árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Fílar í fókus · Heim · [nordkom] Að tilheyra kirkjunni »

[nordkom] Upplands Väsby

Árni Svanur @ 13.27 28/8/07

Ég er kominn til Upplands Väsby þar sem Nordkom ráðstefnan verður haldin. Þetta er ráðstefna þess starfsfólks kirknanna á Norðurlöndum sem sinnir upplýsingamálum. Tema ráðstefnunnar er að þessu sinni „þjóðkirkja í fjölmenningarsamfélagi“ og ég er nokkuð spenntur að heyra hvernig tekið verður á því. Við Irma Sjöfn verðum fulltrúar íslensku kirkjunnar og við ætlum að fjalla um efnið kirkja og menning á fimmtudag. Nánar tiltekið ætlum við að ræða um kirkju og kvikmyndir og m.a. segja svolítið frá Deus ex cinema. Hér er ágæt nettenging og því er ekki ósennilegt að eitthvað verði fært til annáls – þið sjáið það þá fyrst hér ;)

url: http://arni.annall.is/2007-08-28/nordkom-upplands-vasby/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 28/8/2007 23.18

Finnst þetta áhugaverður titill því ég skil hann ekki. Ég gæti skilið titilinn ,,þjóðkirkja og fjölmenningarsamfélag” eða ,,fjölmenningarsamfélagið í þjóðkirkjunni” en ekki þjóðkirkja í fjölmenningarsamfélagi, nema þá að notast sé við mjög losaralega skilgreiningu á fjölmenningarsamfélagi. Það verður spennandi að heyra meira frá þessari ráðstefnu. Vefsíða ráðstefnunnar er … ??

Árni Svanur @ 29/8/2007 07.04

Vefsíðan er á http://www.svenskakyrkan.se/nordkom2007 og yfirskriftin er á sænsku „folkkyrka i ett mångkulturellt samhälle“. Hvort það segir þér eitthvað meira verður þú að segja til um …

Pétur Björgvin @ 30/8/2007 21.37

Já þjóðkirkjan í samhengi fjölmenningar, það finnst mér strax miklu betri titill. En það er ekki alltaf að marka sérviskuna í mér.


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli