árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Puntstrá · Heim · Synd og sögur »

Hjólað á Laugaveginn

Árni Svanur @ 19.40 18/5/07

Það hefur verið mikið hjólastemning á Biskupsstofu upp á síðkastið. Við hjólum nefnilega – eða göngum – í vinnuna þessa dagana. Kristín Arnardóttir, liðsstjóri, heldur vel utan um hópinn og hvetur okkur áfram. Margir hafa keypt sér ný hjól, aðrir hafa smurt þau gömlu. Og allir taka þátt!

Við Adda Steina tókum Kristínu og nokkra öfluga hjólreiðamenn tali í dag. Afraksturinn má skoða á kirkjan.is eða hér á annálnum. Mér finnst þetta alveg frábært framtak hjá ÍSÍ og ég er viss um að þetta skilar heilmiklu. Og ef marka má fólkið á Biskupsstofu þá verður hjólað áfram í vinnuna þótt hinni formlegu keppni ljúki.

url: http://arni.annall.is/2007-05-18/hjolad-a-laugaveginn/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Þorkell @ 18/5/2007 22.14

“Hjólað á Laugaveginn”

Einhverra hluta vegna sé ég ekki myndina en ég vona að enginn hafi meitt sig í þessu slysi. Það getur ekki verið gott að hjóla á Laugaveginn. Ég geri ráð fyrir að viðkomandi hafi dottið úr loftinu og að myndin sé af honum/þeim nálgast veginn á ógnarhraða… Er annars ekki betra að hjóla bara á veginum? ;-)

Árni Svanur @ 18/5/2007 22.18

Ja, þetta er auðvitað spurning um það við hvað þú átt. Ég hjóla á Laugaveginum til að komast á Laugaveg 31 – og það var sá Laugavegur sem titill færslunnar vísaði til. Kíktu á kirkjan.is ef þú sérð ekki myndbandið sem fylgir þessari færslu.

Þorkell @ 18/5/2007 23.25

Hjúkk!!! :-)


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli