árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« [nordkom] Upplands Väsby · Heim · [nordkom] Þjóðkirkjur í breyttu samfélagi »

[nordkom] Að tilheyra kirkjunni

Árni Svanur @ 14.40 29/8/07

Bo Larsson frá sænsku kirkjunni er núna að flytja erindi um sjálfsmynd sænsku kirkjunnar og þjóðkirkjuna. Hann vitnar meðal annars í Anders Bäckström sem hefur fjallað um ólíkar ástæður fólks fyrir því að tilheyra kirkjunni. Hann setur þetta upp í kassa og fjögur horn hans lýsa ólíkum ástæðum:

  • Tilheyrir því að vera Svíi
  • Rýmin (sérstaklega kirkjubyggingarnar)
  • Siðirnir (skírn, ferming, hjónavígsla, útför)
  • Félagsleg ábyrgð og hjálparstarf kirkjunnar

Hann kemur líka inn á sýn sænsku kirkjunnar á samskipti sín, þar segir meðal annars: „Guds närvaro i världen föregår allt annat. Det är i Gud som vi lever, rös oss och är til. Kyrkans uppdrag är att ge rum för den närvaron i livets alla skeden.“ Það gerist bæði í hversdeginum og á hátíðsdögum.

Önnur lykilorð í stefnunni eru öppenhet og hopp (að vera opin og von), áhersla er lögð á sístæða sköpun Guðs, því trúað er á Guð sem „i varja ögonblick vill befria, förändra och skapa – på nytt.“ Guð er með öðrum orðum ekki Guð sem skapaði og skildi svo eftir heldur Guð sem vill mæta manneskjunni þar sem hún er, hér og nú. Og það má hafa í huga í öllu okkar starfi að við erum borin, á hverju augnabliki, af Guði.

Þetta var Bo, en nú er komið að mér, meira síðar.

url: http://arni.annall.is/2007-08-29/nordkom-ad-tilheyra-kirkjunni/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 30/8/2007 21.40

Hér finnst mér vanta fimmta kassann ,,trúarsannfæring” eða er Bo þessi Larsson búin að skilgreina alla – sem skilgreina sig fyrst og fremst út frá eigin trú – yfir í fríkirkjur og sértrúarsöfnuði?

Árni Svanur @ 1/9/2007 10.37

Nú vildi ég að ég hefði tekið ljósmynd af glærunni sem sýndi þetta, mér detta í hug tvö mögulega svör, annars vegar að trúin heyri til rýmisvíddarinnar – sem gæti líka falið í sér söfnuðinn sem „rými“; hins vegar að staðsetja mætti trúna handan þessa l´likans – þ.e. að það fjallaði um þá sem hafa trúna sem slíka ekki í fyrsta sæti sem ástæðu þess að þeir tilheyra kirkjunni.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli