árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« [nordkom] Að tilheyra kirkjunni · Heim · [nordkom] Vefsamskipti og nýir miðlar: Nýjar áskoranir »

[nordkom] Þjóðkirkjur í breyttu samfélagi

Árni Svanur @ 07.46 30/8/07

Nú stendur yfir seminar um þjóðkirkjur og sjálfsmynd og fjölmenningarsamfélagið. Ingmar Lindkvist, sem er fráfarandi yfirmaður upplýsingamála og samskipta hjá finnsku kirkjunni, leiddi okkur inn í umræðuna með flottu erindi um breytingarnar sem hafa orðið á undanförnum áratugum. Við höfum færst frá einsleitu samfélag til aukinnar fjölbreytni. Hann nefndi tvennt sem var áhugavert fyrir kirkjurnar í þessu sambandi:

  • Kannski er áherslan á að binda starfseiningar kirkjunnar við tiltekna staði ekki alveg að ganga upp vegna þess að fólkið sjálft hugsar ekki þannig (sóknavitundin er frekar bundin við það hvert við viljum sækja þjónustu en hvar við búum).
  • Við erum ef til vill að horfa á ákveðna tilfærslu frá stóru miðlunum þar sem ein skilaboð eru send til stórs hóps (útvarp, sjónvarp, stóru dagblöðin) til netsins þar sem vissulega er hægt að ná til marga en jafnframt til smærri hópa. Og þar liggur framtíðin kannski, í smærri hópum sem safnast saman um efni sem vekja áhuga þeirra og kveikja í þeim.

Ég tók hluta af erindinu upp og ef Ingmar gefur leyti sitt ratar það á netið. Umræðan heldur svo áfram, nú er Povl frá Danmörku að ræða um ástandið þar (stuttlega) og svo kemur sænskur fulltrúi.

url: http://arni.annall.is/2007-08-30/nordkom-thjodkirkjur-i-breyttu-samfelagi/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 30/8/2007 21.43

Húrra, þessi Ingmar Lindkvist er maður að mínu skapi: Við eigum einmitt að leggja niður sóknarböndin, sérhæfa kirkjur, skapa prófíl, ná til mismunandi markhópa. Semsagt í burt frá sóknarvitund til safnaðarvitundar!!!

Og já ég held að framtíðin sé í litlum netsamfélögum – líka – ekki í staðinn fyrir önnur samfélög!


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli