árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Helgin og heimilið · Heim · Guðfræðikynning »

Tveir

Árni Svanur @ 13.35 22/8/07

Þegar ég fór til Ungverjalands í júní vakti það athygli mína hversu mörgum lögreglubílum ég mætti á leiðinni út á flugvöll. Ef minnið er ekki að stríða mér þá voru þeir fimm eða sex. Ég hugsaði með mér á þessum tíma að þetta væri líklega besta leiðin til að draga úr hraða á þessari leið.

Raunin var önnur í morgun, bílarnir voru bara tveir (og annar þeirra var sýnilega við hraðamælingar). Hins vegar var búið að koma fyrir haganlegum hraðahindrunum á formi framkvæmda á þremur stöðum á leiðinni – og þá var hámarkshraðinn lækkaður, fyrst í 70 og svo í 50.

Það virkar líka.

url: http://arni.annall.is/2007-08-22/tveir/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli