árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« [nordkom] Vefsamskipti og nýir miðlar: Nýjar áskoranir · Heim · Snögg viðbrögð »

[nordkom] Morgunbænir

Árni Svanur @ 07.14 31/8/07

Í morgun kom það í hlut Íslands að sjá um morgunbænir hér á ráðstefnunni. Irma Sjöfn tók það að sér og hún er svo hugmyndarík! Bænirnar voru fluttar úr dimmum sal yfir í bjart anddyri og þar var hugvitssamlega komið upp altari. Altaristaflan var útsýnið af hótelinu, rammað inn af stórum glugga. Þar mættust sköpunin – himinn og skógar – og mannfélagið – bílar og vegir og hús. Bænirnar voru fengnar úr sænsku bænabókinni, en sálmurinn var sóttur í sarp sálmabókarinnar okkar: Þú Guð sem veist og gefur allt – einn af okkar mögnuðustu sálmum.

Þetta var notaleg stund sem leiddi okkur vel inn í daginn. Og nú er komið að Peter Kenny sem ætlar að ræða um samstaf við fjölmiðla.

url: http://arni.annall.is/2007-08-31/nordkom-morgunbaenir/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli