þau í heimsókn til að sýna þau. Greinin sem þú vísar í er ekki í tenglinum sem þú settir inn en þar er hins vegar mjög áhugaverð grein um skófatnað kirkjukvenna sem ég las líka! Fann þá réttu og las. Ég endurupplifði fyrri vinnustaði þar sem yfirmenn komu með börnin sín og hlóðu þeim á mig en átti samt að skila af mér venjulegum verkefnum. Svo var tuðað ef ég þurfti að vera heima yfir veiku barni. Það er ekkert mál að taka börnin með í vinnuna þegar einhver annar hugsar um þau þar! Ég fór svo að hafa vit á að forða mér af vettvangi svo ég yrði ekki grunuð um móðurlegar tilhneigingar sem kæmu sér vel við að passa annarra börn. Það sem ég uppskar var að fá líka verkefni þeirra sem pössuðu börnin.
Mér fannst þó mikið sport að fá að skreppa í vinnuna til foreldra minna. Pabbi vann á stórvirkum vinnuvélum og ég get hreykin sagt frá því að ég átti þátt í því að ryðja í uppfyllinguna sem nú er Geirsnefið. Hjálpi mér ef Vinnueftirlið hefði komist að því.

Pétur Björgvin @ 24/11/2007 17.39

Mikið væri nú gaman að fá einhverjar af þeim mörgu hressu kvenprestum sem við eigum til að blogga hér á annál. En ég efast um að þær bloggi hins vegar meira um það en ég að taka barnið með sér í vinnuna.

Árni Svanur @ 24/11/2007 18.03

Takk fyrir ábendinguna Ólöf, ég er búinn að laga vísunina. Skógreinin er reyndar nokkuð góð líka. Það er víst alveg rétt að upplifun fólks af börnum á vinnustöðum er misjöfn.

Ég tek undir þetta með þér Pétur Björgvin, þetta væri góð viðbót í flóruna.

Ninna Sif @ 24/11/2007 22.12

Ég þakka þér fyrir að vekja athygli á þessari vefsíðu Árni Svanur. Hún er strax orðin ein af þeim sem ég kíki á reglulega.
Verð um leið að viðurkenna að mér finnst það ekki aðlaðandi hugmynd að hafa börnin með mér í vinnuna, hvorki fyrir mig, börnin eða samstarfsfólk, nema þá í sunnudagaskólann eins og ég reyndar geri. Púff, ég sé ekkert við það nema vesen, svita og grát! Mér finnst heppilegra að stefna að kerfi þar sem gert er ráð fyrir hæfilega löngu fæðingarorlofi sem tryggir eðlilega tengslamyndun milli barns og beggja foreldra, og svo dagvistunar- og skólaúrræði fyrir börn og hæfilega langur vinnudagur fyrir foreldra að því loknu. Ég held að fæðingarorlofsmálin hér hjá okkur séu í ágætis lagi, en starfsmannavandinn á leikskólum og hinn langi vinnudagur margra foreldra sé óásættanlegt ástand.
Vil svo einnig taka undir að hingað á annálinn vantar skemmtilegar konur sem blogga:)

Árni Svanur @ 25/11/2007 08.52

Ég held að þú hittir naglann á höfuðið Ninna Sif, þessi bloggfærsla miðast auðvitað við Bandaríkin þar sem kerfið er afar frábrugðið okkar.

Mér virðist vera ákveðinn vandi byggður inn í núverandi kerfi hér á landi: Fæðingarorlofið eru 9 mánuðir (sem má að vísu teygja með því að dreifa laununum á lengri tíma, en það eiga ekki allir kost á því) er dagvistun á leikskóla ekki tryggð fyrr en við 24 mánaða aldur.

Og svo er auðvitað hinn praktíski vandi sem felst í því að leikskólar eru ekki mannaðir. Ég er líka alveg sammála þér með vinnudaginn :)

Sigríður Gunnarsdóttir @ 25/11/2007 19.49

Alveg hjartanlega sammála ykkur Ninna Sif og Árni. Og í framhaldi af umræðu um lengd á íslenskum vinnudegi þá er ótrúlega blóðlegt að framlegð eða framleiðni á bak við hverja vinnustund er minni hér á landi en víða annars staðar. Það segir okkur ekki annað en þessi langi vinnudagur er tilgangslaus og óþarfi.

Árni Svanur @ 25/11/2007 22.12

Ég las einu sinni ágætan pistil þar sem fjallað var um mismuninn milli þess a) að vera lengi í vinnunni og b) koma miklu í verk.

Höfundurinn (sem ég get ómögulega munað hver var) benti á að þetta tvennt héldist ekkert endilega í hendur. Ég held að það sé alveg rétt og að í það minnsta sé hollt að minna sig á þetta endrum og sinnum ;)


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli