árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Útgáfa fræðirita á tímum stafrænnar miðlunar · Heim · Vorhefti Journal of Religion and Popular Culture »

Endurbættur Deus ex cinema vefur

Árni Svanur @ 22.58 2/8/07

Við höfum unnið að endurbótum á Deus ex cinema vefnum upp á síðkastið. Nú er svo komið að hægt er að skoða nýja vefinn á nýju léni Deus ex cinema: www.dec.is. Vefurinn á nú að geta nýst enn betur sem verkfæri í þágu rannsókna á trúarstefjum í kvikmyndum og hann ætti jafnframt að geta nýst betur sem vettvangur skoðanaskipta um þessi fræði.

Ein af nýjungunum á vefnum eru glósur meðlima Deus ex cinema. Það eru eins konar smáblogg hvers og eins þar sem skrifa má stuttar færslur um áhugaverðar kvikmyndir, spennandi stef, bækur eða sérhvaðeina sem snertir trúarstef í kvikmyndum. Ég er spenntur að sjá hvernig sá hluti vefsins þróast.

Enn á heilmikið eftir að bætast við vefinn, m.a. stendur til að flytja eldri umfjallanir yfir í nýja kerfið. Stærsta breytingin verður þó sú að við munum opna enska útgáfu af vefnum. Ef vinnan gengur vel þá munum við gera það síðar í þessum mánuði. Ég mun færa meira til annáls um breytingarnar á vefnum og hugsunina á bak við hann síðar.

url: http://arni.annall.is/2007-08-02/endurbaettur-deus-ex-cinema-vefur/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli