árni.annáll.is

AnnállFeðraorlofGuðfræðiKvikmyndirSamfélagTrúmálTrúmálVefur

« Van-þakk-læti · Heim · Moltmann ræskir sig »

Kosningablogg og vefirnir og úrslitin

Árni Svanur @ 10.55 13/5/07

Ég verð að taka undir með Pétri Björgvini, það er eitthvað skrýtin forgangsröðun hjá blog.is á kosninganótt þar sem VIP-bloggarar prýða forsíðuna og lítið sem ekkert er talað um kosningar, en þeim mun meira um kosningadaginn. Vissulega er hægt að skruna aðeins niður og sjá þá að bloggsamfélagið er að ræða þessi mál af krafti. Mbl setti kosningarnar efst á forsíðu fréttavefsins – það hefði líka átt að gera á blogginu.

Annars fannst mér stóru vefirnir ekki vera að virka eins vel og ég hafði vonast til. Nema hvað beinu vefútsendingarnar virkuðu vel! Mér fannst vera ósamræmi milli talna á mbl og rúv/stöð 2 og þær bárust líka seint, ég komst ekki inn á kosningavefinn á Vísi og fann tölurnar ekki á Rúv. Ég held að Vísir og Rúv hefðu átt að fylgja fordæmi Mbl og taka forsíðuna undir kosningarnar í nótt. Það hefði líklega verið frábært.

Svo er auðvitað spennandi að sjá hvað gerist í dag og næstu daga. Stjórnin heldur velli vissulega velli, en hún er samt löskuð og spurning hvort menn vilja halda áfram við þessar aðstæður. Það er spurning hvort Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-Græn eða Samfylking ná saman. Svo er líka möguleiki að Reykjavíkurlistaflokkarnir gömlu freisti þess að ná saman. Við sjáum bara til …

url: http://arni.annall.is/2007-05-13/kosningablogg-og-vefir/


© árni.annáll.is · Færslur · Ummæli