árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Smávaxtaauki · Heim · Kantzer fyrirlestrar John Webster »

Tær

Árni Svanur @ 21.06 11/11/07

Yngri dóttirin stundar málæfingar af kappi þessa dagana, orðaforðinn eykst og framburður verður sífellt skýrari. Í morgun vorum við að tala um andlitið, bentum á eyru og augu og munn og nef og sögðum orðin. Ég ákvað að færa aðeins út kvíarnar og benti á tærnar. Þetta hitti í mark og orð dagsins hefur verið „tær“ og það hefur heyrst reglulega og svo er bent á litlar sætar tær og brosað út að eyrum …

IMG_8750

Í kvöld stigum við svo skrefi lengra og sungum saman „Höfuð, herðar, hné og tær.“ Lítil hnáta var snögg að taka undir og syngja sinn part og þá hljómaði þetta einhvern veginn svona:

Höfuð, herðar hné og
TÆR
Hné og
TÆR

Höfuð, herðar hné og
TÆR
Hné og
TÆR

Aftur og aftur. Er lífið ekki yndislegt :)

url: http://arni.annall.is/2007-11-11/taer/

Athugasemdir

Fjöldi 4, nýjasta neðst

Þorkell @ 11/11/2007 22.49

Ég verð reyndar fljótt þreyttur á endurtekningunum, en ég er ekki eins þolinmóður og þú Árni Svanur minn! :)

Árni Svanur @ 12/11/2007 07.04

Þú varst nú ekki leiðari en svo að þú eignaðist þrjár stelpur, ég er nú bara með tvær ;)

Jóhanna Magnúsdóttir @ 13/11/2007 10.31

Jú Árni Svanur, lífið er yndislegt – og það eru einmitt börnin sem eru duglegust við að sýna okkur fram á það!

Árni Svanur @ 13/11/2007 15.13

Satt og rétt.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli